Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 149
Veturliði G. Óskarsson: Um þýska forskeytið an- 139
um með því að slíkt tilheyrði textategundinni á þessum tíma - a.m.k.
í skrifum lærðra manna.
í riti Magnúsar Ketilssonar um stiftamtmenn og amtmenn á ís-
landi 1750 til 1800, skrifað líklega 1802 (Magnús Ketilsson 1948:14),
koma fyrir nokkur orð af þessu tagi, svo sem angefa 'segja, gefa upp'
(44), angefning 'kæra' (25), anleggja (51) og ansögning 'umsókn' (31).
Verkið er mjög dönskuskotið og sést það vel með því að tilfæra nokk-
ur helstu orð af erlendum toga sem er að finna á sömu blaðsíðum og
ofangreind fjögur orð:
(5) aldeilis, alleina, angefa, angefning, ansögning,
behalda, betala, brúka, capellan, compagnie, con-
fessionarius, dempa, direktor, erklæra, exeqvera,
fríheit, fullmektugur, höndlun, innheimta, inntekt,
mótpartur, ordinantía, óafgjörður, óbetalaður, pri-
vat, provision, rescript, restanc, suspendera, tilláta,
útvegur
Hugsanlegt er að Magnús sé höfundur greinar sem birtist í Islandske
Maaneds-Tidender árið 1776 og ber titilinn „Kort Betænkning om et nyt
Sprog paa Island", og er ádeila á hugmyndir um að taka upp dönsku í
stað íslenskrar tungu í landinu (Bréf 11:185). Séra Gunnar Pálsson hef-
ur einnig haft nokkrar áhyggjur af framtíð tungunnar sem er eitt hið
„Serligasta raritet og hnoss, Sem heila Evropa hefr, og ein med Stærstu
heimsins gersemum teliandi" (Bréf 1:435). í einu bréfa sinna (Bréf 1:99-
111) gagnrýnir hann kveðskap og að nokkru leyti orðafar í sálmabók
1757 og Hallgrímssálmum 1759; og í bréfi frá 1784 mærir hann tung-
una (Bréf 11:35). í ljósi þessa er vert að gefa því gaum að tökuorð og
notkun erlendra glósna virðist ekki trufla Gunnar né Magnús. Slíkt
kemur að vísu ekki á óvart; merki um málhreinsun koma tæpast fram
fyrr en hjá næstu kynslóð á eftir þeim og þeir virðast ekki hafa litið svo
á að upptaka tökuorða og notkun framandorða væru lýti í málinu.
Loks var leitað í dagbókum Steingríms Jónssonar (1769-1845), síð-
ar biskups, úr ferðum hans með Hannesi Finnssyni um landið árin
1791-1795, sem varðveittar eru í handritinu Lbs. 95 8°, bl. lr-52v. Þar
koma ekki fyrir orð með forskeytinu an- og ung tökuorð eru þar til-
tölulega fá.
í safni Netútgáfunnar (http://www.snerpa.is/neti) eru verk frá ýms-
um tímum, þar á meðal fáein 19. aldar verk. Engin orð af því tagi sem
hér var leitað er að finna í tveimur smásögum Jónasar Hallgrímsson-