Orð og tunga - 01.06.2007, Page 45
Ásta Svavarsdóttir: Talmál og málheildir — talmál og orðabækur 35
Hinn helmingurinn eru viðtöl og eintöl sem tengjast ákveðnum svið-
um þjóðlífsins: menntun og fræðslu, viðskiptum, opinberu lífi (þing-
ræður, predikanir o.fl.) og frítíma (t.d. íþróttalýsingar) (sjá Burnard
2000). Upplýsingar um eðli, uppruna og önnur einkenni talmálstext-
anna eru skráðar til þess að hægt sé að sjá úr hvers konar textum til-
tekin dæmi eru runnin. Þær upplýsingar gagnast líka við flokkun text-
anna eftir tilteknum einkennum og til þess að takmarka leit við texta
af ákveðnu tagi.
Stærstum hluta talmálsefnisins sem verður hluti af MÍM er ekki
safnað á vegum málheildar- og tilbrigðaverkefnanna sjálfra heldur er
um að ræða endurnýtingu á efni sem var safnað í öðrum tilgangi. ís-
lensku textarnir eru tæplega eins fjölbreytilegir og talmálsefnið í BNC
og ekki eins skipulega valdir m.t.t. efnis og notkunarsviðs. Meðal
þeirra eru þó samtöl, viðtöl og eintöl karla og kvenna á ýmsum aldri
og úr ýmsum áttum. Efnið sem um er að ræða er talið í (2)1-4.
(2) 1. Persónuleg samtöl sem hljóðrituð voru fyrir Ístal-
verkefnið7árið 2000 (u.þ.b. 20 klst.)
2. Viðtöl við hópa fólks sem hljóðrituð voru sumar-
ið 2002 fyrir rannsókn á aðkomuorðum í norrænum
málum (MIN)8(u.þ.b. 10 klst.)
3. Umræður á Alþingi9frá árunum 2004 og 2005 (u.þ.b.
20 klst.)
4. Samtöl ungs fólks um ákveðið efni, ýmist við
jafnaldra sína eða eldra fólk, hljóðrituð sumarið
200610(u.þ.b. 4 klst.)
7Markmið Ístal var að safna efni í íslenskan talmálsbanka til notkunar við máls-
rannsóknir og tungutækniverkefni af ýmsu tagi. Að verkefninu stóð hópur málfræð-
inga við Háskóla Islands, Kennaraháskóla íslands og Orðabók Háskólans og verk-
efnisstjóri var Þórunn Blöndal. Verkefnið var unnið fyrir styrk úr tæknisjóði Ranrtís
(markáætlun um upplýsingatækni og umhverfismál). Nánari upplýsingar um verk-
efnið eru á heimasíðu þess: http://www.hi.is/-eirikur/istal/ (sjá líka Þórunn Blön-
dal 2005:108-110).
8MIN var norrænt samstarfsverkefni undir stjóm Helge Sandoy. Viðtölin, sem
Hanna Óladóttir og Halldóra Björt Ewen stjórnuðu, em úr þeim hluta rannsóknar-
innar sem beindist að viðhorfum málnotenda til erlendra aðkomuorða í íslensku.
Upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðunni http://modeme-importord.info/.
9Umræðumar voru hljóðritaðar á vegum þingsins sem veitti verkefninu aðgang
að þeim til nota við rannsóknar- og þróunarverkefni.
10Sigrún Ammendrup hljóðritaði þessi samtöl og vann úr þeim á vegum tilbrigða-