Morgunblaðið - 11.06.2016, Page 8

Morgunblaðið - 11.06.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 Nýr stjórnmálaflokkur er stofn-aður og hans fyrsta verk er að fela megintilgang sinn. Það er með því sérkennilegasta sem þekk- ist úr sögu stjórnmálanna.    Óðinn Viðskipta-blaðsins fjallaði um þetta í vikunni og vitnaði líka til skrifa for- manns flokksins fyrir nokkrum árum: „Benedikt Jó- hannesson skrifaði aðsenda grein í Morgunblaðið í apríl 2009, stuttu fyrir alþingis- kosningar. Þar má segja að þar hafi sannast hið fornkveðna, eng- inn er spámaður í eigin landi. Í greininni sagði Benedikt m.a.: „Því miður virðist sem stjórnmálaflokk- arnir geri sér enga grein fyrir því, að ef ekki er gripið til ráðstafana nú þegar er líklegt að yfir þjóðina dynji annað stóráfall og þjóðin verði um langa framtíð föst í fá- tæktargildru. Erlendir loddarar tala um að Íslendingar eigi að gefa skít í umheiminn og neita að borga skuldir sínar. Margir virðast telja að slík leið sé vænleg. Enginn stjórnmálamaður talar um það að landið hefur misst lánstraustið og mun ekki endurvinna það fyrr en við sýnum að okkur er alvara með því að vinna með samfélagi þjóð- anna.“    Þarna talar Benedikt augljós-lega um Icesave, en hann var alla tíð mikill stuðningsmaður þess að íslenskir skattgreiðendur tækju upp á því að greiða skuldir einka- bankans Landsbanka Íslands, án þess að nokkur lagaskylda um slíkt hvíldi á ríkissjóði Íslands.“    Það er vissara fyrir formannnýja flokksins að fela ekki að- eins Evrópustefnuna. Hann, eins og fleiri, þarf á því að halda að fela líka eigin Icesave-stefnu. Benedikt Jóhannesson Fela þarf ESB- og Icesave-stefnuna STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 rigning Bolungarvík 14 alskýjað Akureyri 15 léttskýjað Nuuk 21 heiðskírt Þórshöfn 8 heiðskírt Ósló 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 11 alskýjað Helsinki 10 léttskýjað Lúxemborg 23 skýjað Brussel 19 skýjað Dublin 13 rigning Glasgow 15 skýjað London 23 alskýjað París 23 skýjað Amsterdam 22 rigning Hamborg 19 léttskýjað Berlín 23 alskýjað Vín 24 heiðskírt Moskva 12 léttskýjað Algarve 27 skýjað Madríd 30 heiðskírt Barcelona 25 heiðskírt Mallorca 29 heiðskírt Róm 22 rigning Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 25 léttskýjað Montreal 12 skýjað New York 20 heiðskírt Chicago 26 rigning Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:01 23:55 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:17 23:38 Á öðrum tónleikum sumartónleika- raðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kemur fram Tribute tríó; nýtt tríó undir forystu píanóleikarans Sunnu Gunnlaugs- dóttur. Þetta er 21. sumarið sem sumarjazz er fluttur á Jómfrúnni. Aðrir hljóðfæraleikarar eru bassa- leikarinn Leifur Gunnarsson og trommuleikarinn Kristófer Rod- riguez Svönuson. Þau munu flytja eigin jazz-útgáfur af þekktum lögum Magnúsar Eiríkssonar. Lögin verða klædd í jazz-gallann og sveipuð hljómum jazz-heima en markmið tríósins er að hylla helstu meistara íslenskrar dægurtónlistar, sam- kvæmt fréttatilkynningu. Tónleik- arnir fara fram utandyra á Jómfrú- artorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeyp- is. Á fyrstu tónleikum sumarsins sl. laugardag kom fram danska söng- konan Sinne Eeg en hún er af mörg- um talin fremsta jazz-söngkona Dana um þessar mundir. Með henni léku þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Þórður Högnason á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Fór mjög vel af stað Ragnar Ragnarsson, þjónn á Jóm- frúnni, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að sumarjazzinn hafi farið einstaklega vel af stað síðasta laugardag. „Nú er öllum framkvæmdum lokið þannig að við erum komin með allt plássið úti sem var, þannig að þetta er allt orðið miklu betra,“ sagði Ragnar og bætti við: „Þetta fór mjög vel af stað síðasta laugardag, enda var svo gott og himneskt veður, að það gerist vart betra.“ agnes@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Jómfrúin Gestir Jómfrúarinnar hafa löngum kunnað að meta sumarjazzinn, sem boðið er upp á hvern laugardag yfir sumarið. Þetta er 21. sumarið. Jazza perlur Magn- úsar Eiríkssonar  Sumarjazz á Jómfrúnni haldinn 21. sumarið í röð  Tónleikar kl. 15 í dag Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar er betri en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá fyr- irtækinu. „Vatnsbúskapur síðasta vetur var góður og staða lóna í lok mars var betri en í meðalári. Snjóa- lög voru í meðallagi á Austurlandi en undir með- allagi á öðrum svæðum. Lón náðu lægstu stöðu 25. maí, en tíðarfarið breyttist síðustu vikuna í maí. Hlýtt hefur verið norðanlands og austan og eins og kemur fram á vef LV hefur innrennsli í miðlunarlónin aukist verulega.“ Samkvæmt skýringarmynd á vef Landsvirkjunar (www.lv.is) hefur vatns- borð Hálslóns hækkað ört frá því það var lægst seint í maí. Í fyrra lækkaði vatnsborð Hálslóns allt fram til 14. júní enda var óvenju kalt fram eftir sumri þá. Leysingar á fjöllum hófust síðar en menn áttu að venjast vegna kuldans. gudni@mbl.is Vatnsbúskapur Landsvirkjunar er betur staddur nú en á sama tíma í fyrra Hálslón Rennur ört í lónið. Barnaskór Hummel Litur: Svart, nr 28-38 Hummel Stadil Leather Verð áður: 11.995 Verð nú 8.995 Dömuskór Rieker Litur svart, nr. 36-41 Leður hælasandalar Verð áður: 14.995 Verð nú 12.995 TOLLALÆK KUN Skechers Air, herra Cooled Memory Form Litur: Burg Verð áður: 15.995 Verð nú 13.995

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.