Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 8
Sirhan Sirhan skaut Bobby einu sinni í
höfuðið og tvisvar í bakið. Hann sá sig knú-
inn til morðsins vegna afskipta Bandaríkj-
anna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Morðinginn Hinn tuttugu og fjögurra
ára gamli Sirhan Sirhan var jórd-
anskur ríkisborgari af palestínskum
ættum. Hann fæddist inn í kristna
fjölskyldu í Jerúsalem árið 1944 og
fluttist ásamt fjölskyldu sinni til
Bandaríkjanna tólf árum síðar. Í
viðtali við David Frost árið 1989
kvað Sirhan einu tengingu sína við
Robert F. Kennedy vera stuðning
þess síðastnefnda við Ísraelsríki,
þá sérstaklega í sex daga stríðinu,
og vilja hans til að auka hernað
gegn Palestínumönnum. Sirhan
afplánar nú lífstíðardóm í fang-
elsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Robert Francis Kennedy Síðastliðinn mánudag voru fjörutíu og átta ár
liðin frá því að bandaríski stjórnmálamaðurinn og forsetaframbjóðand-
inn Robert Francis Kennedy, betur þekktur sem Bobby Kennedy, var
ráðinn af dögum. Það var nánar tiltekið rétt eftir miðnætti hinn 5. júní
árið 1968 sem Bobby var staddur í eldhúsi Ambassador-hótelsins í Los
Angeles. Nýbúið var að tilkynna um sigur Bobbys í undankosningum
demókrata í Kaliforníu og Suður-Dakóta og var hann í óðaönn að taka
við hamingjuóskum er hann og föruneyti hans stytti sér leið í gegnum
eldhús hótelsins á leið sinni á fjölmiðlafund. Bobby var í þann mund að
taka í spaðann á þjóninum Juan Romero þegar hinn tuttugu og fjögurra
ára gamli Sirhan Sirhan stökk fram úr felustað sínum og skaut forseta-
frambjóðandann til bana.
Bobby hafði áður meðal annars gegnt embætti dómsmálaráðherra í
ríkisstjórn eldri bróður síns, forsetans John F. Kennedy, en
þegar hér var komið sögu voru einmitt fimm ár liðin frá því
að sá síðarnefndi var myrtur af Lee Harvey Oswald. Þá
gegndi Bobby einnig embætti fulltrúa New York-fylkis í öld-
ungaráði Bandaríkjanna eftir morð bróður hans og allt þar til
hann bauð sig fram til forseta. Bobby var þekktur sem mikill
mannréttindafrömuður og var einskonar tákn nýrrar og
frjálsrar Norður-Ameríku. Hann tók meðal annars virkan
þátt í réttindabaráttu svartra, var andsnúinn dauðarefs-
ingum, talaði fyrir friði í Kúbudeilunni svokölluðu og gagn-
rýndi framferði bandaríska hersins í Víetnam.
Það varð síðan Repúblikaninn Richard Nixon sem vann
forsetakosningarnar, hafði þar betur gegn demókratanum
Hubert Humphrey, og tók við embætti forseta Bandaríkj-
anna árið 1969. Arfleifð Bobbys er engu að síður ótvíræð og
hafa bæði demókratar og repúblikanar stigið fram og hyllt
manninn fyrir ákveðni í starfi, almenna gæsku og vitsmuni.
Árið 1968 var einnig settur á laggirnar alþjóðlegur styrkt-
arsjóður, Robert F. Kennedy Human Rights Award, sem hef-
ur frá árinu 1984 veitt þrjátíu og sjö einstaklingum og sam-
tökum verðlaun til að heiðra framlag þeirra til
mannréttindabaráttu víðs vegar um heiminn. Meðal verð-
launahafa má nefna Frank Mugisha, Abel Barrera Hern-
ández og samtökin Women of Zimbabwe Arise.
Arfleifð Bobbys
lifir enn
’ Bobby tók meðal annars virkan þátt í réttindabaráttusvartra, var andsnúinn dauðarefsingum, talaði fyrirfriði í Kúbudeilunni svokölluðu og gagnrýndi framferðibandaríska hersins í Víetnam.
