Jólakvöld - 01.12.1928, Page 11

Jólakvöld - 01.12.1928, Page 11
bekknum, sem enn í dag stendur á sama stað í dagstofunni hans í Wíttenberg. Lúthershús hefir margt að geyma, altof margt til þess að tal- ið verðí í stuttri blaðagrein. Minnisstæðar verða mér fjölskyldu- myndir eftir Cranach, vin Lúthers og samtíðarmann. Myndirnar eru olíumálaðar með hinum fegurstu litum, er hafa staðið af sér fleiri alda ryk og ljómar í fegurð sem spánýjar væru. Andlitsmynd ein af Magdalenu dóttur Lúthers er einkar fög- ur. Efalaust hefir Lúther oft haft yndi og afþreying af að horfa á myndina af litlu stúlkunni sinni, eftir að hún var dáin. Hún dó ung og var föður sínum harmdauði. Ymiskonar munir, svo sem skrautker úr postulíni í fornum stíl, fagurlega gjörð og smámunir úr fílabeini og inálmi setja heimilislegan blæ á hin yfirgefnu heimkynni, auk þess er þau minna á hlýindi vináttunnar, því ad munir þessir eru gjafir frá vinum Lúthers og konu hans. Frú Katrín gaf rnanni sínum eitt sinn í afmælisgjöf yfirskrift til þess að setja yfir fordyri hússins, stendur þar letrað skýru letri: »í rósemi og trausti skal yðar styrkur vera«. Þannig eru því ávarpaðir þeir er ganga inn í Lúthershús. Hallarkirkjan í Wittenberg er ein hin fegursta kirkja í Þýska- landi, hún á sér langa sögu og merka. Friðrik kjörfursti hinn vitri lét reisa kirkjuna á síðari hluta 15 aldarinnar og vandaði til hennar eftir bestu föngum: hvað eftir annað hefir kirkjan orðið fyrir stórskemdum í ófriði, og lá við sjálft að hún brynni til kaldra kola. Eigi að síður stendur hið veglega Guðshús enn jafn óhagg- anlegt og í öndverðu og er það mikið að þakka þýskri stjórn og keisurum, sem léu gjöra við kirkjuna á ríkiskostnað fyrir c. 40 árum. Turn kirkjunnar vekur athvgli. Efst á honum er letrað afar- stóru letri, með þvi nær mannhæðar háum stöfum, hin alkunnu upphafsorð úr sálmi Lúthers: Vor Guð er borg á bjargi traust. A kirkjuhliðinni eru hinar nafntoguðu 95 greinar Lúthers greyptar í volduga járnhurð á latneskri tungu. Eg tel mér ofvaxið að lýsa sjálfri kirkjunni, enda var það ekki 9

x

Jólakvöld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.