Orð og tunga - 01.06.2007, Qupperneq 150
140
Orð og tunga
ar, Grasaferð og Þegar drottningin á Englandi fór í orlof sitt, né í Sög-
unni af Heljarslóðarorrustu og Þórðar sögu Geirmundssonar eftir Bene-
dikt Gröndal, né í smásögum Gests Pálssonar (Grímur kaupmaður deyr,
Hans vöggur, Kærleiksheimilið, Skjóni, Uppreistin á Brekku, Vordraumur)
eða í smásögunni Nýi hatturinn eftir Stephan G. Stephansson. Engin
an-orð er heldur að finna í Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen (1850);
hann lætur konu nokkra tala afskaplega dönskuskotið mál og notar þá
t.d. befatta, bestemt og begrípa en engin an-orð. í Manni og konu (1876)
kemur fyrir lo. anstendugur í texta sem á að vera tilvitnun í gamla bisk-
upsvísitasíugjörð (í þeim texta er einnig sögnin beþéna; önnur be-orð í
skáldsögunni eru betala tvisvar, begríba, behalda, beþenkja, velbeþéntur,
einu sinni hvert) og tvisvar sinnum orðalagið e-ð kemur an upp á („Það
kemur allt an uppá, hvern veginn maður fer", „þar kemur an upp á")
sem líklega er dregið af da. komme an pá. Önnur an-orð er þar ekki
að finna. I báðum skáldverkum Jóns er allmikið um dönsk tökuorð í
samtölum.
Þessi takmarkaða athugun á nokkrum textum frá 17.-19. öld bend-
ir ekki til þess að an-orð hafi verið algeng þá og styrkir, ef eitthvað er,
þá mynd sem RM gefur.16
4 an-orð í 20. aldar máli
Af því sem hér er komið fram má ætla að an-orð í íslensku hafi í tímans
rás ekki verið umtalsvert fleiri en þau u.þ.b. 60 sem hér hafa verið
nefnd til sögunnar. Mörg orðanna voru fágæt en um 15-20% þeirra
hafa verið tiltölulega algeng og sum hver voru notuð í málinu um 2ja
til 3ja alda skeið. I upphafi 2. kafla kom fram að einungis tvö orð af
þessum toga sé að finna í íslenskum nútímamálsorðabókum: anstaltir
kv.ft. og sögnina antigna.
Lítill vafi leikur á því að þessi orð hafa einkum tínt tölunni í mál-
hreinsun 19. aldar og lágu þau vel við höggi enda auðþekkt. Þau virð-
ast hverfa að mestu úr ritmáli þegar dregur að lokum 19. aldar. í máli
alþýðunnar lifðu nokkur þeirra eitthvað fram á 20. öld, jafnvel fram
16Áhugavert hefði verið að skoða fleiri texta til að skerpa myndina enn frekar;
til dæmis hefur RM fáein dæmi um an-orð úr leikritum Matthíasar Jochumssonar:
annamma (MJLeik, 448), anstalt (MJLeik, 329), antigna (MJLeik, 520 - einnig í bréfi
Matthíasar til Hannesar Hafsteins, MJBrHH, 66) - og vekur það grunsemdir um að
fleira slíkt kynni að finnast í verkum hans ef vel væri að gáð.