Orð og tunga - 01.06.2007, Side 154
144
Orð og tunga
í 8 skáldsögum og 21 smásögu. Ekki fundust þar heldur dæmi um be-
orð né sögnina blífa, en nokkur dæmi um brúka og samsetningar, svo
og um kannski, kannske og máske, og örfá dæmi um ske.18 Nefna má að
smásagan Sýður á keipum eftir Jón Trausta ber undirtitilinn „Saga frá
byrjun 17. aldar" og Söngva-Borga undirtitilinn „Saga frá fyrri hluta
16. aldar" og hafa báðar að geyma talsvert af samtölum en höfundur
hefur ekki farið þá leið að leggja sögupersónum sínum orðfæri sögu-
tímans í munn, a.m.k. ekki orð af erlendum uppruna.
Eftirtektarvert er að an-orð í skáldsögum 20. aldar rithöfunda
koma einna helst fyrir í sögum sem gerast í þeirra eigin samtíma eða
skömmu fyrir hann. Höfundamir virðast hafa litið svo á að þeir væru
að sýna málfar gamals fólks á þeirra tíð en leggja orðin síður í munn
fólks fyrr á öldum. Þetta segir sitt um stöðu orðanna í ungdæmi höf-
undanna (snemma á 20. öld).
Vöntun alls kyns 'alþýðlegra' orða af erlendum, einkum dönskum,
uppruna í ritum margra 20. aldar höfunda segir að sumu leyti meira
um afstöðu þeirra til íslenskrar málstefnu á fyrri hluta aldarinnar - og
vald stefnunnar yfir penna þeirra - en um raunverulegt málfar sem
þeir ólust upp við. Vissulega má sjá dálítið eftir þeim orðaforða sem
við það komst aldrei á prent en í ljósi sögunnar er þetta vel skiljanlegt
og gildir reyndar að nokkru leyti enn þann dag í dag.
5 Örlög orðanna
Spyrja mætti um tvennt: Hvers vegna bárust ekki fleiri orð af þessu
tagi inn í málið, og hins vegar: Hvað veldur því svo að þessi orð
hverfa?
Ekki er gott að gefa einhlítt svar við fyrri spurningunni. Hví urðu
orðin ekki fleiri en raun ber vitni, og algengari? Tökuorð síðustu fimm
hundruð ára eru mörg, fleiri en margir gera sér grein fyrir, og í fljótu
bragði hefði mátt ætla að an-orð hefðu getað átt álíka auðvelda leið inn
í málið og mörg önnur orð. Gott er að hafa eitthvað til samanburðar
og þess vegna má geta þess að hátt í 300 tökuorð (nálega 130 orðstofn-
ar, lauslega talið) með forliðum be- og bí- er að finna í söfnum OH. En
18Til samanburðar skal þess getið að engin dæmi um blífa, brúka og ske er að finna í
verkum Jónasar Hallgrímssonar, Benedikts Gröndal, Gests Pálssonar og Stephans G.
Stephanssonar sem getið var í kaflanum um verk frá 17.-19. öld nema eitt dæmi um
skc hjá hinum síðastnefnda.