Orð og tunga - 01.06.2007, Side 69

Orð og tunga - 01.06.2007, Side 69
Eiríkur Rögnvaldsson: Textasöfn og setningagerð: greining og leit 59 aður okkar greini hana rangt eða alls ekki, hefur það þá ákaflega lítil áhrif á heildarframmistöðu búnaðarins. 3 Leit að setningagerðum í textasöfnum Það er til lítils að koma upp safni af textum úr töluðu og rituðu máli ef ekki eru til aðferðir til að vinna úr þessum söfnum. Það þarf að vera hægt að leita í þeim að dæmum um tilteknar setningagerðir. Við þá leit má beita tveimur ólíkum aðferðum. Önnur er sú að lesa textana frá upphafi til enda og skrá dæmi úr þeim. Ókostur aðferðarinnar er vitanlega sá að hún er mjög seinleg, auk þess sem alltaf er hætta á að dæmi fari fram hjá lesandanum. Til skamms tíma var þetta þó eina aðferðin sem völ var á, en það hefur breyst á síðustu 20-25 árum með tilkomu rafrænna texta. Það væri því mikill kostur ef hægt væri að leita að dæmum á skipulegan hátt í tölvu. Bæði væri slík leit mjög fljótleg, og eins ætti hún að geta verið tæmandi - sé leitað á réttan hátt. Forsendur fyrir slíkri leit eru einkum tvær; að til séu tölvutækir textar, og að þeir séu málfræðilega greindir á þann hátt að hægt sé að leita að setningafræðilegum fyrirbærum. í þessum kafla er fjallað um mismunandi aðferðir við setninga- fræðilega dæmaleit í textum; frá einfaldri textaleit yfir í leit í beyg- ingarlega mörkuðum textum, og að lokum um leit í setningafræðilega mörkuðum textum. Sagt er frá nokkrum tilraunum sem ég hef gert til að nýta beygingarlega mörkun í setningafræðilegum tilgangi og hafa gefið góða raun. 3.1 Textaleit Einfaldasta form leitar er það sem öll ritvinnsluforrit bjóða upp á; að slá inn streng (eitt orð eða fleiri) og leita að honum, nákvæmlega eins og hann er ritaður. Smávægileg tilbrigði eru möguleg (t.d. að til- greina hvort hástafir og lágstafir skipta máli), og stundum er hægt að nota algildisstafi (e. wildcard characters) til að leita að hvaða staf sem er. í Word finnur bA?r til dæmis bar, ber, byr, bor, bær, býr o.s.frv. í UNIX-stýrikerfinu er hægt að nota reglulegar segðir (e. regular ex- pressions) við leitina og tilgreina þannig flókin leitarmynstur. Þannig finnur [iy]n[gk][Ajiíeæ] strengina ing, yng, ink og ynk, en þó því aðeins að enginn stafanna j, i, í, e, æ komi næst á eftir. Ýmis sérhæfð texta-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.