Morgunblaðið - 11.06.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
Söfn • Setur • Sýningar
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal
Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
Norðrið í norðrinu á 3. hæð
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
LISTASAFN ÍSLANDS
BERLINDE DE BRUYCKERE 21.5 - 4.9.2016
LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016
UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST
UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN
21.1 - 11.9 2016
PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS;
JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016
Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
GYÐJUR 5.2. - 29.5.2016
Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið daglega frá kl. 10-17.
Verið
velkomin
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17
Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Geymilegir hlutir
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Tónlistarhátíðin Reykjavík Mid-
summer Music verður haldin í
fimmta sinn í næstu viku, hefst í
Hörpu næstkomandi fimmtudag og
stendur fram á sunnudaginn 19. júní.
Í ár verður leiðarstef hátíðarinnar
hinn frjálsi förusveinn og efnisskráin
fer með gesti hátíðarinnar í ferðalög
um lendur tónlistarinnar og ekki síð-
ur innávið.
Eins og getið er verður þetta í
fimmta sinn sem hátíðin er haldin, en
Víkingur Heiðar Ólafsson stofnaði
hátíðina 2012 og er listrænn stjórn-
andi hennar. Á vefsetri hátíðarinnar,
http://reykjavikmidsummermu-
sic.com/, má meðal annars lesa að
listræn stefna hátíðarinnar „ein-
kennist af því að öll tónlist sem flutt
er í dag flokkist í raun sem nútíma-
tónlist, hvort sem hún var samin á 17.
eða 21. öldinni“.
Víkingur segir að merkimiðar séu
vissulega að vissu leyti hjálplegir,
fólk sem langar til að hlusta á Mahler
langar kannski ekki að hlusta á
Sturlu Atlas og öfugt, „en frá alda-
mótum hefur mér fundist sem fólk sé
hætt að hugsa svo mikið um merki-
miða. Sama fólkið fer þannig á tón-
leika með Sinfóníuhljómsveitinni á
Tectonics í Hörpu þar sem spilað er á
kaktus og síðan á opnun myndlistar-
sýningar í i8 og svo á Jazzhátíð líka.
Ég er að reyna að styðja þessa þróun
með þessari hátíð,“ segir Víkingur en
bendir líka á að hátíðin að þessu sinni
sé reyndar „klassískari“ núna en oft
áður.
Ekki eins mikil tilrauna-
mennska
„Það er ekki eins mikil tilrauna-
mennska en við erum þó með verk
eftir George Crumb fyrir tvo flygla
og slagverk sem er ótrúlega fallegt
verk en enginn veit hvort það sé nú-
tímaklassík eða tilraunaverk. Það er
líka æðislegt að fólk geti komið í
Hörpu og hlustað á Kristinn Sig-
mundsson syngja An die ferne Ge-
liebte eftir Beethoven, einn fyrsta
ljóðasöngsflokk sögunnar, og fengið
að heyra á sömu tónleikum frum-
flutning á nýrri og glitrandi fallegri
píanósónötu eftir Áskel Másson.
Það er líka skemmtilegt að fólk
sem kemur að hlusta á hinn fína vef
franska impressjónistans Maurice
Ravel á opnunartónleikunum fái líka
að heyra nýtt verk eftir Skúla Sverr-
isson, Míranda, sem fer út í geim og
heitir eftir smæsta tungli Úranusar
þar sem Skúli er að reyna að festa
þyngdarleysi í tónmál. Fólk þarf
þannig ekki að fara í Mengi til að
hlusta á Skúla og í Hörpu til að heyra
í Ravel og á einhvern enn annan stað
til að upplifa Toru Takemitsu.
Lungann úr árinu er Víkingur
Heiðar á ferð og flugi að spila á tón-
leikum víða um heim. Hann segir að
hátíðin sé sér líka mikilvæg sem
listamanni, enda sé það alveg jafn
mikil tjáning að vera listrænn stjórn-
andi hennar og að spila og gefa sig
allan í eitthvert tónverk. „Þegar ég
er að raða saman sjö tónleikum og
reyna að stjórna því hvernig fólk
upplifir hlutina, frá fimmtudegi til
sunnudags, þá er það ótrúlega stórt
tjáningarform, Gesamtkunstwerk á
Wagner-skalanum.
