Orð og tunga - 01.06.2007, Síða 146
136
Orð og tunga
í stílfræðilegum tilgangi og lögðu í munn alþýðufólks, eins og síðar
verður rætt. Dæmafæð í þjóðsögum má kannski að hluta skýra með
því að þær hafi að einhverju leyti verið lagaðar að kröfum um gott
mál þegar þær voru skráðar.
Um 20% dæmanna eru svo úr skáldverkum og eru þau langflest
frá 20. öld; verður vikið nánar að þeim síðar.
Við fáum þá mynd af gögnum OH að fæst íw-orðin hafi verið al-
geng. Tæp 60% orða og orðmynda eru eindæmi (25 orð) eða koma
einungis tvívegis fyrir þar (9 orð):
(2) anbefala s.hl. 18. aldar og 1885, anbefaling 1884, an-
betrúaður 1758, anganga um 1700 og 1758, angefari
1776, angefningarpóstur um 1700 og um 1725, anhang
um 1650, anklaga 1829, anleggja 1770 og um 1800, an-
melda 1898, anmerking 1845, anmerkja 1818, anmæli um
1600 og um 1800, anordning 1752 og 1945, anpartur
um 1700, anretningsborð 1904, anretterborð 1928, an-
skaffa 1781, anskajfelsi 1760, anslagur 1602, anstalt hk.
1946, anstalta 1950, anstand 1792 og 1826, anstands-
dama um 1925, anstendugur 1791, anstíga 1945, anstæð-
ur um 1850, ansækja 1792, antasta 1671, antegnelse 1854,
antegnelsespóstur 1843, antekning 1760, anvending 1760
og 1770, anvísa um 1800 og 1832, anvísing 1790
Sennilega mætti finna fleiri dæmi við nánari athugun en lág tíðni gefur
samt til kynna að um fágæt orð sé að ræða.
Rétt er að nefna að sum eindæmin (þau yngstu) eru úr textum
sem eru sérstakir á einhvern hátt: eina dæmið um anmelda er úr galsa-
fengnu einkabréfi (1898); anretningsborð er úr auglýsingu í ísafold 1904;
dæmið um orðið anretterborð (1928) er úr grein Guðmundar Finnboga-
sonar „Hreint mál" og tekið þar sem dæmi um hið „argvítugasta
hrognamál" (Guðmundur Finnbogason 1928:147);10 sögnin anstalta er
úr skáldsögu (1958); anstandsdama er nefnd í ferðaminningum frá 3.
áratug 20. aldar; anstíga („koma anstígandi") er úr skáldsögu (1945);
anstæður er af seðli úr safni Hallgríms Schevings, án tilvísunar í heim-
ild, og óvíst hvort dæmið er úr talmáli eða ritmáli; antegnelse er úr
10Guðrún Kvaran (2002) ræðir efni greinar Guðmundar og getur um orðin anrettu-
borð og anrettuherbergi (da. anretterværelse) sem heimildarmenn Orðabókar Háskólans
þekktu.