Orð og tunga - 01.06.2007, Page 32
22
Orð og tunga
6 Lokaorð
I þessari grein var lýst tilraun til sjálfvirkrar greiningar merkingar-
vensla í íslenskri orðabók. Greiningartólið MerkOr, sem þróað var í þess-
um tilgangi, greindi merkingarvensl milli nafnorðaflettna og orða úr
skýringartextum þeirra. Alls voru greind merkingarvensl í 74.633
merkingarliðum sem jafngildir 96,45% heildargagnanna. Nákvæmni
í prófunarsetti var 82,13% ef einungis eru taldir merkingarliðir sem
hlutu fullnægjandi greiningu en 94,77% ef allir merkingarliðir eru með-
taldir sem voru greindir villulaust. Þessar tölur benda til þess að með
áframhaldandi þróun aðferðarinnar væri hægt að ná mjög góðum ár-
angri.
Tenging á milli flettna og orða, sem standa í merkingarvenslum við
þær, býður upp á margvíslega möguleika við uppsetningu orðabóka
á tölvutæku formi. Einnig verður notagildi orðabókarinnar margþætt-
ara og má nefna sem dæmi að með hjálp niðurstaðna MerkOr er hægt
að fá lista yfir allar löggildar iðngreinar sem er lýst í ÍO.
Stefnan í áframhaldandi þróun MerkOr er þríþætt: a. að kanna for-
setningarliði í skýringartextum með það í huga að greina fleiri merk-
ingarvensl, b. að kanna möguleikana á greiningu merkingarvensla fyr-
ir sagnorðaflettur og lýsingarorðaflettur og c. að kanna hvort ekki sé
hægt með lítilli fyrirhöfn að greina aðrar orðabækur og uppflettirit
með aðstoð MerkOr.
Heimildir
Agirre, Eneko o. fl. 2000. Extraction ofsemantic relations from a Basque monolingual dict-
ionary using Constraint Grammar.
http://arxiv.org/abs/cs.CL/0010025. sótt: 21.01.2005
Alshawi, Hiyan. 1987. Processing Dictionary Definitions with Phrasal Pattem Hier-
archies. Computational Linguistics Vol. 13, Nr. 3-4:195-202.
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Á vefsíðu Orðabókar Háskólans:
http: / / www.lexis.hi.is/beygingarlysing/
BÍN = Beygingarlýsing íslensks nútímamáls.
Cruse, Alan. 1986. Lexical Semantics. Cambridge: Cambridge University Press.
Geyken, Alexander og Rainer Ludwig. 2003. Halbautomatische Extraktion einer Hyper-
onymiehierarchie aus dem Wörterbuch der deutschen Gegenwartssprache.
www.dwds.de/help/pages/ExtrHyp.pdf. sótt: 28.05.2005
Herbst, Thomas og Michael Klotz. 2003. Lexikografie. Paderborn: Ferdinand Schön-
ingh.
ÍO = íslensk orðabók.