Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Qupperneq 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016
Æ
tli ég ferðist ekki enn meira
en poppstjarna. Í það
minnsta koma þær fram á
kvöldin en ég er að frá því
snemma á morgnana og
langt fram á kvöld,“ segir hin 82 ára gamla
doktor Jane Goodall, einn frægasti dýra- og
umhverfisverndunarsinni heims sem heimsæk-
ir Ísland í fyrsta sinn í næstu viku.
300 daga á ári er þessi hugsjónakona á ferð
og flugi til að vekja jarðarbúa til meðvitundar
um umhverfis- og dýravernd og slær ekki slöku
við þótt aldurinn færist yfir. Það er frekar að
hún bæti í.
Jane Goodall varð heimsfræg árið 1962 þegar
National Geographic birti ljósmyndir af henni,
28 ára gamalli, þar sem hún átti í einstökum
samskiptum við villta simpansa. Fékk umheim-
urinn þá að vita af því að í Afríkulandinu Tan-
saníu væri þessi unga breska kona að gera
tímamótauppgötvanir á hegðun simpansa. Með
þessum öpum hafði hún þá meira og minna
dvalið, í þeirra náttúrulega umhverfi, í tvö ár –
fylgst með hegðun þeirra og gert merkilegar
uppgötvanir. Næstu ár og áratugi áttu eftir að
verða til sjónvarpsþættir og kvikmyndir um
hana og hennar líf sem og fjöldi bóka. Jane
Goodall varð súperstjarna og er í dag meðal
annars friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna.
Jane Goodall dvaldist á þessum tíma og
næstu áratugi meira og minna með simpöns-
unum í Gombe-skóglendinu í Tansaníu þar sem
hún stofnaði svo rannsóknarsetrið Gombe
Stream.
Í dag heimsækir hún rannsóknarstöðina
tvisvar á ári og hún myndi vera þar mun oftar
og lengur ef hættuástand ríkti ekki í umhverf-
ismálum eins og hún segir sjálf. Hún verði að
nýta tímann til að ferðast um heiminn og vekja
fólk til meðvitundar um jörðina og þá hættu
sem hún er í, sem og líf þeirra dýra og manna
sem hana byggja.
„Við erum að sjá miklar breytingar verða í
jarðríkinu: útrýmingu dýrategunda, eyðingu
skóga, mengun á lofti og vatni og svo mætti
áfram telja. Vandamálið er að þrátt fyrir að
flestir geri sér grein fyrir þessu og um þetta sé
fjallað í fjölmiðlum er fólk ráðþrota. Því líður
eins og það litla sem það gæti hugsanlega gert
skipti engu máli. Svo að í stað þess að gera eitt-
hvað gerir það ekkert,“ segir Jane Goodall þeg-
ar blaðamaður Sunnudagsblaðs Morgunblaðs-
ins slær á línuna til hennar.
Hún er nýkomin úr stífu ferðalagi og er í smá
afslöppun heima við í Bretlandi þar sem hún
býr í húsinu sem hún ólst upp í. Það gefur henni
mikið að hitta þar fyrir sömu trén og voru þar
þegar hún var að alast upp en systir hennar býr
að staðaldri í húsinu með fjölskyldu sinni. Jane
Goodall er aftur á móti eins og fyrr segir lítið
heima við. Þrátt fyrir að henni þyki svo sann-
arlega ekki gaman að ferðast.
„Nei, það er hræðilegt. Öll þessi bið, flug-
vellir, ný hótel. Sérstaklega varð þetta erfitt
eftir 11. september, með hertri öryggisgæslu
þyngdust öll ferðalög. En ég læt mig hafa það.
Ég vil nýta allan tíma sem ég hef til að fræða
unga sem aldna því ég er vongóð, ég held að það
sé hægt að snúa þessari þróun við. En ég verð
að hafa hraðan á, ég veit ekki hvað ég á mörg ár
eftir, það styttist í annan endann. Ég vildi að ég
hefði fleiri ár í þetta.“
Allir geta gert eitthvað
Hvar sem Goodall kemur, leitast hún við að
leiðrétta þann misskilning að ein manneskja
geti ekki gert neitt.
