Orð og tunga - 01.06.2007, Page 21
Anna Björk Nikulásdóttir: Sjálfvirk greining merkingarvensla 11
(12) a. rúmfatnaður 1 sængurfatnaður
SAMHEITI (sængurfatnaður, rúmfatnaður)
b. hormotta yfirvaraskegg
SAMHEITI (yfirvaraskegg, hormotta)
c. garg [...] fuglahljóð
SAMHEITI (fuglahljóð, garg)
Hér sést að niðurstöður samheitagreiningarinnar eru ekki einsleitar.
Dæmi (12a) sýnir samheiti sem geta yfirleitt, ef ekki alltaf, komið í
stað hvort annars. í (12b) er merking orðanna á vissan hátt sú sama
en á þeim er stór stílmunur þannig að þau er ekki hægt að nota á
víxl í hvaða samhengi sem er. í (12c) er um að ræða yfirheiti og und-
irheiti: YFIRHEITI (garg, fuglahljóð). Upphaflega tilgátan um að skýr-
ingar sem eru eitt nafnorð (eða upptalning nafnorða) væru alltaf sam-
heiti flettunnar stenst því ekki að öllu leyti.
3.3 Eiginleiki, tengt lýsingarorð
Merkingarvenslin eiginleiki og tengt lýsingarorð eru vensl milli nafn-
orðaflettu og lýsingarorðs úr skýringartextanum. Eiginleiki lýsir á ein-
hvern hátt því sem flettan vísar til og oftar en ekki greinir eiginleiki
flettuna frá systrum hennar í yfirheitastigveldi:
(13) a. busl ólögulegt sund
b. sprettsund stutt sund
Yfirheiti beggja flettna í (13) er sund en þær hafa mismunandi eigin-
leika:
c. EIGINLEIKI (busl, ólögulegt)
EIGINLEIKI (sprettsund, stutt)
Eins og er fylgja lýsingarorðin í niðurstöðunum eftirfarandi nafnorði
í kyni og eru því ekki flettur í ÍO nema nafnorðið sé í karlkyni. í út-
gáfu ÍO á netinu (sjá Vefbækur Eddu) er þó hægt að slá inn leitarorð í
hvaða formi sem er þar sem flett er upp í Beygingarlýsingu íslensks nú-
tímamáls (BÍN) ef leitarorðið finnst ekki sem fletta. Einnig stendur til
að fara yfir niðurstöður MerkOr með hjálp BÍN, bæði til þess að setja
orð merkingarvensla í kenniform og til þess að sigta út villur í grein-
ingunni (sjá kafla 4). Hér má einnig benda á að vitanlega eru ekki öll
orð, sem fram koma í greiningunni, flettur í ÍO (sjá einnig Kristínu
Bjamadóttur 1998:38-39).