Martin Luther King, jr. ásamt Bobby en beggja er
minnst fyrir mannréttindabaráttu.
Robert F. Kennedy var
myrtur árið 1968, fjöru-
tíu og tveggja ára að aldri.
Bobby, Ted og John fyrir utan
Hvíta húsið árið 1963. John var
myrtur fáeinum mánuðum síðar.
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016
Fjölskyldan Faðir Bobbys var viðskiptajöfurinn
og stjórnmálamaðurinn Joseph P. Kennedy og
móðir hans var Rose Fitzgerald Kennedy, dóttir
borgarstjóra Boston-borgar. Bobby átti átta
systkin, þrjá bræður og fimm systur, og var
hann sagður hafa verið feimnastur og hlédræg-
astur þeirra allra. Móðir hans og amma höfðu
meðal annars áhyggjur af því framan af hversu
lítill og mjór drengurinn var. Honum var gjarn-
an strítt af systkinum sínum og var oft og tíðum
fyrir barðinu á yfirgangssemi föður síns.
Joseph hafði ætíð stór plön fyrir börn sín og
þá sérstaklega fyrir elsta soninn, Joseph Patrick
Kennedy Jr. Sá féll í síðari heimsstyrjöldinni og
færðist þá megnið af pressunni yfir á næstelsta
bróðurinn, John F. Kennedy, sem varð einmitt
forseti árið 1961. Bobby féll eilítið í skuggann af
eldri bræðrum sínum en var þó ætíð afar náinn
John. Systur Bobby unnu sér einnig margt til
frægðar en þar má nefna Eunice sem stofnaði
Special Olympics árið 1968. Þá gegndi Jean
embætti sendiherra Bandaríkjanna á Írlandi.
Fjölskyldan árið 1931. Bobby má sjá neðstan til vinstri fyrir framan
John. Ted var ófæddur þegar myndin var tekin.
Börnunum ætlaðir stórir hlutir
Bölvun? Margt hefur verið
karpað um Kennedy-bölvunina
svokölluðu en fjölskyldan varð
fyrir ýmsum skakkaföllum á
sínum tíma. Þar má nefna
elsta bróðurinn, Joseph, sem
lést í flugslysi tuttugu og níu
ára að aldri, elstu systurina
Rosemary, sem glímdi við geð-
ræn vandamál og lamaðist við
lóbótómíu-aðgerð þegar hún
var tuttugu og þriggja ára, og
næstelstu systurina Kathleen,
sem lést í flugslysi tuttugu og
átta ára að aldri. Bræðurnir
John og Bobby voru myrtir eins og frægt er orðið auk þess sem
fjórði bróðirinn, Ted, rétt komst lífs af þegar flugvél hans hrapaði
skömmu eftir að sá fyrstnefndi var myrtur. Þá hafa ýmis óhöpp
skekið fjölskylduna sem eru of mörg til að telja hér upp.
Fræg eru orð Johns eftir að Kúbudeilunni lauk
en þá þakkaði hann almættinu fyrir bróður sinn.
AFP
Kathleen Kennedy lést í flugslysi
ásamt unnusta sínum Earl Fitzwilliam.
Helmingur dó ungur
Andsnúinn
Zíónisma
Hlökkum til að heyra frá ykkur!
Nolta
Okkar megin áherslur eru:
◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf
Sigurjón
Þórðarson
Sími: 893 1808 •
sigurjon.thordarson@nolta.is
Friðfinnur
Hermannsson
Sími: 860 1045 •
fridfinnur.hermannsson@nolta.is
Ráðgjöf og þjálfun nolta.is
Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki
Frekari upplýsingar á nolta.is
Nolta er á Facebook
Leiðtoginn á réttum kúrs
Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa
þar sem leiðtoginn stillir af hvert hann stefnir og kemur
skipulagi á sín helstu verkefni.
Árni
Sverrisson
Sími: 898 5891 •
arni.sverrisson@nolta.is