Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Page 2
82ára gömul kona segist ekki hafa tíma til að slaka á og njóta efri ár-anna því hún þurfi að bjarga jörðinni. Það sé dýrmætara en að húnfái að setjast í helgan stein. Þetta er Jane Goodall sem um ræðir en ég spjallaði við hana í vikunni um hennar lífsins ástríðu – simpansana sem hún eyddi 55 árum með í afrísku skóglendi og ferðalög hennar um allan heim, 300 daga á ári, til að bjarga um- hverfinu. Það var tvennt sem ég leiddi sterkt hugann að eftir þetta viðtal. Af hverju í ósköpunum ég er sjálf, 39 ára og eld- hress, ekki búin að leggja meira af mörkum til að snúa þessari ömur- legu þróun í umhverfismálum við? Það er svo ótrúlega heimskulegt að gera ekkert! Dóttir mín tilkynnti sig hátíðlega komna á vegan-mataræði og ég blessaði hana ekki í bak og fyrir og samgladdist vistkerfi jarðar (minni útblástur vegna matvælaframleiðslu og -flutnings). Þess í stað setti ég upp „enn ein dellan“ svipinn. Þegar ég tók til í geymslunni og ferjaði allt í Sorpu óskaði ég þess eins að eng- inn starfsmaður væri að horfa svo ég gæti troðið öllu í óendurvinnulegt-allskonar pressuna. En undiraldan er sterk og ég finn að ég er smám saman að sogast út í. Atriði númer tvö er þetta með að vera 82 ára, hress og ástríðufull og með svo mikið til málanna að leggja að hver og einn einasti salur áhorfenda, af þeim mörg hundruð sem hún fyllir á hverju ári, situr í þögn og hlustar á hana. Jane Goodall er vissulega einstök en það eru margir komnir á hennar ald- ur, hressir og ástríðufullir, en enginn veitir því eftirtekt (fyrr en viðkomandi er fenginn í viðtal 104 ára, rosa gamall en ekki svo hress). Ég hef oftsinnis fengið ábendingar um að í fjölmiðlum vanti sýnileika þess- ara eldri kynslóða og við í blaðamannastétt getum flest tekið það til okkar. Samfélagið samanstendur af fólki á öllum aldri og líka eldra fólki sem hefur frá áratugum, sem við aldrei lifðum, að segja og langri reynslu, sem við von- andi öðlumst, að deila. Ljósmynd/© The Jane Goodall Institute Áttrætt og eldra ástríðufólk Pistill Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Það eru margir komnirá hennar aldur, hressirog ástríðufullir, en enginnveitir því eftirtekt (fyrr en viðkomandi er fenginn í viðtal 104 ára, rosa gam- all en ekki svo hress). Hvað er spunaleikur? Spuni eða „improv“ er þegar einhver segir eða gerir eitthvað án þess að vera búinn að ákveða hvað það er fyrirfram. Er listformið aðeins fyrir leikara eða geta allir blómstrað? Það geta allir spunnið. Og það ættu allir að gera það af því að það er mannbætandi. Er skylda að vera fyndinn? Það er reyndar bannað að reyna að vera fynd- inn. Hvernig vinnur maður sig út úr því að verða kjaftstopp á sviðinu? Til dæmis með því að bregðast við því síðasta sem var sagt, fara að tala um eitthvað allt ann- að, segja það sem þú ert að hugsa, segja eitthvað svipað og hinir voru að segja, segja það sama og þú varst að segja nema aðeins öðruvísi eða bara opna munnin og gá hvað kemur út. Það eru enda- lausar leiðir. Er eitthvað bannað þegar kemur að spuna? Ekki vera fáviti. Hvaða forsetaframbjóðandi heldur þú að gæti náð mestum frama í spunaleik? Þessi sem verður duglegastur að æfa sig í spuna. Þetta snýst allt um æfinguna. Verður maður orðheppnari í almennum samskiptum við það að læra listformið? Stundum lítur það þannig út. En þá er maður í raun- inni bara orðinn betri í því að hlusta á sjálfan sig og aðra. Hver er færasti spunaleikari allra tíma? Í spunasenunni úti í New York, þar sem ég lærði, er oft sagt: „Treat your scene-partner like he’s Robin Willi- ams“ af því að maður á alltaf að koma fram við mótleik- arann eins og hann sé besti spunaleikari í heimi (sem hann var víst), þannig kemur maður sjálfur best út á sviðinu. Morgunblaðið/Ófeigur DÓRA JÓHANNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Bannað að vera fáviti Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Árni Friðberg Helgason Ég held að þeir komist upp úr riðl- inum og í 16 liða úrslit. SPURNING DAGSINS Hvað held- ur þú að Ís- land nái langt á EM? Alida Jakobsdóttir Ég ætla bara að segja alla leið! A.m.k. í fyrstu þrjú sætin. Stefán Steinn Björgvinsson og Kim Björgvin Stefánsson Faðir: Í átjánda sæti. Sonur: Í fyrsta sæti. Kristín Guðbjartsdóttir Ég tel að þeir vinni svona helming leikja og lendi fyrir miðju. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumynd/ © The Jane Goodall Institute Dóra Jóhannsdóttir er forsprakki hópsins Improv ísland. Hópurinn sýndi vikulega fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur og sýnir í sumar á Húrra annan hvern þriðjudag á ensku. Auk þess heldur hópurinn reglulega námskeið í spunatækni. Hluti af hópnum heldur til New York í lok júní til að sýna spunasöngleik á Del Close Maraþoninu í UCB leikhúsinu. Nán- ari upplýsingar um námskeið og sýningar má finna á vefnum improviceland.com sem og Facebook, Twitter og Snapchat.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.