Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 30
S M M F F LÞ 5 10 21,1 Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks 5 10 Götuhlaup Sjóarans síkáta 5 10 21,1 Miðnæturhlaup Suzuki - Powerade sumarhlaupin 14 44 77 Mt. Esja Ultra 3 10 21,1 42,2Mývatnsmaraþon 10Mýrdalshlaupið 10Valshlaupið Ýmsar vegalengdir Kvennahlaup Sjóvár og ÍSÍ Götuþríþraut á Eskifirði 401500 10 20750 5 10400 2,5 Víðavangshlaup á Landsmóti 50+ á Ísafirði 8,5Gullspretturinn Þingmannavegur/Vaðlaheiði (Fjallvegahl. Stefáns nr. 46) 12 60Bláalónsþrautin 5The Color Run by Alvogen 5,3 13 21Naflahlaupið 4 14Skógarhlaup íHallormsstaðarskógi Snæfellsnes járnkarlinn 3,8 180 42,2 22Snæfellsjökulshlaupið 2512,5 50 75 100 Komaso hlaupið - Utanvegahlaup í Heiðmörk (Elliðabæ) Þrístrendingur 41 (20+10+11) 12400 4 Þríþraut á Landsmóti 50+ á Ísafirði 9Álfosshlaupið 401500 10 Ólympísk þríþraut Laugarvatni (3Ægir) Kiðaskarð (Fjallv.hl. Stefáns nr.47) 17 14,4 Minningarhlaup Guðmundar Karls Gíslasonar 20 Hlaupasería Skokkhóps Hamars nr. 3 Vegalengd sunds (m) Vegalengd hjólreiða (km) Vegalengd hlaups (km) Heimild: hlaup.is Hlaupamánuðurinn júní Nú er sumarið gengið í garð og eflaust farið að hlakka í hlaupurum um allt land. Hvort sem þú hírist inni á veturna eða skokkar allan ársins hring hlýtur sumarið að teljast mikil hlaupavertíð. Sunnudagsblaðið tók saman nokkur almenningshlaup í júní og ættu maraþonhlauparar jafnt sem styttra komnir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. HEILSA Margir hlauparar, reyndir sem upprennandi, eiga til að vanmeta þjálf-unina sem felst í góðum göngutúr. Ef liðamótin eru farin að kvarta undan ofreynslu er engin skömm í að labba nokkur skref. Vanmetið ekki gönguna 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 Kynslóðabilið virðist felast í fleiru en tölvu- notkun, talsmáta og viðhorfum til hins eða þessa málefnis, en ný bandarísk rannsókn sýnir að einni kynslóð reynist erfiðara að halda sér í formi en annarri þar í landi. Nið- urstöðurnar sýndu að þrátt fyrir sambæri- legt mataræði og jafn mikla hreyfingu væri svokölluð aldamótakynslóð, sú sem nú er komin á þrítugs- og jafnvel fertugsaldur, um tíu prósentum þyngri en kynslóð foreldra sinna. „Rannsóknin sýnir að ef þú ert tuttugu og fimm ára þarftu að borða minna og hreyfa þig meira en þeir sem eldri eru til að þyngj- ast ekki,“ sagði í yfirlýsingu. „Hinsvegar bendir hún líka til þess að það gætu verið aðrir einstakir þættir en mataræði og hreyfing sem valda yfirþyngd.“ Rannsóknin var birt í fræðitímaritinu Obesity Research & Clinical Practice. KYNSLÓÐAMUNUR Á HEILSUNNI Aldamótabörn feitari en foreldrarnir Getty Images/iStockphoto Jákvæð áhrif þess að neyta ávaxta hafa varla farið framhjá neinum, enda eru þeir sneisafullir af vítamínum og steinefnum. Sýnt hefur verið fram á að reglubundin neysla ávaxta minnki með afgerandi hætti líkurnar á alls kyns sjúkdómum, sporni gegn C- og A- vítamínskorti og lengur má telja. Þegar við borðum eplin okkar og perurnar erum við eflaust flest með okkar eigin heilsu í huga, þótt bragðið skemmi ekki fyrir, en nýleg rannsókn bendir til þess að heilastarfsemi næstu kynslóðar sé einnig í húfi, það er að segja ef þú átt von á barni. Sérfræðingar í Kanada tóku saman upplýsingar úr rannsókn á 688 börnum frá borg- inni Edmonton með sérstöku tilliti til mataræðis mæðra þeirra meðan á meðgöngunni stóð. Niðurstöðurnar sýndu að við tólf mánaða aldur reyndust börn mæðra sem neyttu ávaxta í meira mæli standa sig merkjanlega betur í stöðluðum þroskaprófum og voru með hærri greindarvísitölu. Svo virðist sem gáfaðir megi þakka mæðrum sínum fyrir að borða nóg af ávöxtum. Getty Images/iStockphoto MATARÆÐI Á MEÐGÖNGU Ávextir gera börnin gáfaðri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.