Orð og tunga - 01.06.2007, Side 54
44
Orð og tunga
ÍO-1983
sko uh (einsk. bh af skoða) 1 sjáðu, lítið á, s.
til þarna sérðu skoða 4. 2 notað sem ao (sbr.
dönsku sgu), sannarlega, svo sem: hann er sko
ekkert flón.
ÍO-2002
' sko uh • (ábending um að veita athygli) sjáðu,
lítið á > sko tunglið! • lýsir viðurkenningu > sko
strdkmn sjáðu strákinn, lítið á strákinn; sei, sei,
þetta gat hann! • notað sem hikorð > ég, sko,fór
og talaði við hann, sko, en... / sko til 1 þarna sérðu
2 líttu á, þarna geturðu séð 3 nú, þetta var þá
hægt! sbr. skoöa (4)
2sko ao • svo sem, reyndar, svo sannarlega, al-
deilis > hann er sko ekkert flón / nei, það gengur
sko ekki vel / það mundi ég sko ekki gera!
Þarna sést að lýsing orðsins verður smám saman nákvæmari og ítar-
legri. í fyrstu útgáfunni er greinin varla nema vísun til so. skoða. Þar er
orðmyndin sko felld undir boðhátt sagnarinnar (jafnvel þótt uppfletti-
orðið sko sé merkt sem UH) og notkun hennar er lýst með dæmum og
skýringu á þeim. Millivísunin til so. skoða er enn til staðar í annarri út-
gáfu en þar er lýsingin undir uppflettiorðinu sko öll fyllri: henni hefur
verið skipt í tvennt, merkingarskýringum og notkunardæmum hef-
ur verið bætt við og þar að auki er vísað til danska orðsins sgu sem
hliðstæðu þótt orðsifjaupplýsingar séu annars mjög fátíðar í íslenskri
orðabók. Og í nýjustu útgáfunni eru tvær flettur með uppflettimynd-
inni sko, upphrópun og atviksorð. Lýsingin er orðin enn ítarlegri og
sundurgreining meiri, sérstaklega í fyrri flettunni, og skírskotun til
málaðstæðna er orðin áberandi þáttur í orðlýsingunni líkt og í lýsingu
orðsins ókei. Auk þess hefur notkunardæmum verið fjölgað. Þarna eru
m.ö.o. stigin skref til raunsannari lýsingar á hlutverki og notkun orðs-
ins í töluðu máli og með hliðsjón af talmálsgögnum sem sýna dæmi
um raunverulega notkun orðsins mætti sannreyna og bæta lýsinguna.
Mynd 1 sýnir hluta dæmanna í Ístal en lesendum er látið eftir að bera
þau saman við orðabókarlýsinguna. Einnig skal bent á athugun og
greiningu Helgu Hilmisdóttur og Camillu Wide (1999) á notkun sko í
tali ungs fólks.