Orð og tunga - 01.06.2007, Page 19
Anna Björk Nikulásdóttir: Sjálfvirk greining merkingarvensla
9
við gildandi merkingarvensl merkingarfræði orða heldur að leggja
áherslu á að finna þau sambönd sem eru fyrir hendi í skýringatext-
um ÍO og gætu komið að notum við uppsetningu hennar.
3.1 Yfírheiti og undirheiti
Yfirheiti er algengustu merkingarvenslin sem er að finna í skýringa-
textum nafnorðaflettna ef jafnheitin eru ekki meðtalin, alls greindust
43.066 yfirheiti. Y er yfirheiti X ef AerX felur í sér A er Y en ekki öfugt:
(7) Þetta er fólksbíll og þar af leiðandi er þetta farartæki.
*Þetta er farartæki og þar af leiðandi er þetta fólksbíll.
Fyrir yfirheitasambönd gildir, að ef Y er yfirheiti X þá er X undirheiti
Y:
YFIRHEITI (X, Y) ->■ UNDIRHEITI (Y, X)
bar af leiðir að ef yfirheiti flettu finnst í skýringartexta þá er flettan
jafnframt undirheiti þess. Þannig geta orðið til yfirheitastigveldi innan
flettna orðabókarinnar (undirstrikuðu orðin eru yfirheiti):
(8) a. glímukappi frábær glímumaður
b. glímumaður 1 keppandi í glímu 2 maður sem iðkar
glímu
c. keppandi sá sem keppir, tekur þátt í keppni (t.d. í
íþróttum)
d. maður 1 tvífætt og tvíhent spendýr sem talar, [...]
[...]
7 rún sem samsvarar m
I (8c) kemur orðið maður ekki fyrir í skýringunni en er engu að síður
greint sem yfirheiti. Þetta skýrist af því að skýringar, sem hefjast á orð-
unum sá sem..., vísa til þess að um manneskju sé að ræða og er reglan
því sú að greina orðið maður sem yfirheiti flettna með þess konar skýr-
ingar (jafnvel þó að í einhverjum tilvikum gæti einnig verið vísað til
dýra með viðkomandi flettu).
Þegar flettur eru tengdar saman í yfirheitastigveldi eins og í (8)
verður að hafa í huga að yfirheitin, sem greind eru fyrir hverja flettu,
geta haft margar mismunandi merkingar og í versta falli er um að
raeða samhljóma flettur. Að svo stöddu er ekki mögulegt að segja til
um hvaða merkingarliður flettu á við það orð sem greint er sem yfir-
fleiti (eða önnur merkingarvensl) og því verður að taka stigveldunum