„Sannleikurinn er sá að á hverjum einasta
degi getur hver og einn einasti gert eitthvað til
að hafa áhrif til góðs á umhverfið. Það getur
virst lítið. En bara það að hafa í huga hvað við
kaupum úti í búð skiptir öllu. Að kynna sér
hvaðan varan er upprunnin, hve langt er hún
flutt? Voru mannúðar- og siðferðissjónarmið
höfð að engu í framleiðslunni? Var í fram-
leiðsluferlinu komið illa fram við dýr eða fólk?
Um leið og við spáum í þetta og ákveðum út frá
því hvað við setjum í körfuna erum við að
breyta heiminum. Okkur einföldu lifnaðar-
hættir geta í hverju skrefi haft áhrif.“
Þetta segir Goodall að eigi stórt erindi við
okkur Íslendinga og þjóðir í norðri. Neyslu-
samfélög hafi einmitt áhrif með sinni neyslu. Og
hún er vongóð þrátt fyrir allt. Vongóð um að
fólk endurskoði lifnaðarhætti sína en líka von-
góð um að fólk grípi til aðgerða. Enda er
reynslan sú að hvar sem hún kemur rúllar ein-
hver bolti eða boltar af stað.
Bæði hefur orðið til Stofnun Jane Goodall,
sem hefur það að markmiði að hvetja fólk til að
taka virkan þátt í verndun dýra og umhverfis og
þá er öflugt ungmennaverkefni, Roots & Shoots,
búið að festa rætur í 100 löndum um allan heim.
100.000 ungmenni taka þátt í því og leggja sitt af
mörkum í náttúru- og umhverfisvernd.
„Ungt fólk er fljótt að aðlagast breyttum lifn-
aðarháttum og þessari hugsun um að það sé
hægt að koma breytingum áleiðis – og reyndar
líka fullorðnir. Tilgangur minn með öllum mín-
um ferðalögum er að gefa fólki von og að fólk
grípi til aðgerða því það skiptir öllu.“
Þú virðist sjálf vongóð meðan margir um-
hverfisverndarsinnar eru svartsýnir og segja
jafnvel að það sé of seint að snúa þróuninni við –
skaðinn sé skeður og jörðinni verði ekki bjarg-
að. Af hverju ertu vongóð?
„Það verður of seint ef við bregðumst ekki
hratt við og ef við höldum áfram á þeirri braut
sem við erum á í dag. Ef við fáum ekki nógu
marga til að gera breytingar á sínum lifn-
aðarháttum og ef við getum ekki fengið fyr-
irtæki til að breyta stefnu sinni í umhverf-
ismálum og upprætt spillingu í tengslum
einstakra fyrirtækja og ríkisstjórna – jú, þá
verður það of seint. En það er ennþá hægt að
breyta þessu.
Og það unga fólk sem ég hef kynnst í Roots
& Shoots og er til í að bretta upp ermarnar og
gera heiminn að betri stað – það gerir mann
vongóðan. Það sem þetta unga fólk hefur áork-
að nú þegar er nokkuð mikilfenglegt og þeir
sem eru í dag orðnir fullorðnir og ólust upp við
að taka þátt í þessum sellum segja að þetta hafi
breytt hugsunarhætti þeirra fyrir lífstíð. Þetta
gerir mig vongóða.
Þá hef ég líka mikla trú á mannsheilanum.
Mannsheilinn getur nefnilega gert ótrúlegustu
hluti og þegar fólk hefur viljann til að gera eitt-
hvað höfum við séð ótrúlegustu hluti gerast.
Staðir á jörðinni sem mennirnir hafa eyðilagt –
þeir hafa verið glæddir lífi á ný þótt það verði
kannski ekki eins og það var áður. En fólkið
sem neitar að gefast upp ræðst á þessi vanda-
mál.“
Síðast en ekki síst nefnir Jane Goodall sam-
félagsmiðlana sem öflugt tæki. Enginn þurfi að
upplifa sig einan með sín hugðarefni og áhyggj-
ur. „Áður fyrr upplifði fólk sig kannski eitt. Það
hafði áhyggjur af velferð ákveðinna dýrateg-
unda, segjum sem dæmi leðurblakna eða
skjaldbakna. Í dag er hægt að fara á samfélags-
miðlana og finna annað fólk sem þykir líka vænt
um leðurblökur og skjaldbökur, mynda hópa og
sellur og vinna í sameiningu að verndun þeirra.
