Orð og tunga - 01.06.2007, Side 152
142
Orð og tunga
segja má. Bókmenntagagnrýnandinn Erlendur Jónsson telur, í grein
um Kristrúnu íHamravík, að Hagalín hafi orðið „einna fyrstur íslenzkra
rithöfunda til að brjótast undan oki málvöndunarstefnunnar" (Erlend-
ur Jónsson 1966:10). Fróðlegt er að lesa orð Guðmundar G. Hagalíns
sjálfs í inngangi að útgáfu Kristrúnar í Hamravík árið 1966, en þar segir
hann:
Þá er ég svo fór að skrifa sögur... fann ég ríka hvöt hjá mér
til að ganga lengra í því að nota daglegt mál í samtölum
og ýmis alþýðleg orð og orðatiltæki heldur en mér eldri
íslenzkir rithöfundar, en fylgja aftur á móti hinni almennu
málhreinsunarstefnu í öllu, sem ekki væri talað fyrir munn
sögupersónanna.
(Guðmundur G. Hagalín 1966:27)
Um þau 'alþýðlegu orð og orðatiltæki' sem Hagalín notar í Kristrúnu
í Hamravík segir hann að mikinn meginhluta þeirra hafi hann heyrt
vestra og lætur þess einnig getið að Þórleifur Bjarnason rithöfundur
hafi „heyrt þau flestöll í bernsku norður á Hornströndum, og er hann
þó maður 10 árum yngri en ég" (bls. 29). Enn fremur viti hann til þess
að margt þeirra hafi verið til víða um land og vitnar um það til dr.
Stefáns Einarssonar málfræðings sem þekkti mörg þeirra úr Breiðdal
eystra.
Meðal sérkennilegra orða í sögum Hagalíns eru einmitt fáein an-
orð. í RM eru dæmi um þessi:
(6) angefa (GHagalKH, 14)
anleiðning (GHagalKH, 180, GHagalHam, 75)
anordning (GHagalKon, 155)
anstalt (GHagalKH, 19, 27 og 137, GHagalStV II, 171,
GHagalHam, 44)
anstíga (GHagalKon, 104)
antaka (GHagalKon, 346, GHagalMaríum, 93,
GHagalHam, 74)
antigna (GHagalMaríum, 49, GHagalHam, 142 og
154)
Nánari leit í sögunni af Kristrúnu í Hamravík leiddi að auki í ljós sögn-
ina anstalta (1966:101) og ekki kæmi á óvart að fleira slíkt leyndist í
öðrum sögum Hagalíns.