Orð og tunga - 01.06.2007, Page 70

Orð og tunga - 01.06.2007, Page 70
60 Orð og tunga vinnsluforrit bjóða upp á sérhæfðari möguleika. í WordCruncher er t.d. hægt að leita að orðum sem koma fyrir nálægt hvort öðru, með til- greindum hámarksstafafjölda á milli. Þar er líka hægt að hlaða orðum inn í bálka og leita að dæmum þar sem eitthvert orð úr öðrum bálkin- um kemur fyrir í grennd við eitthvert orð úr hinum. Svona mætti lengi halda áfram að telja upp þá möguleika sem finnast í ýmsum forritum og auðvelda manni leitina. Leit af þessu tagi er þó alltaf þeim takmörkunum háð að hún er bundin við orð. Það veldur því að erfitt er að nýta hana við leit að til- teknum setningagerðum - það er því aðeins hægt að unnt sé að tengja setningagerðir við ákveðin orð. Þannig er t.d. hægt að nýta slíka leit að vissu marki til að skoða afturbeygingu, með því að leita að myndum afturbeygða fornafnsins sig/sér/sín, og afturbeygða eignarfornafnsins sinn/sín/sitt. En jafnvel hér er þessi aðferð ófullnægjandi. í fyrsta lagi vegna þess að sumar myndir afturbeygða fomafnsins og afturbeygða eignarfornafnsins falla saman við beygingarmyndir annarra orða (sér getur verið 3. pers. et. fh. nt. af sjá, og sinn getur verið hvorugkyns- nafnorðið sinn). Því þarf að fara gegnum öll dæmin sem finnast við slíka leit og vinsa úr þeim. Það er seinlegt en ekki frágangssök. En til að fá góða mynd af notkun afturbeygingar þarf líka að skoða setningar þar sem afturbeygð fornöfn eru ekki notuð, heldur persónufornöfn. Þá vandast málið; því að persónufornöfn eru vitanlega notuð við miklu fjölbreyttari aðstæður. Þau eru svo algeng að það borgar sig ekki að leita að þeim; það væri svo mikið verk að vinsa úr leitarniðurstöðun- um að það er alveg eins gott að lesa bara textann í heild. Ég hef mikla reynslu af því að nota textaleit, einkum með hjálp WordCruncher, í setningafræðilegum rannsóknum á forníslenskum textum. Þeir textar sem ég vann með voru að mestu leyti ógreindir, þótt vissulega megi hafa nokkurt gagn af greiningunni í Orðstöðidykli íslendinga sagna (Bergljót S. Kristjánsdóttir o.fl. 1996). Textaleitin hef- ur vissulega skilað ágætum árangri í mörgum tilvikum. Þannig hef ég t.d. leitað að dæmum um aukafallsfrumlög (Eiríkur Rögnvaldsson 1996) og boðháttarsagnir (Eiríkur Rögnvaldsson 2000). í fyrra tilvikinu lá fyrir hverjar væru helstu sagnir sem kæmu til greina að tækju auka- fallsfrumlög, og því var leitað að þeim; í því síðara var leitað að dæm- um um boðháttarmyndir algengra sagna. í báðum tilvikum dugði að finna (sem flest) dæmi; ekki var ætlunin að setja fram neina tölfræði á grundvelli þeirra, og því var aðferðin fullnægjandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.