Orð og tunga - 01.06.2007, Page 23
Anna Björk Nikulásdóttir: Sjálfvirk greining merkingarvensla
13
MerkOr greinir einungis sambönd milli einstakra orða og greinir
því ekki tengt sagnorð úr skýringum eins og þeirri í (17) enda væri
TENGT_SO (útungun, unga) röng greining.
3.6 Heildheiti
/,Heildheiti /holonym er heiti heildar e-s þegar hlutheiti/meronym X
er heiti hluta þess. Y er heildheiti X ef X er hluti Y." (Vefbækur Eddu:
Ensk orðabók). Greining heildheita úr ÍO fer eftir mynstrinu hluti X /
hluti afX. Ef yfirheiti, sem finnst innan skýringartexta, er orðið hluti er
næsta nafnorð á eftir að öllum líkindum heildheiti flettunnar. í þessum
tilvikum er hætt við að greina yfirheiti en heildheiti skilað í staðinn:
(18) drag innsti hluti dals þar sem fjöllin eru lág og aflíð-
andi
HEILDHEITI (drag, dals)
Skýringar af þessu tagi eru ekki hátt hlutfall skýringartextanna en
þó greindust 382 heildheiti. í einstaka tilvikum var sama heildheitið
greint oftar en einu sinni og því hægt að fá lista yfir hlutheiti þess:
HLUTHEITI (dals, (drag, framdalur, dalbotn, dalsmynni, uppdalur)).
Heildheiti
er meðal þeirra merkingarvensla sem er nauðsynlegt að greina
með hjálp BÍN til þess að hægt sé að hafa þau í nefnifalli í niðurstöð-
unum.
3.7 Hlutheiti
//Hlutheiti er heiti sem nær yfir samsetningarlið orðs, efni eða kjarna
e-s, eða að eitthvað tilheyri ákv. hópi. X er hlutheiti Y ef X er hluti Y."
(Vefbækur Eddu: Ensk orðabók). Hlutheiti eiga venjulega við áþreifan-
lega hluti og hluta þeirra, sígilt dæmi er fitigur sem hlutheiti orðsins
hönd (Cruse 1986:160-161):
(19) Fingur er hluti handar
Hönd er með fingur
MerkOr greinir hlutheiti í skýringum sem hafa mynstur sem samsvara
reglulegu segðinni n_(,_n_)*c_n.* þar sem samtengingin (c) er og:
(20) þvagfæri nýru og þvaggangur
HLUTHEITI (þvagfæri, (nýru, þvaggangur))