Orð og tunga - 01.06.2007, Side 24
14
Orð og tunga
Hlutheitin í niðurstöðunum eru þó af mismunandi gerð og í mörg-
um tilfellum er ekki um að ræða eiginleg hlutheiti heldur tengd sam-
bönd (sjá Cruse 1986:172ff). Prófunarsetningin X er hluti Y gildir til að
mynda ekki fyrir öll samböndin. Það sem þau eiga sameiginlegt er að
upptalning þeirra gefur nokkuð góða mynd af merkingu flettunnar.
Eftirfarandi eru nokkur dæmi um hlutheiti og hvernig þau skiptast í
flokka eftir því hvaða prófunarsetning gildir:
(21) a. X er hluti Y: HLUTHEITI (Eyjaálfa, (Ástralía, Kyrra-
hafseyjar, Nýja-Sjáland))
b. X og Z mynda Y: HLUTHEITI (brúðhjón, (brúð-
gumi, brúður))
c. Það að vera X og Z felst í því að vera Y: HLUTHEITI
(trúbador, (skáld, tónlistarmaður))
Sérstakur flokkur hlutheita er sá sem lýsir meðlimum hóps. Fyrir þessi
vensl gildir að myndi hópur af X Y, þá er X hluti hóps Y. Þessi gerð
greindist einungis 87 sinnum í ÍO en mynstrið, sem gildir fyrir þessi
vensl, er hópur (af) X:
(22) a. holl hópur manna, hluti heildar
HLUTI_HÓPS (holl, manna)
b. grind [...] 5 hópur af hvölum
HLUTI_HÓPS (grind, hvölum)
c. gæslusveit hópur eftirlitsmanna við tiltekið verk-
efni, einkum friðargæslu
HLUTI_HÓPS (gæslusveit, eftirlitsmanna)
Síðan kemur til kasta BÍN til þess að setja orðin manna, hvölum, eftir-
litsmanna í nefnifall eintölu. Þá lítur (22a) svona út: HLUTI_HÓPS (holl,
maður).
3.8 Jafnheiti og vísanir
Jafnheiti og vísanir eru sérstaklega merkt innan gagnagrunns ÍO og
MerkOr framkvæmir enga frekari greiningu á þeim skýringum nema
skipta þurfi upptalningum upp í einstök orð.
Hugtakið jafnheiti er reyndar ekki viðeigandi í þessu samhengi.
Þetta hugtak er notað um „orð með samsvarandi merkingu" (Jón
Hilmar Jónsson 2005:26) í tvímála orðabókum. Hafa ber því í huga
að jafnheiti í niðurstöðum MerkOr eru merkt sem slík í gagnagrunni