Orð og tunga - 01.06.2007, Qupperneq 153
Veturliði G. Óskarsson: Um þýska forskeytið an-
143
En fleiri skáld en Guðmundur Hagalín lengdu líf an-orða og not-
uðu í ritverkum sínum. Halldór Laxness var líka þekktur fyrir sérstakt
málfar og óvenjulegt en í RM eru dæmi úr ritum hans um þessi orð:
(7) angefa (HKLSalka, 184, HKLHeimsl 1,34, HKLGuðsg,
76)
anleiðing (HKLSalka, 81, HKLBrekk, 62, HKLKristn,
237)
anstalt (HKLSalka, 17)
antaka (HKLPar, 31)
antigna (HKLSjfólk, 213, 270, HKLHeimsl II, 199,
HKLÍsl, 166)
Aðrir 20. aldar rithöfundar voru tæpast jafn-djarftækir og Hagalín og
Laxness en nokkrir skreyttu þó verk sín með orðum af þessu tagi þó í
minna mæli væri. í RM eru dæmi úr ritum eftirfarandi rithöfunda:
(8) Björn J. Blöndal: anstalt (BjBlöndÖrl, 67)
Guðmundur Daníelsson: anstalt (GDanBolafl II, 189,
GDanJörð, 228)
Guðmundur Kamban: anstalt (GKambSkálh II, 105)
Jóhannes út Kötlum: antigna (JóhKötlSigl, 158)
Jón Björnsson: anstalt, annamma (JBjörnMátt, 323;
JBjörnJómf, 212)
Kristmann Guðmundsson: angefa (KristmGStutt, 215)
Stefán Júlíusson: antigna (StJúlSól, 87)
Torfhildur Þ. Hólm: anstalt (THJAII, 189)
Þórleifur Bjarnason: angefa, anstalta (ÞórlBTröllið, 175;
ÞórlBTröllið, 175)
Vafalaust er víðar að finna orð af þessu tagi í skáldsögum en hér verð-
ur látið nægja að skoða til viðbótar þær 20. aldar skáldsögur og smá-
sögur eftir Jón Trausta, Torfhildi Hólm og Þorgils gjallanda sem eru í
safni Netútgáfunnar. Leitað var í þeim að orðum sem hefjast á an- en
jafnframt athugað hvort fyrir kæmu orðin brúka, blífa og ske eða ein-
hver samsetning eða afleiðsla með þeim orðstofnum, svo og orð sem
hefjast á be-; var þetta gert til að fá einhverja hugmynd um það hversu
bundnir höfundar hefðu verið af kröfum málhreinsunar en sem vel
er kunnugt voru orð af þessum toga meðal helstu skotspóna mál-
hreinsunarstefnunnar. Niðurstaðan varð sú að engin an-orð fundust