Orð og tunga - 01.06.2007, Page 178
Bókafregnir
Halldóra Jónsdóttir [ritstj.] íslensk-dönsk, dönsk-íslensk vasa-
orðabók. Önnur útgáfa. Mál og menning, Reykjavík 2006.
ISBN 9979-3-2774-X/987997937745. 806 bls.
18. hefti Orðs og tungu var sagt frá fyrstu útgáfu þessarar bókar og vís-
ast til þeirrar umsagnar um bókina almennt. í formála annarrar útgáfu
getur Orðabókaritstjórn
Eddu þess að orðaforði íslensk-danska hlutans hafi verið aukinn
talsvert og var eins og í fyrri útgáfunni tekið mið af íslensku nútíma-
máli. Sérstaklega var hugað að fjölgun dæma um málnotkun. Við
dansk-íslenska hlutann var bætt á þriðja hundrað uppflettiorðum.
Bókinni er ætlað að ná til íslendinga, sem ferðast til Danmerkur, náms-
manna og þeirra sem nota tungumál við dagleg störf.
Ingrid Markan [ritstj.], Jón Skaftason, Pétur Knútsson
Ridgewell (hljóðritun). Ensk-íslenska orðabókin. JPV út-
gáfa, Reykjavík 2006. ISBN 9979-791-87-3. xxxi, 849 bls.
Ensk-íslenska orðabókin er aukin og endurbætt útgáfa á Ensk-íslenskri
skólaorðabók sem gefin var út fyrst 1986. Bókaforlagið Örn og Örlygur
hafði þá útgáfu með hendi. Orðabókin hefur nú verið aukin verulega. í
bókinni eru hátt í 40.000 uppflettiorð. í formála kemur fram að talsvert
á þriðja þúsund nýrra orða og merkinga hefur verið bætt við eldri
gerðina auk lagfæringa á eldri flettum. Þar er einkum um að ræða
umorðun á skýringartextum og viðbætur notkunardæma og nýyrða
sem náð hafa að festast í málinu á liðnum tuttugu árum.
Bókinni fylgja ítarlegar notkunarleiðbeiningar, leiðbeingar um
framburð og ýmsar skrár sem létta notkun bókarinnar. Að endurbættri
útgáfu unnu Ingrid Markan, sem var í ritstjórn, Jón Skaftason og Pétur
Knútsson Ridgewell sem ritstýrði hljóðritun bókarinnar.