Orð og tunga - 01.06.2007, Page 44
34
Orð og tunga
fái aukið vægi í móðurmálskennslu og í hjálpargögnum eins og orða-
bókum og öðrum handbókum um mál og málnotkun. Fjöldi þeirra
sem læra íslensku sem annað mál fremur en erlent tungumál kallar
líka á breyttar áherslur í kennslu. Þarna er um að ræða fólk sem hefur
sest að á íslandi og lærir íslensku til að geta tekið eðlilegan þátt í sam-
félaginu. Fyrir slíka nemendur er mikilvægast að ná tökum á daglegu
máli, töluðu jafnt sem rituðu. Rannsóknir á töluðu máli og einkennum
þess eru því ekki bara fræðilega áhugaverðar heldur hafa niðurstöður
slíkra rannsókna líka hagnýtt gildi því þær eru forsenda þess að hægt
sé að draga fram sérkenni talmálsins á skipulegan hátt.
3.2 Heimildir um talmál
Upphaflegar áætlanir gerðu ekki ráð fyrir talmálstextum í MÍM. Slík-
ur efniviður liggur síður á lausu en ritmálstextar og fjárhags- og tíma-
rammi verkefnisins ieyfði ekki þá vinnu sem öflun og úrvinnsla slíkra
texta krefst. Þó var ljóst að þeir myndu auka mjög gildi verksins þar
sem talmálsefni er forsenda fyrir því að málheildin gefi raunsanna
mynd af íslensku samtímamáli. Það rættist þó úr þegar samvinna
tókst á milli MÍM og tilbrigðaverkefnisins um samnýtingu á textum
og verkaskiptingu við öflun þeirra og úrvinnslu. Nú er fyrirsjáanlegt
að í íslensku málheildinni verði talmálshlutinn 2-3% af safninu. Þetta
er mun lægra hlutfall en í BNC en þótt hlutfallið sé lágt er talmálsefn-
ið samt rúmlega 500 þúsund lesmálsorð, þ.e.a.s. heldur meira en allt
safnið sem orðtíðnibókin byggir á.
Almennt séð verður að gera sömu kröfur um fjölbreytileika texta
úr talmáli og ritmáli en viðmiðin eru að nokkru leyti önnur. Helstu
tegundir talmálstexta eru samtöl, viðtöl og eintöl, t.d. ræður og fyr-
irlestrar, og málsnið talmálstexta er mismunandi eftir aðstæðum og
málumhverfi. Ólíkt ritmálstextum sem flestir eru verk eins höfund-
ar eru þátttakendur í samtölum og viðtölum fleiri. Fjöldi þeirra og
innbyrðis tengsl hafa áhrif á málsniðið, t.d. það hvort viðmælendur
þekkjast vel eða eru ókunnugir; einnig getur aldur þeirra, kyn, upp-
runi o.fl. skipt máli. Taka þarf tillit til alls þessa við val texta þannig að
málheildin endurspegli fjölbreytileika talmálsins.
Talmálshluti BNC skiptist t.d. í tvennt. Helmingur efnisins eru per-
sónuleg samtöl frá rúmlega hundrað manns: körlum og konum á ýms-
um aldri, úr ólíkum þjóðfélagshópum og frá ýmsum landshlutum.