Orð og tunga - 01.06.2007, Qupperneq 138
128
Orð og tunga
(1) cinleiðing 'íhugun, athugun' („taka til anleiðingar") 3,
anmæla 'ákæra' 1, anstalt hk. 1, anstaltir kv.ft. 'læti'
(um krakka) 6, 'erfiðleikar' 1, antaka 'taka við, taka
gilt' 1, antigna 'hrósa' 2, 'bölva, lasta' 3
Leit í nokkrum ritum hefur aðeins leitt í ljós eitt orð sem ekki er í söfn-
um OH, dönsku orðmyndina anseelse, en fáein eldri dæmi hafa fundist
svo og ein orðmynd sem ekki er hjá OH, anmerkning (um 1750) - RM
hefur anmerking.
Einungis tvö orð af þessum toga er að finna í íslenskum nútíma-
málsorðabókum: anstaltir kv.ft. í Blöndalsorðabók (merkt með spurn-
ingarmerki sem vont mál) og antigna so. í sömu bók; hið síðara einnig
í íslenskri orðabók (1., 2. og 3. útg.) og íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blön-
dals Magnússonar (1989). Þess má geta til fróðleiks að í nýlegum fær-
eyskum orðabókum eru aðeins talin þrjú an-orð: annám 'tak', annáma
'taka' (Föroysk orðabók 1998, hið síðara merkt sjaldgæft) og anfall 'kast'
(Donsk-foroysk orðabók 1995, skýring á da. anfald), en í færeysku talmáli
eru nokkur í viðbót, a.m.k. þessi: anbefala, anfektilsi, anfora, anganga,
angrípa, anle(i)dnmgur, anmelda, anspora, ansokja (Simonsen 2002:80,87).
Til eru í íslensku orð sem hefjast á á- og má rekja til baka til þýsks
an-, t.d. áklaga so. (1540, RM) og áklögun kv. (1495, ONP) sem eiga
vafalítið rætur að rekja til mlþ. anklagen, anklage, gegnum dönsku eða
norsku. í miðnorsku kemur fyrir orðmyndin áklagan (1471, DN 11:199)
og í fornsænsku aklaghan (1439, Söderwall 1884-1918), lagaðar eftir
miðlágþýskum hliðstæðum, en lágþýsk mynd nafnorðsins kemur fyr-
ir í dönsku á fyrsta fjórðungi 16. aldar, anclage (1522, Kalkar 1881-
1918), sem bendir til þess að um þær mundir hafi orðið verið tekið þar
upp á ný, og þá í heild sinni. - Að þessu sinni verður ekki grennslast
fyrir um orð af þessu tagi í íslensku.
Yfirlit um an-orð í íslensku eftir tímabilum má sjá á mynd 1 og í
töflu 1.
að orðið sé myndað með hliðsjón af repentera < repetere (með n-innskoti). (Ég þakka
Gunnlaugi Ingólfssyni fyrir þessa ábendingu.)