Morgunblaðið - 11.06.2016, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
✝ Friðrik Krist-jánsson
húsgagnasmíða-
meistari fæddist á
Ytri-Tjörnum í
Eyjafirði 29. maí
1926. Hann and-
aðist á hjúkrunar-
heimilinu Hlíð á
Akureyri 5. júní
2016.
Foreldrar hans
voru Kristján
Helgi Benjamínsson, bóndi og
hreppstjóri á Ytri-Tjörnum, f.
24.10. 1866, d. 10.1. 1956, og
Fanney Friðriksdóttir, hús-
freyja, f. 6.1. 1881, d. 13.8.
1955.
Friðrik kvæntist árið 1949
Kolfinnu Gerði Pálsdóttur, f.
12.8. 1924, á Böðvarshólum í
Vesturhópi, húsmæðrakennara
úr Reykjavík. Þau stofnuðu
heimili á Akureyri, fluttu að
Kristnesi 1955 og í eigið hús í
Reykárhverfi í Eyjafjarðar-
sveit 1978. Börn þeirra eru: 1)
Ingibjörg Friðriksdóttir, f.
18.4. 1950, gift Helga Bjarna-
syni, f. 14.7. 1953. Börn henn-
ar: a) Fanney Friðriksdóttir, f.
23.9. 1970, maki Birgir Árdal
Hauksson, f. 24.1. 1964, og eru
börn þeirra Þorri Árdal, f.
5.11. 1991, Logi Már, f. 10.6.
1993, Fannar Kári, f. 7.12.
1994, Hekla Valdís, f. 30.3.
2002 og Áróra Ingibjörg, f.
Snæbjarnardóttir, f. 20.4.
1988, maki Ásgeir Úlfarsson,
f. 1.9. 1982, og er dóttir þeirra
Íris, f. 30.4. 2016, b) Auðunn
Skúta Snæbjarnarson, f. 1.5.
1990, c) Snæbjörn Hersir Snæ-
bjarnarson, f. 21.2. 1993, 4)
Anna Friðriksdóttir, f. 10.4.
1955, gift Guðmundi Guð-
mundssyni, f. 8.8. 1954. Synir
þeirra: a) Sverrir Guðmunds-
son, f. 25.4. 1979, maki Ósk
Dagsdóttir, f. 12.3. 1983, b)
Snæbjörn Guðmundsson, f.
28.3. 1984, c) Eyjólfur Guð-
mundsson, f. 30.11. 1988, 5)
Baldur Helgi Friðriksson, f.
16.11. 1958, maki Kristín
Hrönn Reynisdóttir, f. 20.4.
1962. Börn hans: a) Theodóra
Rún Baldursdóttir, f. 7.11.
1988, b) Kamilla Sól Baldurs-
dóttir, f. 5.10. 1990, c) Alex-
ander Nökkvi Baldursson, f.
1.5. 1992, d) Benjamín Viktor
Baldursson, f. 13.2. 1996, e)
Natalía Hrund Baldursdóttir,
f. 11.5. 2005, 6) Theodór Frið-
riksson, f. 20.4. 1960. Börn
hans: a) Kristján Páll Theo-
dórsson, f. 17.2. 2001, b) Sig-
ríður Ásta Theodórsdóttir, f.
17.11. 2002.
Friðrik lærði húsgagnasmíði
á Akureyri og starfaði við hús-
gagnaverkstæðið Valbjörk.
Hann hóf störf sem verkstjóri
við vinnustofur SÍBS í Krist-
nesi á árinu 1954 og var síðan
framkvæmdastjóri til 1977.
Hann tók þá við starfi hús-
varðar við Hrafnagilsskóla og
gegndi því til starfsloka.
Útför Friðriks verður gerð
frá Grundarkirkju í dag, 11.
júní 2016, klukkan 13.30.
7.3. 2006, b) Haf-
dís Helgadóttir, f.
20.1. 1976, gift
Sigurði Hjartar-
syni, f. 30.1. 1977,
og eru börn
þeirra Víkingur, f.
