Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 MATUR Morgunblaðið/Ásdís Hollt og gott millimál Matgæðingurinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir er með margar hugmyndir um hvernig börn og unglingar geta búið til hollt og gott snarl til að borða eftir skóla og á milli mála. Hér gefur hún lesendum nokkrar einfaldar og góðar uppskriftir sem henta öllum sem vilja góðan millibita. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is F lestir íslenskir foreldrar eru útivinnandi og sjá því ungmenni oftast sjálf um að fá sér í svanginn á daginn. Þau koma gjarn- an heim úr skólanum og af íþrótta- æfingum glorsoltin. Þá er gott að kunna að útbúa sér snarl sem ekki er stútfullt af hvítum sykri, hveiti eða óhollum aukaefnum. Ekki er verra ef hægt er að nýta afganga sem til eru í ísskápnum. Snarl úr góðum hráefnum Ebba hefur mikinn áhuga á að breyta venjum barna og unglinga og fá þau til að borða hollari mat á milli mála. Hún er með margar góðar hugmyndir að einföldum réttum. „Þetta er í rauninni mestmegnis millimál sem henta vel til dæmis eft- ir skóla. Ungir krakkar og ungling- ar eru oft að kaupa sér tilbúin mat- væli eða kvarta undan því að „ekkert sé til“ af því þau kunna ekki að búa sér til eitthvað ljúffengt úr því sem til er heima.“ segir Ebba sem mælir t.d. með að nota afganga í vefjur eða ofan á pizzu. Hollt er ekki endilega dýrara Ebba segist nota mikið ólífuolíu, smjör og rjóma í matargerð. „Fita er svo mikilvæg fyrir krakka til að fá orku og til að tempra blóðsyk- urinn. Ef þau fá of lítið af góðri fitu sækja þau í sætindi til að fá orkuna þar. Þannig á alls ekki að skera nið- ur fitu, því þá er maður alltaf svang- ur og langar í eitthvað sætt. Svo er upplagt að ræða mikið heima hvað vatn sé ofboðslega hollt. Drekka bara vatn og aftur vatn! Fólk hefur oft áhyggjur af því að það sé dýrt að kaupa hollt en hægt er að spara mikið með því að nýta betur af- ganga og drekka bara ferskt ís- lenskt gæðavatn. Fyrir utan að lík- aminn verður fyrr saddur og glaður af næringarríkum mat en næring- arsnauðum. Þannig borðar maður ósjálfrátt minna þegar maður borð- ar mat sem inniheldur næringu heldur en eftirlíkingar af mat.“ Heimatilbúið betra en keypt „Hugmyndin er að ungmenni venj- ist því að fara heim og útbúa sér hollan mat sjálf,“ segir Ebba sem sýnir handtökin á vefsíðunni snar- lid.is. „Ég gef líka alls kyns ráð, til dæmis um geymslu og nýtingu mat- ar,“ segir Ebba sem reynir að fræða ungmennin um gildi þess að nýta mat og henda minna því matarsóun sé orðið mikið vandamál í heim- inum. „Ég hvet foreldra til að sýna krökkunum sínum þessi myndbönd. Þau eru mjög einföld og þægileg og ættu að hvetja krakka til dáða sem og gera þau meðvitaðri um mat og eldamennsku. Ég hugsa reyndar að þau nýtist miklu fleirum en ungling- um!“ Fyrir tvo 2 dl lífræn möndlu- mjólk, möndlu- og hrís- mjólk eða lífræn grísk jógúrt (allt mjög gott) 2 dl frosin ber eða ávextir eða bland af báðum, notið það sem þið eigið og elskið 1 1/2 banani (eða 3 döðlur) 5-10 dropar vanillu- stevia (setjið í lokin ef þið viljið sætara bragð. Byrjið með 5 dropa. Geymið glasið í kæli) Setjið allt í blandara og blandið þar til silkimjúkt og bætið við vatni/ möndlumjólk ef þið viljið hafa drykkinn þynnri eða ef blandarinn ykkar á í erfiðleikum. Ef blandarinn er ekki mjög kröftugur getið þið látið ávextina bíða í um 5-10 mínútur í blandaranum áður en þið byrjið að blanda, svo þeir byrji að þiðna og maukist betur. Góð ráð frá Ebbu: Gott er að setja 1 msk af hörfræolíu út í drykk- inn. Athugið að ef þið eruð bara með ber og enga ávexti þurfið þið að minnsta kosti 1 ½ banana og jafnvel 2 banana af því berin eru súr. Mér finnst best að blanda saman 1 dl af mangó eða peru og 1 dl af berjum og þá nota ég 1 ½ banana. Ef þið notið gríska jógúrt þá verður drykkurinn aðeins súrari heldur en ef þið notið möndlumjólk. Einnig er misjafnt hvort möndlumjólkin er sæt eða ósæt. Athugið líka að ber eru missúr á bragðið. Bætið við banana eða stevíu ef ykkur finnst drykkurinn of súr. Það er frábært að setja stundum smá af þroskaðri lárperu (avókadó) í þeyt- inga. Setjið þá lárperuna út í síðast og blandið með í blálokin. Lárperur eru stútfullar af góðri næringu og fitu fyrir okkur öll. Þeyt- ingurinn verður þá meira eins og búðingur, bæði þykkari og saðsamari. Helmingið uppskriftina ef þið eruð að gera fyrir ykkur ein drykkinn. Þið verðið mjög fljót að finna ykkar uppáhalds út- gáfu, ekki gefast upp! Berjasjeik ½ dl af möndlum (lagðar í bleyti í um 12 klst. eða yfir nótt til dæmis) eða 1 msk. möndlumauk 1 msk. kakó 3 dl kalt vatn 1 stór banani, (gott ef hann er frosinn en ekki nauðsynlegt) 5-10 dropar vanillustevía (bæta við í lokin, ef þið viljið hafa drykkinn sætari) Skolið möndlurnar vel í köldu vatni. Skellið þeim í blandara með vatninu og blandið vel. Bætið ban- ana og kakó saman við og blandið aðeins lengur. Ef bananinn var ekki frosinn er gott að setja nokkra klaka. Smakkið til með stevíunni í lokin ef þið viljið. Ef þið notið möndlumauk setjið þið bara allt í blandarann og blandið vel. Góð ráð frá Ebbu: Athugið að einnig má sæta drykki t.d. með döðlum eða mórberjum í staðinn fyrir banana. Hér þyrfti um 3-4 döðlur. Kakó- möndlu- mjólk 400 g spelt (til dæmis gróft og fínt til helminga - eða það mjöl sem er til heima) 1/2 tsk sjávarsalt 2 tsk vænar kardimommuduft 2 egg, til dæmis hamingjusöm (má sleppa eggjunum ef einhver er með eggjaofnæmi) 40 g kaldpressuð ólífuolía, kókosolía eða brætt smjör 3-4 dl mjólk að eigin vali (ég nota oft lífræna hreina jógúrt, hrísgrjónamjólk eða möndlumjólk) 3-4 dl vatn Setjið vöfflujárnið í samband. Blandið saman þurrefnum. Bætið blautu efnunum við og hrærið þar til deigið er orðið eins og grautur. Bakið. Góð ráð frá Ebbu: Það má borða vöfflur með smjöri, sultu og osti eða súkkulaði og rjóma. Vöfflur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.