Morgunblaðið - 11.06.2016, Side 26

Morgunblaðið - 11.06.2016, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 Ríkisstjórnarflokk- arnir standa dyggan vörð um það sem þeir kalla óslitna virð- iskeðju í sjávarútvegi. Slík keðja gengur út á að sami aðili haldi um alla hlekki virðiskeðj- unnar allt frá því fisk- urinn er óveiddur í sjónum hér við land þar til hann er kominn á matseðilinn hjá dýr- indis veitingahúsum eða í kæliborðið í betri fiskverslunum beggja vegna Atlantsála. Þetta er það fyrirkomu- lag sem stórútgerðin og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi tala fyrir. Þetta er það fyrirkomulag sem bankarnir tala fyrir enda eiga þeir í raun bróðurpartinn af öllum veiði- heimildum við Ísland. Í óslitinni virðiskeðju felst að markaðslausnum er hafnað. Ekki er einu sinni reynt að nýta markaðinn til að verðleggja aðgang að hinni takmörkuðu, en sameiginlegu, auð- lind þjóðarinnar, fiskinum í sjónum við Ísland. Niðurstaðan er sú að handhafar veiðiheimilda fá í raun niðurgreiddan aðgang að dýrmæt- ustu auðlind þjóðarinnar. Nú skyldi maður ætla að stjórn- völd gættu þess vel að hinn niður- greiddi aðgangur að auðlindinni væri ekki misnotaður á íslenskum samkeppnismarkaði, t.d. með því að festa í lög reglur sem tryggja að all- ir sitji við sama borð í íslenskri fisk- vinnslu og standi frammi fyrir sam- bærilegum hráefniskostnaði. Raunin er hins vegar sú að stór- útgerðin, sem jafnframt er með fisk- vinnslu, hefur leyfi til að verðleggja þann fisk sem hún nýtir sjálf langt undir því markaðsverði, sem sjálf- stæðir framleiðendur verða að borga. Þar sem laun sjómanna reiknast út frá aflaverðmæti við skipshlið lækkar þetta einnig launa- kostnað þeirra útgerðarfyrirtækja, sem eru með lóðrétt samþætta starfsemi veiða og vinnslu. Haldið í úrelt og skaðlegt kerfi Stjórnvöld standa hins vegar vörð um þetta mismununarkerfi með þeim rökum að mikil verðmæti liggi í því fyrir þjóðarbúið að virðiskeðjan sé óslitin. Þar sé m.a. um afhendingaröryggi að tefla, þar sem stórar útgerðarvinnslur geri oft og tíðum langtíma afhendingarsamninga sem erfitt sé að standa við fái þær ekki að hafa alla hlekki á sinni hendi, frá veiðum til vinnslu til sölu á er- lendan markað. Þessi röksemdafærsla stenst ekki skoðun því nýsköpun í vinnslu og sölu íslenskra sjávarafurða hófst ekki fyrir alvöru fyrr fiskmarkaðir hér á landi ruddu brautina fyrir sjálfstæða framleiðendur, en fyrir þann tíma var allt sölukerfi sjáv- arafurða hlekkjað í höft og stór sölusambönd á borð við SÍF, SH og Sambandið skiptu markaðinum á milli sín. Enn eimir eftir af þessu gamla kerfi því smærri útgerðarfyrirtækj- um og sjálfstæðum fiskframleiðend- um er gert mjög erfitt fyrir og óslitna virðiskeðjan þjónar fyrst og fremst stærstu útgerðarfyrirtækj- unum. Ég hef áður fært rök fyrir því að hin óslitna virðiskeðja er í raun marxísk og áþekk þeirri virð- iskeðju, sem tröllreið öllu í gömlu Sovétríkjunum. Sá er munurinn á sovésku virðiskeðjunni og óslitnu virðiskeðjunni í íslenskum sjávar- útvegi að ríkið átti alla hlekkina í þeirri sovésku en íslenska ríkið hef- ur fært einkaaðilum þá íslensku. Nú höfum við í gegnum