10.11. 2005 og
Freyja, f. 27.9.
2010, c) Bjarni
Helgason, f. 9.4.
1977, maki Dag-
björt Tryggva-
dóttir, f. 19.6. 1979, og eru
börn þeirra Helgi, f. 13.11.
2008 og Ylfa Kristín, f. 14.2.
2011, d) Friðrik Helgason, f.
7.2. 1982, maki Droplaug
Benediktsdóttir, f. 11.8. 1986,
2) Fanney Friðriksdóttir, f.
13.6. 1952, gift Guðmundi J.
Halldórssyni, f. 11.2. 1956.
Börn hennar: a) María Sigríð-
ur Þórðardóttir, f. 2.2. 1971
og eru börn hennar: Árdís
Marín Ingadóttir, f. 20.5.
1998, Kristófer Daði Ingason,
f. 14.8. 2000 og Ísabella María
Bech, f. 26.6. 2007, b) Friðrik
Þórðarson, f. 2.2. 1973, c) Sig-
urjón Geir Þórðarson, f. 8.10.
1974, kvæntur Sólveigu Er-
lendsdóttur, f. 15.4. 1980, og
eru börn þeirra: Dagur Árni,
f. 1.3. 2006 og Jökull Logi, f.
16.12. 2008, d) Axel Gauti
Guðmundsson, f. 17.7. 1990, 3)
Snæbjörn Friðriksson, f. 21.1.
1954. Börn hans: a) Kolfinna
Íslenski fáninn var dreginn í
hálfa stöng við gamla íbúðarhús-
ið á Ytri-Tjörnum sl. sunnudag.
Friðrik var látinn, síðastur
Tjarnasystkinanna. Þau voru 12
og létu öll til sín taka í þjóðlífinu
á síðustu öld, hvert með sínum
hætti. Friðrik var langyngstur
en nærri 27 ára aldursmunur var
á honum og elstu systur hans.
Friðrik náði 90 ára aldri.
Hann fagnaði tímamótunum með
börnum sínum, nánu skyldfólki
og vinum 29. maí sl. Hann komst
í fréttirnar á Fésbókinni með því
að vera einn fárra núlifandi Ís-
lendinga sem áttu afa eða ömmu
sem fæddust fyrir meira en 200
árum. Þegar Friðrik lést voru
208 ár frá því Benjamín Fló-
ventsson, afi hans, fæddist. Líf
þeirra langfeðga náði yfir meg-
inhluta 19. aldar, alla 20. öldina
og nokkuð fram á þá 21. Niður
aldanna hljóðnaði.
Gerður og Friðrik bjuggu sér
og börnum sínum gott og menn-
ingarlegt heimili og þar hef ég
átt margar góðar stundir með
þeim.
Húsið í Kristnesi var fullt af
gömlum húsgögnum og munum
úr ættum beggja. Bækur þöktu
veggi. Bæði voru miklir safnar-
ar. Gestkvæmt var á heimilinu.
Friðrik var ræðinn og fróðleiks-
fús.
Hann hafði gaman af því að
spjalla um stjórnmál og leitaði
stíft frétta og skoðana gesta og
sagði sitt álit.
Hann var glettinn og naut
þess að segja gamansögur,
gamlar og nýjar, og jafnvel lít-
ilfjörlegustu atvik gátu orðið að
söguefni.
Hann gat líka rætt málin af
ákafa. Svo var farið í einhverja
bókahilluna og flett upp í
skræðu og með því gat Friðrik
oft stutt mál sitt góðum rökum.
Eftir að hjónin fluttu sig í
Reykárhverfið, þar sem þau
voru meðal frumbyggja, var
Friðrik á góðum stundum nefnd-
ur „bæjarstjórinn“. Ég stend í
þeirri meiningu að það hafi verið
vegna þess að hann hélt uppi
fjörinu á „bæjarhátíðum“.
