Orð og tunga - 01.06.2007, Side 57

Orð og tunga - 01.06.2007, Side 57
Ásta Svavarsdóttir: Talmál og málheildir — talmál og orðabækur 47 verkefnum. Einkum var rætt um samsetningu slíkra málsafna með til- liti til þess að þau gefi nægilega góða mynd af málnotkun innan þess ramma sem þeim er settur. Áhersla var ekki síst lögð á hlut talmáls í slíkum söfnum. Jafnframt var gerð grein fyrir ýmsum atriðum sem valda því að það er flóknara og tímafrekara að afla nothæfs efnis úr tal- máli en að safna ritmálstextum. Þá var ávinningurinn af því að nota talmálsefni og gefa því rúm í málsöfnum skoðaður með hliðsjón af orðabókarlýsingum á orðum sem eru fyrst og fremst notuð í talmáli. Sú krafa er gerð til rafrænna málsafna sem ætlað er víðtækt hlut- verk í rannsóknum og ýmsum hagnýtum verkum að þau endurspegli raunverulega málnotkun, t.d. á tilteknum tíma eða á ákveðnu notk- unarsviði. Einnig er ljóst að stærð slíkra safna getur skipt verulegu máli og rannsóknir á ýmsum stærri einingum málsins, t.d. orðaforða og setningagerð, krefjast mjög stórra málsafna og það gildir ekki síð- ur um ýmis fyrirbæri sem eru tiltölulega sjaldgæf í málinu. Það er því augljóslega hagkvæmt að setja saman eitt öflugt málsafn fyrir íslensku sem er öllum opið og nýtanlegt til margvíslegra verkefna líkt og nú er verið að gera með Markaðri íslenskri málheild (MÍM). Þá er hægt að byggja upp þekkingu, reynslu og aðstöðu á einum stað og þróa þar að- ferðir við greiningu og nýtingu safnsins (sjá nánar um greiningar- og leitaraðferðir í greinum Sigrúnar Helgadóttur (2007) og Eiríks Rögn- valdssonar (2007) í þessu hefti). Annað mikilvægt atriði varðar viðhald og eflingu slíkra safna. Mál- heild sem er ætlað að endurspegla samtímamálið úreldist fljótt. í MÍM verða t.d. textar frá árunum 2000-2006, og til þess að málheildin haldi gildi sínu sem heimild um íslenskt samtímamál er nauðsynlegt að bæta við textum þegar fram líða stundir. Því væri æskilegt að skipu- leggja slíkt safn til framtíðar sem gagnabanka þar sem bæði mætti leggja inn og taka út. Þótt miðlæg málheild sé til og öllum opin getur hún aldrei svarað öllum þörfum sem fram kunna að koma og ým- is sérhæfð verkefni munu eftir sem áður kalla á sjálfstæða efnisöfl- un. Ef þannig væri búið um hnútana að hægt væri að taka við slíku efni og bæta því við þann efnivið sem fyrir er væri það ein leið til að halda safninu við. Gera má ráð fyrir að margir textar sem þannig bær- ust væru einmitt textar sem talsvert hefur verið haft fyrir að safna og vinna úr. Þar má nefna ýmiss konar talmálsefni, óútgefið efni af ýmsu tagi og eldri texta sem ekki voru áður til í rafrænu formi. Slíkt efni er að sjálfsögðu mjög eftirsóknarverð viðbót við safnið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.