Panama- skjölin fengið upplýsingar um að óslitna virðiskeðjan í íslenskum sjávarútvegi endar ekki á sölustöð- um íslensks sjávarfangs erlendis eins og við áður töldum. Nei, hún nær alla leið til Panama og eflaust, ef vel er skoðað, enn lengra – til Bresku jómfrúaeyja eða jafnvel Seychelles-eyja. Í Panama- skjölunum eru upplýsingar um að aðstandendur stórra og leiðandi ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru með reikninga og félög í gegnum hina alræmdu Mossack Fonseca- lögfræðistofu í Panama. Réttnefni hinnar óslitnu virðiskeðju í íslensk- um sjávarútvegi gæti því verið Pa- nama-virðiskeðjan. Varla dregur það úr dálæti íslenskra ráðamanna á henni. Svikin loforð Fyrir síðustu alþingiskosningar var haldinn opinn fundur um sjávar- útvegsmál með fulltrúum stjórn- málaflokkanna á vegum Félags at- vinnurekenda. Fulltrúi Framsókn- arflokksins þar var Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra að kosningum loknum og er nú orðinn forsætisráðherra. Á fund- inum lýsti hann skýrum vilja til að jafna samkeppnisstöðu í íslenskum sjávarútvegi og tryggja aukið hrá- efnisöryggi sjálfstæðra framleið- enda með því að auka það magn afla, sem selt er í gegnum fiskmark- aði. Skemmst er frá því að segja að efndir Sigurðar Inga urðu engar. Breytti þar engu þótt fyrir lægju sérstök tilmæli frá Samkeppniseft- irlitinu til hans um að grípa til að- gerða til að draga úr samkeppnis- mismunun í greininni, sem m.a. stafar af hinni tvöföldu verðmyndun sem tryggir útgerðarvinnslum allt að 40 prósentum lægra hráefnisverð en sjálfstæðum framleiðendum. Það skaut því skökku við á dög- unum, þegar Sigurður Ingi lofaði kosningum í haust og fullyrti að hann væri vanur að standa við sín loforð. Sem sjávarútvegsráðherra sveik hann gefin loforð og stóð tryggan vörð um sérréttindi þeirra, sem fá niðurgreiddan aðgang að sameign þjóðarinnar. Kannski vilja menn frekar að arðurinn af auðlind- inni endi í Panama en á Patreksfirði. Eftir Ólaf Arnarson »Réttnefni hinnar óslitnu virðiskeðju í íslenskum sjávarútvegi gæti því verið Panama- virðiskeðjan. Ólafur Arnarson Höfundur hefur sinnt verkefnum fyrir Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda. Panama-virðiskeðjan Jóhann Hjartarson og HéðinnSteingrímsson deila efstasæti fyrir lokaumferðkeppninnar í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands sem fram fer í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Þeir eru vinningi á undan Braga Þor- finnssyni, sem tapaði í gær fyrir Ís- landsmeistaranum frá 2014, Guð- mundi Kjartanssyni, og Jóni Viktori Gunnarssyni. Jóhann og Héðinn hafa báðir svart í lokaumferð móts- ins, sem hefst kl. 13 í dag. Þessir tveir voru fyrir fram taldir sig- urstranglegir á mótinu, en Jóhann varð síðast Íslandsmeistari á Ak- ureyri árið 1997 og hefur unnið tit- ilinn fimm sinnum. Staðan fyrir lokaumferðina: 1.-2. Jóhann Hjartarson og Héð- inn Steingrímsson 7½ v. (af 10) 3.-4. Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson 6½ v. 5.-6. Guðmundur Gíslason og Björn Þorfinnsson 5½ v. 7.