Orð og tunga - 01.06.2007, Qupperneq 148
138
Orð og tunga
1 Nucleus Latinitatis, latneskri orðabók Jóns Ámasonar (1665-1743)
frá 1738, er eitt an-orð notað í íslenskum skýringum hans, anleiðing
(„Causa ... Ordsok, Anleiding, Tilefni, Tilstille" bls. 28; „Materia ...
Orsok, Anleiding" bls. 159). Telja má að einhver hefð hafi verið komin
á þetta orð í máli lærdómsmanna úr því að það er tvívegis notað á
þennan hátt.
í orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (1705-1779), í handritinu
AM 433 fol., er einungis að finna orðin anstalt og antigna og ekkert orð
af þessu tagi er í riti hans HagþenkiP í hugleiðingum sínum árið 1759
um sótt og dauða íslenskrar tungu gagnrýnir Jón notkun á erlendum
orðum í íslensku og segir m.a. að til séu þeir sem ekki viti „hvad i
Islendsku skylldi heita Ordit Ansögning (ummbeidni, edur Eptirleitni);
og enn sijdur Ordit Anstalt, sem ymist er Undirbwtijjigr, edur Ræda
gjðrd, eptir þvi sem Efninu vid-hagar" (Jón Ólafsson 1998:152) og eru
þetta fyrstu merkin, mér kunn, um andóf gegn orðum af þessu tagi.
I bréfum séra Gunnars Pálssonar (1714-1791) er nokkur ati-orð að
finna: angefa (Bréf 1:407), anmerkning (208, 275), ajiordnmg (12), anstalt
(163, 267, 436), anseelse 'álit, virðing' („med hðfudanseelse", 386; da.
anseelse < anse; mlþ. ansen) og ansögning (27), en anordning er þar eigin-
lega notað sem stytting á titli reglugerðar, „Anordning om de latinske
skoler pá Island, 1743".14 Séra Gunnar var skólameistari á Hólum og
prestur í Hjarðarholti og hefur verið talinn með lærðustu mönnum
sinnar tíðar (Bréf 11:11 o.áfr.). Varðveitt bréf frá honum eru tæplega
200 talsins, rúmar 500 blaðsíður í útgáfu. Tökuorð eru mörg, bæði af
dönskum og latneskum uppruna.15 Til samanburðar má geta þess að
tökuorð sem hefjast á be- í bréfum hans eru tíu (begera, benægtelses-
eiður, beski/ldning, bestilla, bestilling, besværing, betala, betient, bevísa og
yfirbevísa, bevísing og yfirbevísing) og tökuorð með forskeytinu for- eru
á milli 30 og 40. - Þess má geta að í stafsetningarkennslubók Gunnars
frá árinu 1782, Lijtid Wngt Stofunar Barn, eru sárafá ung tökuorð og má
væntanlega skýra mikinn fjölda tökuorða og erlendra slettna í bréfun-
13Ég þakka útgefanda Hagþenkis fyrir veittan aðgang að tölvutækum texta.
14 Að auki kemur orðið anseeligt fyrir í einu bréfa Gunnars: „Mer virdiz ej miðg
anseeligt, hvorki fyrir þá ... ne mig" (Bréf 1:291); líklega er rétt að líta á það sem
hreina danska glósu.
15Orð af erlendum toga eru vel yfir 1000 í bréfum hans (stök orð og samsetningar).
Latínuglósur, sem margar eru beygðar að íslenskum hætti, merkir Gunnar sérstak-
lega (skrifar með latínuletri) en tökuorð sem hann merkir ekki á þennan hátt, og eru
yngri en frá um 1500, skipta hundruðum.