Orð og tunga - 01.06.2007, Page 139
Veturliði G. Óskarsson: Um þýska forskeytið an-
129
Mynd 1. Fjöldi nýrra orða meðforskeytinu an- eftir tímabilum.
Elst er stakorð um miðja 16. ðld (annáma) og eru síðan ekki dæmi um
ný an-orð fyrr en snemma á 17. öld. Upp frá því tekur orðum að fjölga.
OH hefur dæmi um átta orð(myndir) sem fyrst koma fyrir á þeirri öld
en mest fjölgar orðum á 18. öld, að því er virðist, en frá þeirri öld eru
dæmi um 24 ný orð. Hugsanlegt er að munur á fjölda nýrra an-orða
á 17. öld og þeirri 18. í RM endurspegli að einhverju leyti mun á um-
fangi varðveittra heimilda frá þessum öldum. Um það verður þó ekki
sagt neitt með vissu að sinni. Á 19. öld bætast við 14 orð(myndir) og
átta koma fyrst fyrir á 20. öld, tvö yngstu orðin eru úr skáldsögum
frá því um miðja öldina (Þórleifur Bjarnason: Tröllið sagði, 1958; Guð-
mundur G. Hagalín: Konungurinn á Kálfskinni, 1945).
í töflu 1 eru tilfærð elstu kunn dæmi um hvert orð ásamt hliðstæð-
um í dönsku og þýsku, svo og notkunardæmi. í flestum tilfellum eru
hliðstæður teknar upp úr danskri orðsifjabók Nielsens (1989) en þeg-
ar hana þrýtur er leitað í aðrar orðabækur eftir þörfum, einkum ODS,
Kalkar (1881-1918) og Schiller og Lubben (1875-1881). Látið er nægja
að geta um miðlágþýskt dæmi, sé það kunnugt, en oftast er sambæri-
legt orð að finna í háþýsku. Ártöl eru nálganir og er nánari upplýs-
ingar að finna í RM; örfá eldri dæmi hafa komið í ljós og er aldur þá
skráður með hliðsjón af þeim. Heimildaskammstafanir við dæmi úr
RM eru hinar sömu og þar eru notaðar. Örfá dæmi eru sótt í aðrar
heimildir en í RM.
Tafla 1. Elstu dæmi um orð og orðmyndir meðforskeytinu an- í íslensku
Um 1550:
• annáma (annamma) so. 'taka við; tileinka sér' (da. annamme-,
mlþ. annámen), elsta dæmið er formúlan taka, annáma og
undfanga DI XI, 183 (da. tage, annamme og undfange, mlþ.
annámen, untvan / untvangen)