-9. Davíð Kjartansson, Guðmundur Kjartansson og Einar Hjalti Jensson 4½ v. 10. Örn Leó Jóhannsson 3½ v. 11. Hjörvar Steinn Grétarsson 3 v. 12. Jóhann Ingvason 1v. Stigahæsti keppandinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, hefur átt við veikindi að stríða allt mótið. Eftir skák sína við Jón Viktor í 9. umferð treysti hann sér ekki til að tefla áfram í mótinu og Íslandsmeistarinn Héðinn Steingrímsson fékk vinning- inn í gær án þess að tefla við Hjörv- ar. Þetta skekkir vitaskuld sam- keppnisstöðuna, en eins og sakir standa eru talsverðar líkur á því að Jóhann og Héðinn verði efstir og jafnir að vinningum. Jóhann Hjartarson mætir nafna sínum Jó- hann Ingvasyni í lokaumferðinni í dag og skyldi enginn útiloka að hinn harðvítugi kaffihúsastíll Ingvasonar, þróaður á knattborðsstofunni í Faxafeni, geti reynst stórmeist- aranum hættulegur. Á pappírunum er viðureign dagsins erfiðari hjá Héðni, sem mætir Einari Hjalta Jenssyni. Hetju þessa móts verður að telja Guðmund Gíslason, sem hefur náð lokaáfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli. Gamli verkstjórinn um borð á Guggunni frá Ísafirði hóf mót- ið á því að tapa fyrstu þrem skákum sínum. Síðan vann hann Héðin Stein- grímsson og Hjörvar Stein Grét- arsson og á miklum spretti hlaut hann 5½ vinning úr sex skákum en tapaði svo fyrir Birni Þorfinnssyni í gær. Hann hefur þegar hækkað um 44 Elo-stig fyrir frammistöðu sína. Ef kjósa á dramatískustu skák mótsins er valið ekki erfitt: Skákþing Íslands, 8. umferð: Jóhann Hjartarson – Einar Hjalti Jensson Jóhann Hjartarson náði sér ekki á strik á Íslandsmótinu í fyrra. Hann fékk harða mótspyrnu í flestum skákunum og var einkennilega ófar- sæll. Í þessu móti hefur gæfuhjólið snúist honum í vil. Einar Hjalti var með gjörunnið tafl og lék síðast 51. … c4-c3. Barátta hvíts virðist alger- lega vonlaus, t.d. 52. gxh5 c2 53. hxg6+ Kg8 o.s.frv. eða 52. Hxg6 Kxg6! 53. Dxh5+ Kg7 54. Dxe8 c2 og mátið í borði blasir við. Jóhann var við það að „henda inn handklæðinu“ en ákvað að láta reyna á eina sak- lausa brellu: 52. Hc5!? Dugar skammt. Svartur getur leikið 52. … Ha7! t.d. 53. De1 Da4 o.s.frv. 52. … Hxc5?? Þetta mátti hann alls ekki gera. 53. Hxg6! Kxg6 Hvítur hótaði 54. Df6 mát. 54. Dxh5+ Kg7 55. Dxe8 Skákreiknarnir eru á einu máli um að þessi staða sé jafntefli en Einar Hjalti vildi ekki láta sigurinn sér úr greipum ganga. Þar kom að hann teygði sig of langt og tapaði í 78 leikjum en taflmennska Jóhanns á þeim kafla var óaðfinnanleg. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Undanfarið hefur mikið verið fjallað um skaðsemi sykur- neyslu og gagnsemi mettaðrar fitu í fæð- unni. Fólk er í vanda þegar ný sjónarmið stangast á við þau eldri sem voru áður höfð að leiðarljósi. Kostir sykurskerts en fituríks fæðis Sykur og krabbamein. Warburg- kenningin um eðli krabbameina fel- ur í sér að meðferð með sykur- snauðu fæði geti eytt krabbameini því krabbameinsfrumur vinna ein- ungis orku úr sykri með gerjun. Þessi meðferð hefur ekki gengið vel því menn eiga erfitt með að hafna sykri alveg. Sykur og alzheimersjúkdómur. Í alzheimersjúkdómi virðist heil- inn ekki geta unnið orku úr sykri en notar þá fituefni (þ.e. ketona sem myndast við niðurbrot fitu- sýra) í staðinn. (Sykursýki 3). Or- sakir