Orð og tunga - 01.06.2007, Síða 22
12
Orð og tunga
Tengt lýsingarorð er lýsingarorð af sama stofni og flettan eða lýs-
ingarorð með sömu eða svipaða merkingu og slíkt orð. Skýringar, sem
innihalda tengt lýsingarorð, eru af forminu það að vera X eða eitthvað
X:
(14) a. bæklun það að vera bæklaður, lemstrun
TENGT_LO (bæklun, bæklaður)
b. dásemd ágæti, e-ð aðdáanlegt
TENGT_LO (dásemd, aðdáanlegt)
3.4 Ætt
Skýringar orða úr plöntu- eða dýraríkinu hafa sérstöðu að því leyti að
þær innihalda oft fræðilegar upplýsingar úr líffræði. Þetta eru upp-
lýsingar sem notandi gæti verið að leita eftir þó að merking flettunnar
sé honum ljós (Herbst og Klotz 2003:35). Sem dæmi má nefna að þó
notandi viti að grænlilja sé plöntutegund áður en hann flettir upp í
orðabók gæti vitneskjan um að hún sé af vetrarliljuætt nýst honum:
(15) grænlilja íslensk plöntutegund (Orthilia secunda) af
vetrarliljuætt, [...]
ÆTT (grænlilja, vetrarliljuætt)
YFIRHEITI (grænlilja, plöntutegund)
EIGINLEIKI (grænlilja, íslensk)
Þó segja megi að yfirheitið plöntutegund eigi einnig uppruna sinn í líf-
fræði var ákveðið að halda þeirri greiningu í stað þess að setja upp
fleiri sérhæfð sambönd fyrir þennan flokk flettna.
3.5 Tengt sagnorð
Nafnorð, sem leidd eru af sögnum (eða öfugt), eru oft skýrð með við-
komandi sögn í ÍO. Einnig nafnorð sem lýsa í raun verknaði án þess
að til sé sögn af sama stofni. Þessar skýringar eru af forminu það að X:
(16) a. íhugun það að íhuga
b. eftirför það að elta
í þessum tilvikum greinir MerkOr merkingarvenslin tengt sagnorð:
TENGT_SO (eftirför, elta), TENGT_SO (íhugun, íhuga). Skýringar af
þessu tagi innihalda oft orðasambönd:
(17) útungun það að unga út eggjum, klak