Ég gæti ekki hugsað mér að vera
listrænn stjórnandi eingöngu, að
hætta að spila. Ég er píanóleikari
95% og að gera þúsund aðra hluti en
að skipuleggja tónlistarhátíð allt ár-
ið. Þess vegna verður alltaf rosaleg
spenna og hamagangur þegar kemur
að því að setja hátíðina saman og vik-
una fyrir hverja hátíð hugsa ég alltaf:
þetta ætla ég aldrei að gera aftur,“
segir hann og hlær. „Svo er þetta
alltaf svo rosalega skemmtilegt, sér-
staklega af því að áheyrendur eru
svo til í þetta, að ég byrja strax að
hugsa um næstu. Ég hvet tónlistar-
menn til að prófa að stýra svona há-
tíð, prófa að skipuleggja og hugsa um
hvernig maður raðar verkum upp í
prógramm, í eitthvert þema, eins og
ég er að gera með Wanderer, föru-
sveininn eða ferðalanginn eða hvað
sem viljum kalla það. Þetta skýrir
mjög mikið mína hugsun og hefur
mikil áhrif á það hvernig ég vinn svo
sem einleikari restina af árinu.“
Ótrúlega skemmtileg vinna
„Þegar ég ákveð þema eins og ég
hef gert er ég náttúrlega að gera líf
mitt erfiðara. Í stað þess að velja
verk sem ég þekki og er að spila
leggst ég í rosalega hlustunarvinnu
og kynnist þá oft verkum sem ég
þekkti ekki áður. Dæmi um það er
Orion eftir Toru Takemitsu, ótrúlega
fallegt verk fyrir selló og píanó þar
sem við ferðumst út í geim. Ég hugsa
að þriðjungur af verkunum á hátíð-
inni sé verk sem ég þekkti ekki fyrir
sem gerir þetta ótrúlega skemmti-
lega vinnu.“
Eins og Víkingur nefnir er þema
hátíðarinnar förusveinninn, der
Wanderer, og þá í víðari merkingu
en þýskir rómantíkerar lögðu í hug-
takið á sínum tíma, eins og Víkingur
lýsir því, áheyrendur ferðast ekki
bara út í náttúruna til að njóta henn-
ar, heldur líka milli heima og tíma.
„Á tónleikunum 18. júní er t.d. hægt
að fara í ferðalag í tónatíðni eins og
Charles Ives í verkinu 3 Quarter
Tone Pieces frá 1932 sem er fyrir pí-
anó sem stillt er venjulega og svo
annað sem stillt er kvarttón niður
sem býr til brjálæðislega falleg blæ-
brigði og svo flökkum við inn í kvik-
mynd um listamanninn Calder úti í
skógi í verki Works of Calder eftir
John Cage, og svo er verk eftir Bart-
ók þar sem hann vinnur með náttúru-
hljóð og George Crumb tekur það
enn lengra í Makrokosmos III: Mus-
ic for a Summer Evening. Þetta er
Ferðalag í tónum,
tíma og rúmi
Reykjavík Midsummer Music hefst á fimmtudag
Blóðdropinn, hin íslensku glæpa-
sagnaverðlaun, voru afhent í gær í
10. sinn og kom í hlut Óskars Guð-
mundssonar fyrir Hilmu. Hið ís-
lenska glæpafélag stendur að verð-
laununum, en verðlaunabókin er
framlag Íslands til Glerlykilsins,
norrænu glæpasagnaverð-
launanna.
Í dómnefnd Blóðdropans sátu
Úlfar Snær Arnarson formaður,
Kristján Jóhann Jónsson og Guð-
rún Ögmundsdóttir, en í umsögn
dómnefndar segir: „Óskar stekkur
inn á glæpasvið Reykjavíkur með
miklum látum með fyrstu glæpa-
sögu sinni, Hilmu. […] Lög-
reglukonan Hilma þarf ekki aðeins
að kljást við að finna morðingja
heldur þarf hún einnig að glíma
við forhertan glæpamann úr undir-
heimum Reykjavíkur sem vill koma
fram við hana hefndum. […] Per-
sónur sögunnar eru fjölbreytilegar
[…] Spenna sögunnar felst að
miklu leyti í sjónarhorni frásagn-
arinnar. Lesandinn fylgist með
hugsunum og gjörðum morðingj-
ans sem oft er nálægt því að verða
gripinn af Hilmu […] Höfundur
dregur lesandann inn í umhverfi
sögunnar á skýran og greinar-
góðan hátt. Fléttan og spennan
byggist jafnt og þétt upp og endar
í dramatísku uppgjöri sem lesandi
átti erfitt með að sjá fyrir.“
Morgunblaðið/Eggert
Gleðistund Óskar var að vonum ánægður við verðlaunaafhendinguna. Hér er hann með Eiríki Brynjólfssyni.
Hilma besta glæpasagan
Óskar hlaut Blóðdropann sem afhentur var í 10. sinn
Rebekka Kühnis opnar sýningu á
teikningum sínum í Mjólkurbúðinni
í Listagilinu á Akureyri í dag kl. 15.
„Teikningar Rebekku fjalla um
persónulega nálgun hennar að ís-
lensku landslagi. Hún leitast við að
ná lagskiptri framsetningu í teikn-
ingum sínum og skoðar um leið
gagnsæi og tvíræðni í rannsókn
sinni á landslaginu þar sem línuleg
nálgun leikur aðalhlutverkið,“ seg-
ir í tilkynningu sýningarhaldara.
Rebekka Kühnis er frá Sviss og
útskrifaðist frá Hochschule der
Künste í Bern árið 2002 með mast-
ersgráðu í listum og kennslufræð-
um. „Hún kom fyrst til Íslands fyrir
tuttugu árum og vann þá á
sveitabæ á Suðurlandi. Síðan þá
fjölgaði ferðum hennar til landsins
og síðasta sumar tók hún þá
ákvörðun að flytja til landsins og er
nú búsett á Akureyri.“ Kühnis hef-
ur reglulega haldið listsýningar, en
þetta er hennar fyrsta einkasýning
á Íslandi. Sýningin er opin ýmist kl.
14-17 eða kl. 15-18 nú um helgina
sem og dagana 16.-19. júní.
Rebekka Kühnis sýnir í Mjólkurbúðinni
Mælifell Ein teikninga Rebekku Kühnis.