þessa sjúkdóms eru ekki þekktar. Sykurskert fæði dregur úr offitu og sykursýki 2. Er aukin neysla á sætuefnum í gosdrykkjum og fjölda matvæla hluti af vandanum? Rannsóknir hafa sýnt að þessi efni hafa stuðlað að aukinni offitu neytenda og með- fylgjandi heilsufarsvandamálum. Ókostir fituríka fæðisins Sýnt hefur verið fram á að fituríka fæðið leiðir til aukningar á tíðni kransæða- sjúkdóma. Aukin áhersla á fituminna fæði eftir 1975 á Íslandi leiddi til mikillar fækk- unar dauðsfalla af völd- um hjartasjúkdóma eft- ir 1980 og fram til 2009 (heimild: Árni Kristins- son, Fréttabréf Hjarta- heilla, maí 2016). Lengi vel, eða í meira en 50 ár, voru helstu orsakir kransæðasjúk- dóma taldar vera fituríkt fæði með mikið af mettaðri fitu og hátt kól- esterol í blóði. Ráðlagt var að borða fitusnautt fæði en auka neyslu á grænmeti og kolvetnum í staðinn. Undanfarin ár hefur offita aukist mikið og þá einnig sykursýki 2 og önnur tengd heilsufarsvanda- mál. Nú er viðhorfið að breytast og farið í öfuga átt, auka á fituneyslu en forðast sykur og önnur kolvetni. Það eru ýmsar hliðar á fituneysl- unni, t.d. hvaða fita verður fyrir valinu. Neysla á omega-6-fitusýrum í ýmsum jurtaolíum hefur aukist mikið en þessar omega-6-fitusýrur eru taldar bólguhvetjandi. Þrálátar bólgur eru taldar undirliggjandi or- sök margra erfiðra sjúkdóma svo sem æðakölkunar, krabbameina og heilabilunar. Hlutfall bólguhvetj- andi omega-6-fitusýra og bólguletj- andi omega-3-fitusýra (í fiskmeti og lýsi) er yfirleitt mjög hátt í fæð- unni í dag eða um 30, þ.e. að omega-6-fitusýrur eru 30 sinnum meiri en omega-3 en æskilegt er talið að þetta hlutfall væri um 4 í stað 30. Streita er enn einn þáttur sem hefur neikvæð áhrif á hjartað ef hún er langvarandi og getur þá valdið banvænum hjartsláttartrufl- unum. Vandamálið er flókið og marg- þætt og mikilvægt að fara ekki úr öskunni í eldinn og fá í stað offitu, aukna tíðni dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma af fituríku fæðunni. Menn eru að glíma við langtímaáhrif. Spurning er hvort heppilegt sé að ráðleggja öllum sama mataræðið þegar einstakling- arnir hafa ólíkar þarfir og bregðast á mismunandi hátt við sömu fæðu? Þótt þeim sem glíma við offitu henti sykursnautt og fituríkt fæði er óvíst hvort það hentar öllum. Á meðan beðið er eftir sannfærandi rannsóknaniðurstöðum ættu menn yfirleitt að borða fjölbreytt fæði í hófi. Sykur og sjúkdómar Eftir Sigmund Guðbjarnason » Fólk er í vanda þeg- ar ný sjónarmið stangast á við þau eldri sem voru áður höfð að leiðarljósi. Sigmundur Guðbjarnason Höfundur er prófessor emeritus. ÞJÓNUSTUÍBÚÐ ÓSKAST TIL KAUPS Eldri borgari óskar eftir þjónustuíbúð á stór Reykjavíkursvæðinu. Íbúðin þarf að vera a.m.k. 100m2. Æskilegt er að hægt sé að kaupa tilbúinn mat og bílageymsla fylgi íbúðinni. Íbúðin þarf helst að vera á efstu hæð eða þakhýsi/penthouse - með miklu útsýni til norðurs yfir sjó og fjöll. Íbúðin þarf ekki að afhendast strax. Vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið bagustsson@me.com Jóhann og Héðinn jafnir og efstir fyrir lokaumferð Íslandsmótsins – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.