Orð og tunga - 01.06.2007, Page 102
92
Orð og tunga
Tíðni % Safntíðni %
3 réttir 484.294 82,04 82,04
2 réttir 51.322 8,69 90,74
1 réttur 27.941 4,73 95,47
Enginn réttur 26.740 4,53 100,00
Tafla 7. Hversu margir markarar eru sammála um rétt mark?
í töflu 8 er sýndur paraður samanburður á mörkurum. Þar sést að
TnT og fnTBL eru oftar sammála um rétt mark (og rangt mark) en
önnur pör. Það gæti bent til þess að niðurstöður TnT og fnTBL séu með
einhverjum hætti líkar þó að TnT gefi umtalsvert betri niðurstöðu. Það
gæti því verið að unnt sé að bæta niðurstöðu TnT með niðurstöðu
MXPOST.
Par Sama mark rétt % Sama mark rangt % Samtals %
TnT og MXPOST 85,11 3,03 88,14
TnT og fnTBL 85,56 3,64 89,20
MXPOST og fnTBL 84,15 3,14 87,29
Tafla 8. Samanburður á markarapörum
8 Frammistaða markara bætt
Ýmsum aðferðum má beita til þess að bæta niðurstöður mörkunar.
Stundum er reynt að bæta frammistöðu einstakra markara og einnig
má sameina niðurstöðu tveggja eða fleiri markara. í þeirri könnun sem
hér er greint frá var gerð tilraun til þess að nota orðasafn til þess að
bæta frammistöðu einstakra markara. Einnig var beitt tveimur aðferð-
um við að sameina niðurstöður markara.
8.1 Áhrif aukaorðasafns á mörkun
Við tilraunina voru notuð forritin TnT og fnTBL þar sem þau gefa kost
á að nota viðbótarorðasafn.
Búið var til orðasafn sem hefur um helming þeirra orða sem eru
óþekkt í hverju prófunarsafni miðað við samsvarandi þjálfunarsafn
og það notað sem viðbótarorðasafn við mörkun með TnT og fnTBL.