Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Síða 13
Óskar í Sunnubúðinni, en hjá honum var frambjóðandinn sendill í gamla daga. Gísli Marteinn Baldursson, sjón- varpsmaður, hjólreiðafrömuður og fyrrverandi borgarfulltrúi, var þar fyrir. „Menn vita ekki hver fann upp hjólið en Gísli Marteinn fann upp tví- hjólið,“ sagði Davíð og þeir hlógu báðir dátt. Þessi orð voru slegin inn í tölvu áð- ur en viðtal við Margréti Pálsdóttur var sýnt á föstudagskvöldi og ekki er að efa að sá þáttur var skemmtilegur eins og hinir fyrri þrír. Vonandi verða allir jafn afslappaðir og skemmtilegir. Hildur Þórðardóttir verður á ríkisskjánum á mánudaginn en á þriðjudag fær þjóðin frí frá kosningavafstri (!) vegna Evrópu- móts landsliða í fótbolta. Að kvöldi þriðjudagsins mæta Ís- lendingar liði Portúgals í borginni Saint-Étienne og hefst leikurinn klukkan 19. Sturla Jónsson mætir í RÚV- viðtalið á miðvikudaginn en aftur taka íþróttamenn völdin að kvöldi fimmtudagsins, meira að segja Ís- lendingar og Portúgalar enn á ný! Í það skipti verður reyndar leikið innandyra, en karlalandslið þjóðanna í handbolta etja kappi um sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári. Þrír síðustu frambjóðendurnir mæta svo í viðtal hjá sjónvarpsfólki RÚV eftir helgina, í síðustu viku fyrir kjördag. Halla Tómasdóttir verður á skjánum á mánudaginn, Ástþór Magnússon á þriðjudaginn og Elísa- bet Jökulsdóttir rekur lestina, mið- vikudagskvöldið 22. júní. Glæsileg bifreið í eigu embættis forseta Íslands. Eftir nákvæmlega tvær vikur kemur í ljós hver fær hana til afnota næst. Morgunblaðið/RAX 12.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Ekki eiga allir þess kost að kom- ast á kjörstað 25. júní og heldur ekki á hefðbundna staði til þess að kjósa utan kjörfundar. Allir ættu þó að geta kosið. Á heimasíðu innanríkisráðu- neytisins kemur fram að kjós- anda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilismaður á dvalar- heimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða þar atkvæði. Sama er að segja um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla fer fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi. Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúk- dóms, fötlunar eða barns- burðar, er heimilt að greiða at- kvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. „Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík at- kvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardag- inn 4. júní, en ósk um atkvæða- greiðslu í heimahúsi verður að berast hlutaðeigandi sýslu- manni eigi síðar en fjórum dög- um fyrir kjördag, þriðjudaginn 21. júní, fyrir kl. 16,“ segir á síðu ráðuneytisins. Litlahraun. Fangar sem dvelja þar þessi dægrin fá að kjósa á staðnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Enginn þarf að óttast að geta ekki kosið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.