Orð og tunga - 01.06.2007, Page 30
20
Orð og tunga
(32) a. horgemlingur einnig um horað fólk
b. umritun um að venjulegum orðum er skipt út fyrir
ný orð [...]
Þetta þýðir þó ekki endilega að engin merkingarvensl finnist fyrir
viðkomandi merkingarlið flettu. Til dæmis skila aðrir skýringarhlutar
viðkomandi merkingarliðs fyrir flettuna umritun (það að umrita og um-
orðun) merkingarvenslum TENGT_SO (umritun, umrita) og JAFNHEITI
(umritun, umorðun).
Notkun sviga í skýringatextum skapar oft vandamál í vélrænni
greiningu. Svigar eru oft notaðir til þess að draga fram atriði sem skýra
merkingu orðsins betur eða til þess að benda á atriði sem yfirleitt (en
ekki endilega alltaf) tilheyra merkingu orðsins. Herbst og Klotz benda
á að innihald sviga skýri betur viðkomandi „Prototyp" (2003:36). Eins
og er er það sem stendur í svigum ekki tekið með í greiningu MerkOr
og þær skýringar sem hefjast á sviga eru í heild sinni látnar eiga sig.
Þetta verður þó skoðað betur í áframhaldandi þróun tólsins.
í skýringum ÍO er að finna „margvíslegt misræmi" (Mörður Árna-
son 1998:4) sem skýrist, eins og áður sagði, af sögu bókarinnar og af
því hvernig hún hefur verið unnin. Notkrm sviga er eitt af því sem
þyrfti að vera skýrt skilgreint við endurskoðun skýringatexta ef auð-
velda á vélræna greiningu. í inngangi þriðju útgáfu íslenskrar orðabók-
ar eru skýringar um notkun tákna og greinimerkja. Þar segir: „Svigar
eru notaðir í dæmum um uppflettiorð þannig að það sem er innan
þeirra getur komið í stað þess sem stendur á undan (einnig notaðir á
hefðbundinn hátt í skýringartextum, þ.e. um upplýsingar sem eru til
nánari útskýringar á einhvern hátt)." (íslensk orðabók 2002: xiii). Dæmi
um sviganotkun, sem hefur áhrif á núverandi greiningu MerkOr, eru
lýsingarorð í sviga í upphafi skýringarhluta. í eftirfarandi dæmum eru
skýringarhlutar með lýsingarorðinu lítill skoðaðir. Það liggur í eðli lýs-
ingarorða að þau eru til nánari skýringar og því fellur það hlutverk
svigans niður. Annað hlutverk svigans, að innihald hans geti komið í
stað orða utan svigans, virðist ekki vera algengt.