Orð og tunga - 01.06.2007, Page 66
56
Orð og tunga
sjálfum okkur þegjandi og hljóðalaust, í samræmi við málkennd okk-
ar. En hvenær getum við leyft okkur það? Hvað með þá sem fást við
eldri málstig og geta ekki beitt eigin málkennd á textana? Verðum við
að líta á allar setningar sem finnast í textum sem jafnréttháar? Yfirleitt
gera menn það ekki í raun; „one must be ready to characterize certa-
in unattested sentences as well-formed and some attested sentences
as ill-formed", segir Lightfoot (1979:6.) En þarna eru menn vissulega
á hálum ís, og oft getur verið freisting að láta fræðikermingar taka af
sér ráðin; hafna setningum sem koma fyrir ef þær falla ekki að þeirri
kenningu sem maður vinnur með, en gera ráð fyrir öðrum sem ekki
finnast dæmi um, vegna þess að kenningin segir að þær ættu að geta
komið fyrir.
2.3 Ályktanir af þögn textanna
Gott dæmi um það hvernig mismunandi fræðileg afstaða kemur fram
í mismunandi túlkun á þögn textanna má taka úr lífseigri deilu um
það hvort aukafallsfrumlög hafi verið til í fornu máli. Flestir málfræð-
ingar fallast núorðið á að nútímaíslenska hafi aukafallsfrumlög, en
margir halda því fram að tilkoma þeirra sé séríslensk þróun og sam-
svarandi liðir hafi ekki haft stöðu frumlags í fornu máli. Það hefur m.a.
verið rökstutt með því að í fornmáli komi viðkomandi aukafallsliðir
ekki fyrir í öllum sömu setningagerðum og í nútímamáli, t.d. ekki í
setningum af þessu tagi:
(3) a. Ég vonast til að vanta ekki efni í ritgerðina. (Hösk-
uldur Þráinsson 1979)
b. Harm vonast til að leiðast ekki. (Halldór Ármann Sig-
urðsson 1989)
Það skiptir að margra mati verulegu máli hvort einhver fornmáls-
dæmi finnist um slíkar setningar; Falk (1995:203) nefnir t.d. þessa setn-
ingagerð sem fullnaðarsönnun fyrir því að nútímaíslenska hafi auka-
fallsfrumlög. Morck (1992) segist hafa leitað sérstaklega að dæmum á
við (3) í fornum textum, en án árangurs, „sá jeg meiner at vi fár holde
fast ved at lik-NP-stryking bare virker pá nominativledd, inntil noe
anna kan dokumenteres" (Morck (1992:71). Ég hef hins vegar bent á
(Eiríkur Rögnvaldsson 1996) að setningar á við (3) eru mjög sjaldgæf-
ar í nútímamáli, að því er virðist - finnast ekki einu sinni þótt leitað