Orð og tunga - 01.06.2007, Page 67
Eiríkur Rögnvaldsson: Textasöfn og setningagerð: greining og leit 57
sé með Google í öllu því textamagni sem er að finna á netinu, og er
auðvitað margfalt það sem til er á forníslensku.
Hver er þá niðurstaðan? Ég fæ ekki betur séð en hér geti hver trú-
að því sem hann vill. Það væri vissulega betra fyrir mig ef dæmi á við
(3) fyndust í fomu máli, en ég get samt haldið því fram - með vísun til
þess sem haft er eftir Chomsky hér að framan - að við því sé alls ekki
að búast að þau finnist, og fjarvera þeirra segi ekkert um það hvort
þau hafi verið tæk að fornu. Þeir sem vilja hafna tilvist aukafallsfrum-
laga í fornu máli geta líka sagt: Fyrst engin dæmi af þessu tagi finnast
þá höfum við enga sönnun fyrir því að þessi setningagerð hafi verið
tæk í fornu máli, og meðan við höfum enga slíka sönnun getum við
ekki leyft okkur að gera ráð fyrir aukafallsfrumlögum.
2.4 Breytt viðhorf til textadæma
Viðhorf margra málfræðinga til texta og textasafna hefur breyst á
seinni árum. Nú þykir miklu eðlilegra en fyrir fáum árum að rök-
styðja setningafræðilegar greiningar með dæmum úr töluðu eða rit-
uðu máli. Hrint hefur verið af stað viðamiklum rannsóknarverkefnum
til að kanna setningafræðilegan mállýskumun og safna setningafræði-
legum dæmum, s.s. norræna verkefninu Scandinavian Dialect Syntax
(http://uit.no/scandiasyn) og „dótturverkefnum" þess, m.a. íslenska
verkefninu Tilbrigði í setningagerð sem Höskuldur Þráinsson stýrir (sjá
Ástu Svavarsdóttur 2006). Þetta hefði tæpast getað gerst fyrir 20 árum
eða svo.
Að hluta til má skýra þessa þróun með því að máldæmi, einkum
ritmálsdæmi, eru orðin mun auðfengnari en áður. Með tilkomu sí-
stækkandi rafrænna textasafna er nú orðið auðvelt að safna fjölbreytt-
um textadæmum af ýmsu tagi. Vefurinn hefur svo gert mönnum kleift
að komast í margs konar texta sem áður voru óaðgengilegir og einnig
hafa þar orðið til nýjar textategundir sem margar hverjar standa nær
talmálinu en hefðbundnu ritmáli. Leitarvélar á vefnum, eins og Google
og Embla, hafa svo auðveldað mönnum dæmasöfnun úr þessum text-
um.
En þessi þróun býður líka hættunni heim og það verður að fara
varlega við notkun og túlkun þeirra dæma sem aflað er með leit á
netinu. Þótt þar finnist setningagerð sem menn þekktu ekki áður þarf
það ekki að tákna að hún sé ný í málinu - eins gæti verið að hún hafi