Orð og tunga - 01.06.2007, Page 147
Veturliði G. Óskarsson: Um þýska forskeytið an-
137
einkabréfi frá 1854 og er þar í sinni dönsku mynd („Antegnelser og
vanþökk hef eg fengid"); og antegnelsespóstur (1854) er úr mjög
dönskuskotnu bréfi. - Ofangreind dæmi þurfa ekki endilega að vera
ótækar heimildir um notkun viðkomandi orða en sérstakt stílgildi
sumra textanna og ungur aldur annarra getur bent til þess að ekki
sé um dæmigerða orðanotkun að ræða.
Nokkur orð koma fyrir þrisvar til fimm sinnum:
(3) anlegg 4, anleggshús 3, anmóða 3, annáma 4, anslag 4,
antakanlegur 5, anvísning 4
Og nokkur orð eru tiltölulega algeng:
(4) an(d)tigna 29, anfæra 10, angefa 17, angefning 18,
anle(i)ð(n)ing 12, ansjá 12, anstalt 22, ansögning 8, an-
taka 38, anvenda 11
Að minnsta kosti þessi orð hafa verið farin að festa rætur í málinu á
seinni öldum og trúlegt má telja að dæmi um ýmis hinna sjaldgæfari
orða leynist í textum sem ekki hafa verið gefnir út eða orðteknir. Ólík-
legt er að mörg orð hafi farið fram hjá fránum augum orðtökumanna
en þó má ekki útiloka slíkt.
3 Athugun á nokkrum textum frá 17.-19. öld
Nokkrir textar frá undanförnum öldum voru athugaðir nánar fyrir
þessa rannsókn og leitað dæma um an-orð. Slík leit er tímafrek og var
látið nægja að lesa nákvæmlega eina bréfabók auk þess sem fanga var
leitað í tölvutækum textum og orðaskrám orðabóka.
Þess er fyrst að geta að ekkert orð með forskeytinu an- er að finna í
Passíusálmum Hallgríms Péturssonar (1614-1674) en þeir komu fyrst
út 1666.11 Sögnin antigna 'lasta' kemur hins vegar fyrir í einu af ver-
aldlegum kvæðum hans (HPSkv II, 184).
Ekkert dæmi um orð af þessu tagi er í Lexicon Islandicum, orðabók
Guðmundar Andréssonar (d. 1654) sem út kom 1683.
Eigi heldur er nokkurt an-orð að finna í postillu Jóns Vídalíns
(1666-1720) sem kom út 1718-1720.12
nSjá http://lexis.hi.is/ordlyklnr/salmar/salmar.htni.
12Ég þakka útgefendum VídalínspostiUu (1995) fyrir veittan aðgang að tölvutækum
texta.