Ákvarðanir sem þessar breyta heiminum og
þetta lætur fólki finnast það gera gagn.“
Heldurðu að Íslendingar geti breytt ein-
hverju og að hverju ætti þjóð í norðri að vera að
einbeita sér?
„Það sem Íslendingar ættu að leggja áherslu
á er að skilja hvernig þeirra daglega líf hefur
áhrif á gang mála á fjarlægum stöðum. Vörur
sem fluttar eru til landsins – kemur barna-
þrælkun eða umhverfisspjöll þar við sögu?
Hugsið um hversu mikið tvö börn á ykkar
heimili nota af auðlindum jarðar – það er
kannski jafnmikið og 10 afrísk börn. Og það er
hægt að safna peningum til að styrkja verndun
jarðarinnar; umhverfisins, manna og dýra.
Mikilvægast er að gera sér grein fyrir að
manns eigin lífsmynstur hefur afleiðingar fyrir
aðra í heiminum.“
Ástandið býður ekki upp á slökun
með simpönsunum
Saga Jane Goodall með simpönsunum sínum í
Afríku er ótrúleg en til Afríku fór hún í fyrsta
skipti aðeins 23 ára gömul eftir að hafa orðið
ástfangin af þessum heimshluta í gegnum sög-
ur á borð við Tarzan. Dýr áttu hug hennar og
hjarta strax frá unga aldri. Fyrst lá leið hennar
til Kenía þar sem hún dvaldist á búgarði vina-
fólks síns. Í Kenía kynntist hún hinum heims-
þekkta fornleifa- og steingervingafræðingi Lo-
uis Leaky sem hreifst af ástríðu þessarar ungu
konu sem hafði safnað sér fyrir Afríkuferðinni í
nokkur ár.
Fyrir hans tilstuðlan fór hún að fylgjast með
og rannsaka simpansa í Tansaníu og eyddi þar
samanlagt um 55 árum. Þær rannsóknir vöktu
brátt heimsathygli – bæði aðferðafræðin sem
byggðist fyrst og fremst á að fylgjast með
simpönsunum úr fjarlægð með sjónauka í byrj-
un og svo smám saman í meira návígi og skrá
niður athugasemdir í stílabók. Simpansarnir
hættu smám saman að forðast Jane og eftir tvö
ár fóru þeir að treysta henni og nálgast. Meðal
tímamótauppgötvana Jane Goodall var að
simpansar geta nýtt sér verkfæri til mataröfl-
unar en áður var talið að aðeins maðurinn hefði
hæfileika til að nýta sér tól og tæki. Leaky
hvatti Goodall til að mennta sig meira og fékk
hún inngöngu í doktorsnám í Cambridge án
þess að hafa lokið grunnháskólaprófi. Í því
námi tók hún að sjálfsögðu fyrir simpansana en
simpansar eru búnir mikilli lærdómsgáfu og
Ekki staður né
stund til að
slá slöku við
Það er Jane Goodall kappsmál að nýta hverja mínútu til að
hvetja fólk til aðgerða til bjargar jörðinni. Þessi goðsagna-
kenndi náttúru- og dýraverndunarsinni sem varð heimsfræg
fyrir rannsóknir á simpönsum er á leiðinni til Íslands.
Blaðamaður
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Það er auðvelt að hrífast af og með Jane Goodall en þrátt fyrir mikla
ástríðu og baráttuanda býr hún yfir einhvers konar innri ró sem maður
ímyndar sér að einhver öðlist eftir að dvelja langdvölum í nánum tengslum
við náttúru og villt dýr. Þrátt fyrir að tala við fjölmiðla og fólk um allan
heim, allan ársins hring, er hún jafngefandi sem þetta væri hennar fyrsta viðtal.