Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016 VETTVANGUR Kál er ekki sama og kál. Til erkál til manneldis og það ermisjafnt að gæðum. Síðan er til kál til fóðureldis fyrir svín. Einnig það er misjafnt að gæðum. Og þarna er náttúrlega skörun á milli. En eflaust má koma öllu þessu káli fyrir í búðarhillum. Og þar gefst neytendum kostur á að velja á grundvelli verðlags og gæða. Efnalitlir munu neyðast til að sætta sig við lökust gæði vegna verðlagsins en efnameira fólkið skiptir verðlagið minna máli. Eins er það með aðra matvöru. Kjöt er ekki sama og kjöt. Til er kjöt sem framleitt er með horm- ónum til að örva vöxt og í slíku kjöti er reglan sú, fremur en undantekn- ingin, að þar sé að finna leifar sýkla- lyfja, sem gripirnir hafa verið sprautaðir með á meðan þeir söfn- uðu kjöti á bein sín. Þetta kjöt er ódýrt í framleiðslu, ekki síst ef framleiðendur hafa ekki verið um of plagaðir af regluverki um góða með- ferð dýra. Þegar pottur hefur verið brotinn í þessu efni á Íslandi hefur verið reynt að bæta úr eins og nú er gert í svínaræktinni. Þótt ýmsu hafi verið áfátt hjá okkur á ýmsum sviðum í dýrahaldi, þá stendur þar flest til bóta. Þá verður ekki horft framhjá því að íslenskir búfjárstofnar eru sjúkdómsfrírri og þar af leiðandi lausari við sýklalyf en gerist í öllum löndum í kringum okkur. Það á við um þau lönd sem vilji stendur nú til hjá stjórnvöldum að heimila að auka innflutning á kjöti frá til Íslands. Þetta á sérstaklega við um svína- kjöt og kjúklinga. Í Evrópu er fið- urféð reyndar sumpart lengra að komið og munu ódýrustu kjúkling- arnir ættaðir frá Kína. Þar hafa menn ekki haft miklar áhyggjur af dýraverndarsjónarmiðum þegar kemur að því að seðja milljarða- markaðinn. Óheillasamningurinn við Evrópu- sambandið frá síðasta hausti um aukinn innflutning þaðan á kjöti hef- ur enn ekki verið staðfestur á Al- þingi. Samtök launafólks í matvæla- iðnaði hafa varað við því að svo verði gert og vilja að áður verði ráðist í rannsókn á afleiðingum fyrir land- búnaðinn og innlenda matvælafram- leiðslu. Svipuð sjónarmið voru uppi á síðasta þingi Bændasamtakanna. Á Alþingi hafa einnig komið fram varnaðarorð þótt vissulega séu þar einnig til staðar þau sem segjast tala fyrir hönd neytenda og reyna að sjá fyrir sér verðmiðana á kálinu og kjötinu. En snúast ekki neytendasjónar- mið líka um gæði? Og viljum við ekki að öll þjóðin búi við gott og heilsusamlegt fæði og að það eigi að gilda jafnt um börn frá fátækum og ríkum heimilum? Þetta hefur verið ríkjandi sjónarmið á Íslandi til þessa. Þess vegna niðurgreiðum við mjólk en ekki kók. Og þess vegna leggjum við upp úr því að hafa heil- næma matvöru í hillunum fyrir alla. Er útlent fólk þá almennt að- framkomið af neyslu sýklakjöts og eggja með salmonellu? Nei, langt í frá. Og flest höfum borðað slíka fæðu erlendis um lengri eða skemmri tíma án þess að kenna meins. Eflaust má lifa hamingju- sömu lífi af svínakáli og hormóna- kjöti. Þó er óviturlegt að vanmeta áhrif slíkrar fæðu á heilsufar og vel- líðan. Gæði fæðunnar sem við neytum að staðaldri skipta nefnilega máli. Og ef við höfum eitthvað sem er sannanlega gott og heilnæmt, hvers vegna fórna því? Kjötið, mjólkin, grænmetið og fiskurinn eru meira en vörur í búðarhillu. Þetta er mat- urinn okkar. Þetta er maturinn okkar ’En snúast ekki neytendasjónarmið líka um gæði?Og viljum við ekki að öll þjóðin búi við gott ogheilsusamlegt fæði og að það eigi að gilda jafnt um börnfrá fátækum og ríkum heimilum? Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson Uppistandarinn Bylgja Babýlons og leikkonan Anna Hafþórsdóttir báru uppi bráðskemmtilegu þætt- ina Tinna og Tóta sem gerðir voru fyrir Bravó á sín- um tíma. Bylgja til- kynnti að á næst- unni myndu þeir vera aðgengilegir á Youtube og birtist sá fyrsti þar í fyrradag. Á Twitter skrifaði Bylgja svo: „Í þriðju heims- styrjöldinni munu bílstjórar berjast við hjólreiðafólk. Ég og hlaupahjól- ið verðum okkar eigin lið.“ Þórdís Gísladóttir, rithöf- undur og þýðandi, var stödd á flug- velli fyrr í vikunni og deildi hug- renningum sínum þaðan á Twitter: „Mér finnst þetta „this is the final call“ í hátöl- urunum í flug- stöðinni hljóma eins og það sé viðurkennt að við séum öll dauð- vona.“ Stuttu áður hafði hún sagt frá því að hún væri búin að bera á sig öll dýr hrukku- krem í snyrtivörudeildinni í Leifs- stöð. „Geri ráð fyrir ódauðleika, nema flugvélin hrapi í Atlantshaf.“ Og fjölmiðlakonan Sirrý Arn- ardóttir vakti athygli á texta sem kom inn um bréfalúguna hjá henni: „Ég rakst á hundleiðinlega for- dóma í dag í auglýsingapésa sem borinn var inn á heimilið mitt hér í 101: ,,Kæri nágranni, þú þarft ekki að hætta þér í úthverfin lengur til þess að finna nútíma asíska mat- argerð …“ - ,,Hætta þér í úthverfin“ - hvaða bull er þetta? Ég veit að auðvitað á þetta að vera ,,fyndið“ en þetta eru bara fordómar. Eiga þessi við- horf svo að mæta börnum og ung- lingum úr úthverfum sem koma í önnur hverfi að keppa í íþróttum? Ég hef búið í Breiðholti og sé ekk- ert hættulegt við að fara þangað. Hvað er hættulegt við t.d. barn- vænt Bakkahverfið í Neðra- Breiðholti, skógi vaxinn Elliðaár- dalinn, menningarmiðstöðina Gerðuberg í Hólahverfi, skíðalyft- una við Selja- og Fellahverfið eða strandlengjuna í Grafarvoginum og golfsvæðið við Korpúlfsstaði? Hættum þessum ,,við og hinir“ viðhorfum. Förum meira á milli hverfa, það er skemmtilegra.“ Það styttist í EM í knattspyrnu en þó eru samfélagsmiðlarnir enn fremur rólegir hvað mótið varðar eins og Hjörvar Hafliðason íþróttafréttamaður vekur athygli á á Twitter: „Rúm- lega tvær vikur í EM og það er eng- inn að tala um keppnina. Af hverju er allt svona dautt? Hélt að á þessum tíma myndi allt nötra. Eina.“ Stuttu síðar vekur Hjörvar athygli á því að Arion banki gefur EM-áskrift í kaupbæti ef fólk tekur bílalán hjá bankanum. „Jæja, bank- inn að reyna að koma fólki í gírinn. I like that. Ekkert lán í lífinu eins skynsamlegt og gott bílalán.“ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.