Friðrik og Gerður fylgdust
vel með framgangi barna sinna,
barnabarna og barnabarnabarna
í lífinu, ávallt stolt af þeim, eins
og þau máttu vera. Afkomendur
þeirra eru orðnir 42.
Blessuð sé minning míns
ágæta tengdaföður.
Helgi Bjarnason.
Í Vallartröð tók Friðrik afi
alltaf á móti okkur með bros-
mildum augum og sannri gest-
risni. Hann hafði gaman af því
að spjalla við okkur milli þess
sem hann hummaði og kveikti
sér í pípu.
Á fallegu heimili afa og ömmu
þótti okkur alltaf spennandi að
koma enda var þar mikið af
áhugaverðum munum. Það var
gaman að skoða pennasafnið
hans afa, gamla skrifborðið og
bækurnar óendanlegu sem við
skemmtum okkur við að telja.
Stór og blómlegur garðurinn
var stöðug uppspretta leikja –
og rabarbara með sykri úr
búrinu hennar ömmu. Okkur er
líka minnisstæður ævintýralegur
lækurinn, reisulegur skógurinn,
fossinn og fjallið – allt í bakgarð-
inum.
Afi var hagleiksmaður, sí-
brallandi eitthvað úti í bílskúrn-
um sem í okkar litlu augum var
stútfullur af æsispennandi tækj-
um sem ekki mátti fikta í. Úti í
bílskúr var afi líka með sér ís-
skáp undir gos (og fleira) sem
hann var duglegur að bjóða úr.
Þótt afi hafi verið iðinn er minn-
ingin um hann dottandi með bók
í hendi ekki síður sterk.
Þegar árin færðust yfir var
jafn gaman koma í Vallartröð og
hitta gömlu hjónin, þiggja veit-
ingar og hlusta á þau færa
manni ljóslifandi sögur úr fortíð-
inni. Það var líka gaman að sjá
hvað afi hugsaði vel um ömmu
eftir að hún missti heilsu.
Lengi lifi minningin um góðan
afa.
Fanney, Hafdís, Bjarni,
Friðrik, makar og börn.
Nú er hann Friðrik Kristjáns-
son fallinn frá. Honum kynntist
ég fyrir um 25 árum þegar ég
kom til starfa í Eyjafjarðarsveit.
Hann var þá húsvörður við
Hrafnagilsskóla. Við urðum síð-
an nágrannar í Vallartröð í
nokkur ár og með okkur tókst
góð vinátta.
Friðrik er mér fyrir margra
hluta sakir minnisstæðari en
margur sem ég hef kynnst á lífs-
leiðinni. Eðlilega eru vissir hlutir
sem standa upp úr í minning-
unni. Friðrik var mjög kvikur í
hreyfingum og gekk rösklega til
verka. Starfi sínu sem húsvörður
sinnti hann af mikilli samvisku-
semi og var fyrir vikið í starfi
fram yfir sjötugt. Mér er Friðrik
sérstaklega minnisstæður þegar
hann á sumrin eyddi löngum
stundum í að fegra umhverfið.
Auk þess að sinna garðinum við
hús þeirra Gerðar þá hafði hann
tekið í fóstur aðliggjandi opið
svæði þar sem hann vökvaði og
sló, hlúði að trjám og runnum
okkur nágrönnum til mikillar
gleði.
Sonur minn, Jónas, sem þá
var ungur að árum hafði mikið
dálæti á Friðriki og kallað hann
jafnan „Friðriki minn“. Reyndar
held ég að þetta dálæti hafi verið
gagnkvæmt. Jónas fylgdist
grannt með Friðriki og tók hann
sér mjög til fyrirmyndar. Hann
eignaðist líka garðsláttuvél eins
og Friðrik, að vísu úr plasti.
Þegar hann sá Friðrik fara að
slá greip hann sláttuvélina og
brunaði af stað líka. Um tíma
tók hann upp á því að ganga um
gólf álútur með hendur fyrir aft-
an bak eins og Friðriki minn.
Það vantaði bara pípuna.
