Orð og tunga - 01.06.2007, Side 42
32
Orð og tunga
Stórar málheildir gefa líka góða hugmynd um það hvað er algengt og
hvað er sjaldgæft í máli og málnotkun og geta þannig stutt ákvarð-
anir um áherslur í kennslu og kennsluefnisgerð. Þá eru málheildir og
textasöfn mikilvæg uppspretta notkunardæma um orðanotkun, setn-
ingagerðir o.fl. (sjá t.d. Landau 2001:296-323). í þriðja lagi geta mál-
heildir verið dýrmætur efniviður til hvers kyns málrannsókna, t.d. í
málvísindum, orðabókafræði og tungutækni. Meðal þess sem lesa má
úr málheildum eru ýmiss konar tíðniupplýsingar, t.d. um hlutfalls-
lega tíðni orða og orðmynda, orðflokka, beygingarmynda og beyging-
arflokka, orðasambanda og setningagerða; einnig vitneskju um orða-
forða tiltekinna texta og textategunda svo og vitnisburð um form,
notkun og merkingu orða, orðasambanda og orðastæðna, og um setn-
ingagerðir af ýmsu tagi (sbr. Sigrún Helgadóttir 2004).
Niðurstöður tíðnirannsókna á íslensku hafa m.a. birst í íslenskri
orðtíðnibók (1991). Eins og áður hefur verið lýst ræðst almennt gildi
niðurstaðna m.a. af því hvernig samsetningu málheildar er háttað en
einnig af stærð hennar. Stærð safnsins og fjölbreytileiki textanna getur
skipt verulegu máli í sambandi við orðaforða og tíðni orða. Þetta sést
vel á tíðnitölum einstakra orða, t.d. eru vúdú-iðkun og votviðri jafn-
algeng og útbreidd orð samkvæmt íslenskri orðtíðnibók (1991:527) sem
er eins og fyrr segir byggð á tiltölulega litlu textasafni. Þetta er vel
þekkt vandamál. Ýmis önnur svið málsins hafi ekki verið rannsökuð
jafn mikið á grundvelli textasafna og málheilda en gera má ráð fyrir að
um þau gegni svipuðu máli, sérstaklega þar sem hinar stærri einingar
málsins eiga í hlut, s.s. orðasambönd og setningagerðir, en síður varð-
andi beygingarfræðileg atriði eins og t.d. hlutfallslega tíðni einstakra
falla.
3 Talmál og talmálsheimildir
3.1 Talmál og ritmál
Málnotendur skynja margvíslegan mun á talmáli og ritmáli og oft má
heyra fullyrðingar um að eitthvað „komi bara fyrir í daglegu tali" eða
„sjáist aðallega í rituðu máli". Þótt slíkar staðhæfingar byggi fyrst og
fremst á tilfinningu fólks er ljóst að það er raunverulegur munur á
dæmigerðu töluðu máli og rituðum texta sem sést vel ef borin er sam-
an skráning á raunverulegu samtali (sjá t.d. dæmi undir (3) í kafla 3.3