Orð og tunga - 01.06.2007, Page 16

Orð og tunga - 01.06.2007, Page 16
6 Orð og tunga íslensk orðabók (ÍO) var gefin út af Eddu í tölvuútgáfu árið 2000 og í endurbættri útgáfu árið 2003. Um nokkurt skeið hefur hún verið að- gengileg á vefnum (sjá Vefbækur Eddu) þar sem hún er í stöðugri þró- un. Hvati rannsóknarinnar, sem hér verður lýst, var sá að það væri eft- irsóknarvert að taka meira tillit til merkingarlegra þátta við uppsetn- ingu orðabókarinnar en nú er gerlegt. Fyrsta skrefið í þessa átt hefur reyndar þegar verið tekið þar sem við leit að ákveðnu orði birtist listi þeirra flettna sem hafa leitarorðið í skýringu sinni og tengjast því leit- arorðinu mjög líklega merkingarlega. Þessi breyting á framsetningu upplýsinga ætti að koma notendum til góða því ástæða þess að fólk flettir upp í orðabók er yfirleitt sú, að leitað er eftir merkingu ákveðins orðs (Herbst og Klotz 2003:33). Markmið rannsóknarinnar var að kanna möguleikana á því að greina sjálfvirkt merkingarvensl milli nafnorðaflettna og orða úr skýr- ingartextum þeirra. í þeim tilgangi var forritið MerkOr þróað sem greinir 12 mismunandi merkingarvensl. Niðurstöðumar sýna á ótví- ræðan hátt að sjálfvirk greining merkingarvensla er raunhæfur mögu- leiki. Stór hluti nafnorðaflettna IO hefur verið tengdur við merkingar- lega skyld orð, alls 96,45% merkingarliða. Greining merkingarvenslanna byggist á orðflokkamynstrum skýr- inganna og því skilar rannsóknin einnig úttekt á því hvaða form skýr- ingartexta eru best fallin til vélrænnar greiningar og hvaða form síður. Þessar upplýsingar gætu komið að notum við endurbætur á IO. 2 Aðferð Lagt var upp með þá tilgátu að unnt sé að greina merkingarvensl milli flettna og orða í skýringum þeirra út frá orðflokkamynstri. Nokkrar rannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar fyrir önnur tungumál og má þar nefna greiningu ensku orðabókarinnar Longman Dictionan/ of Contemporary English (Alshawi 1987), greiningu basknesku orðabókar- innar Euskal Hiztegia (Agirre o. fl. 2000) og greiningu yfirheitastigveld- is úr þýsku orðabókinni Wörterbuch der deutschen Gegemoartssprache (Geyken og Ludwig 2003). Skýringartextar orðabóka henta sérstak- lega vel til greiningar eftir föstum mynstrum þar sem form þeirra er í nokkuð föstum skorðum. Algengast er að skýringar nafnorða tilheyri öðrum af eftirfarandi flokkum:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.