Ég minnist með ánægju sam-
tala okkar á grasflötinni við Vall-
artröð. Þau samtöl voru mörg
um landsins gagn og nauðsynjar
og oft á léttu nótunum því Frið-
rik var gamansamur. Á undan-
förnum árum hef ég alltaf rekist
á Friðrik af og til og við tekið
stutt spjall um það sem á dagana
hefur drifið frá því síðast. Nú
var þó orðið nokkuð langt um
liðið enda hár aldur hans og löng
vinnusöm ævi farin að segja til
sín.
Við Freyja og börn okkar
minnumst Friðriks með hlýhug
og þakklæti. Við vottum Gerði
og öðrum aðstandendum samúð
okkar.
Pétur Þór Jónasson.
Friðrik
Kristjánsson
Eðvarð Örn
Kristinsson
✝ Eðvarð ÖrnKristinsson
fæddist 29.
ágúst 1981.
Hann lést af
slysförum er
bát hans hvolfdi
út af Aðalvík 11. maí 2016.
Útför Eðvarðs Arnar fór fram
frá Súðavíkurkirkju 21. maí
2016.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐLAUGAR ÁGÚSTU
HANNESDÓTTUR
hjúkrunarfræðings.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund og deild 4B
Landspítala, Fossvogi, fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
.
Jón Sigurðsson, Una Eyþórsdóttir,
Hannes Sigurðsson, Sesselja Guðmundsdóttir,
Albert Páll Sigurðsson, Rannveig Sigurðardóttir,
Ólöf Guðrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar
BIRGIS ARA EINARSSONAR,
fyrrverandi skólastjóra,
Ásvegi 28,
Breiðdalsvík.
.
Auður Stefánsdóttir og fjölskylda.
Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og veittu aðstoð vegna
andláts og útfarar
FINNBOGA JÓNSSONAR
frá Skálmarnesmúla.
.
Þuríður Kristjánsdóttir,
Anna Freyja Finnbogadóttir, Óskar Halldórsson,
Jón Finnbogason,
Auður Elín Finnbogadóttir, Guðjón Þorsteinsson
og barnabörn.
Þökkum vináttu og samúð við fráfall og
útför okkar elskulegu
SIGRÍÐAR FANNEYJAR ISAKSEN.
Við viljum sérstaklega þakka Hildi og öllum
frábæru konunum og öðrum sem önnuðust
hana á Blesastöðum.
.
Viktoría Isaksen, Valdimar Steinþórsson,
Vilhelmina Isaksen, Erling Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
ÓSKARS HALLDÓRSSONAR
húsgagnabólstrara,
Lyngbergi 39b, Hafnarfirði.
Við sendum sérstakar þakkir til starfsfólks
heimahjúkrunar á Sólvangi, starfsfólks Drafnarhúss og
taugalækningadeildar Landspítalans í Fossvogi fyrir frábæra
umönnun.
.
Helga Jóna Jensdóttir,
Hrafnhildur Óskarsdóttir, Jens Þórisson,
Hafdís Óskarsdóttir, Khalil Semlali,
Helena Óskarsdóttir, Robert Scobie,
Helga Óskarsdóttir, Christof Wehmeier,
Valdimar Óskarsson, Lovísa Traustadóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og vinur,
RICHARÐUR ÞÓR ÁSGEIRSSON
flugvallarstjóri,
Hraunbraut 17,
lést á heimili sínu 6. júní.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 16. júní. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem
vilja minnast hans láti Hjálparsveit skáta Kópavogi njóta þess.
.
Dóra Georgsdóttir,
Ásgeir Ásgeirsson, Berglind Ólafsdóttir,
Fanný Fjóla Ásgeirsdóttir,
Viðar Ásgeirsson, Guðrún María Einarsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
NIELS P. SIGURÐSSON
fv. sendiherra,
sem lést 3. júní, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
13. júní kl. 15.
.
Rafn A. Sigurðsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir,
Karitas Sigurðsson, Alexander Mitrogogos,
Sigurður B. Sigurðsson, Viky Figueras-Dotti,
barnabörn og barnabarnabörn.