Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 137
Veturliöi G. Óskarsson: Um þýska forskeytið an-
127
lengur yfir því að gömul orð af miðlágþýskum rótum héldu áfram að
berast inn um dönsku í íslensku allt fram á 20. öld.
í því sem hér fer á eftir verður grennslast fyrir um það hvort, og
þá í hversu ríkum mæli og á hvaða tímabili, orð með forskeytinu an-
bárust inn í íslensku, og hugað að afdrifum þeirra.
2 Forskeytið an- og orð með því í íslensku
Forskeytið an- í vesturgermönskum málum er að uppruna sagnafor-
skeyti með margvíslegt hlutverk og hefur sömu orðsifjar og forsetn-
ingin á í íslensku. Danska, norska og sænska tóku upp fjölmörg orð
með þessu forskeyti í aldanna rás. Það telst ekki vera meðal þeirra sem
urðu sérlega virk og má í flestum tilfellum telja orð með því vera eigin-
leg tökuorð fremur en að þau séu mynduð í norrænum málum. Orðin
bárust hægt og sígandi inn í dönsku allt frá lokum 14. aldar en fjölg-
ar mjög eftir 1500 (Skautrup 1947:83,234; 1953:352); í orðabók Kalkars
yfir eldri dönsku (1300-1700) eru yfir 100 slík orð, flest úr ritum frá
16.-18. öld. í orðabók Söderwalls yfir sænsku fram til um 1525 eru ein
15 an-orð og eru nokkur dæmi þar frá því fyrir 1500. I skjali frá síð-
asta fjórðungi 15. aldar kemur fyrir orðið anskötning 'umsjón, ábyrgð',
myndað af an- og sænska orðinu sköta (Moberg 1989:214-215).
í íslenskum ritum fyrir 1500 virðast ekki koma fyrir orð með þessu
forskeyti (ONP; Veturliði Óskarsson 2003) né í prentuðum ritum 16.
aldar (Jón Helgason 1929, sbr. http://www.lexis.hi.is/ordlyklar/ntodds/
nto.htm; Westergárd-Nielsen 1946). Við upphaf 17. aldar taka orð af
þessum toga að berast inn í íslensku og í söfnum Orðabókar Háskól-
ans (OH) er að finna tæplega 60 slík orð eða orðmyndir. Nokkur orð-
in eru samsetningar og mismunandi orðstofnar eru alls tæplega 40.
Sagnir eru um 20, nafnorð 33 og lýsingarorð eru fjögur. Skráð dæmi í
Ritmálssafni OH (RM, í gagnagrunninum http://lexis.hi.is) eru alls um
250 og fáein að auki er að finna í nokkrum sérsöfnum OH. í Talmáls-
safni OH eru dæmi um sex orð frá árunum 1958-1979, öll hin sömu
og í RM:5
5Eitt orð er að auki í Talmálssafni en það er sögnin anventera sem kemur fyrir
í stöku merktri Eyjólfi Stefánssyni frá Dröngum: „Repentera klerkur kann / kænn
með vizkuhóti, / enn ég sjálfur aftur vann / anventera á móti", og á einum öðr-
um seðli, með athugasemdinni „bera á móti, mótmæla e-u (sjaldg.)". Óvíst er um
uppruna þessa orðs en hugsanlegur er skyldleiki við lat. vetð 'banna' (nh. vetere) og