Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Side 19
12.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Moskvu. Í lok vetrar gat ég gert tíu upphífingar og pabbi vildi fara að kaupa jakkann. Ég af- þakkaði og sagði að þetta hefði verið góður lær- dómur.“ Sprengjubrot í kinninni Faðir hans tók þátt í stríðinu í Tsjetsjeníu þar sem hann bjargaði lífi eins hermanns. Fyrir það fékk hann medalíu fyrir hetjuskap. Þeir lentu í sprengju og bar faðir hans hermanninn á öxl- inni í skjól. Sjálfur tók hann ekki eftir því að hann var með stórt sprengjubrot í kinninni sem náði í gegn og skagaði út úr gómnum. Það var ekki fyrr en seinna að hann var að fá sér að snæða að hann fann svo mikið járnbragð að hann uppgötvaði það. „Hann er algjör harð- nagli,“ segir Arsen og dregur fram mynd af honum í símanum sínum. Myndin er af manni með dökk sólgleraugu, hermannahúfu og jakk- inn er hlaðinn medalíum. „Hann lítur út eins og Rambó,“ segir Arsen og hlær. Kokkur eða geimfari Arsen á tvo hálfbræður hvorn frá sínu foreldri. Annar bróðir hans býr líka á Íslandi. „Ég kom hingað 22. september 2009, ég gleymi því ekki. Ég kom hingað til að hjálpa bróður mínum sem hafði búið hér í nokkur ár. Ég vildi líka safna peningum og fór þá að vinna á Argentínu en ég hafði þá unnið í eldhúsi í 18 ár. Ég hafði lært til bakara í Lettlandi í konditori. En ég vildi vinna sem kokkur en ekki bakari en það er mjög erf- itt að komast í það nám í Lettlandi,“ segir Ar- sen sem lærði þá til bakarans en eftir átta tíma skóladag stökk hann alltaf inn í eldhúsið hjá kokkunum og spurði hvort hann mætti vera með. „Ég þurfti að vera í eldhúsinu. Pabbi minn og afi voru líka kokkar. Afi minn bjó í Kákasus þar sem hann var frægur matreiðslumeistari. Hann eldaði oft fyrir toppana í Komm- únistaflokknum. Frændur mínir áttu líka veit- ingastaði þarna,“ segir hann og nefnir fleiri frændur sem eru kokkar. „Þegar ég var krakki var bara tvennt sem kom til greina. Annað hvort að verða kokkur eða geimfari, þetta dreymdi mig um. En það var of erfitt að verða geimfari,“ segir hann og hlær. Eldaði fyrir Svíakonung „Þannig að ég vann í eldhúsi frá því að ég hætti í skólanum. Eftir að ég kláraði bakaranámið fór ég beint að vinna við að elda í Ríkisóperunni í Riga í Lettlandi. Þarna eldaði ég ýmislegt og meðal annars fyrir Svíakonung. Ég var þá ný- útskrifaður. Ég vann þar aleinn og átti að baka kökur, gera samlokur og steikur, allt saman. Geturðu ímyndað þér hversu margir koma í óp- eruna? Á daginn var það hádegismatur og svo undirbúningur en lokað var fyrir eldhúsið snemma kvölds vegna sýninga. Ég lærði heil- mikið þarna, eldhúsið var mjög lítið og ég lærði að skipuleggja mig vel. Veitingastaðurinn var frábær með antíkhúsgögnum úr fínasta viði,“ útskýrir Arsen. Atvinnuboxari í mörg ár Eftir vinnuna í Ríkisóperunni fór Arsen að vinna á stóru hóteli í tvö ár en fór þá til Eng- lands þar sem hann vann í hóteleldhúsi næstu tvö árin. Hann sneri þá aftur til Lettlands og vann um stund sem barþjónn í spilavíti og á veitingastað. Þá ákvað hann að taka sér hlé frá matargerð og fór að huga að hinu áhugamálinu – að boxa. Hann gerðist atvinnuboxari næstu fjögur árin og keppti víða alþjóðlega. „Þetta sport er hluti af lífi mínu þannig að þegar ég kom til Íslands fann ég stað og nú þjálfa ég í mínum frítíma. Ég er með hóp af krökkum og einn af mínum nemendum hefur tvisvar unnið, eitt sinn sem Íslandsmeistari,“ segir hann stolt- ur. Hann hætti að vinna sem boxari því það gaf ekki nóg í aðra hönd. „En boxið hefur hjálpað við að byggja upp þann karakter sem ég er í dag, að gefast ekki upp,“ segir hann. Matreiðslunemi ársins Þegar Arsen kom til Íslands var hann ekki tek- inn gildur sem kokkur þrátt fyrir skírteinið úr konditori-skólanum og 15-16 ára reynslu af kokkamennsku. „Þeir sögðu þetta ekki það sama og að ég ætti að taka sveinspróf og ég ákvað að fara í MK að taka sveinspróf í kokk- inum. Þar voru einkunnir mínar metnar frá Lettlandi. Ég komst strax upp á þriðja ár og út- skrifaðist með hæstu einkunn í bekknum og var valinn matreiðslunemi ársins,“ segir Arsen sem vann á Argentínu á þessum tíma og fram til 2013. „Þá fór ég í smá ferðalag um matariðn- aðinn í Reykjavík. Ég fór að vinna á Grillmark- aðnum í ár og og annað ár í Fiskifélaginu. Þarna lærði ég heilmikið sem ég setti í reynslu- bankann,“ segir hann. Næst stefnir hann á nám í haust í við- skiptafræði við Háskóla Íslands. „Mig langar að nota það sem ég kann í matariðnaðinum og læra viðskiptafræðina til að jafnvel geta selt einhverja nýja afurð, ég veit það ekki enn. Mig langar bara að læra það,“ segir hann og hyggst vera í námi með vinnu. „Vinnan verður í for- gangi en ég ætla að reyna að gera þetta með. Svo ætla ég að taka meistarann í matreiðslu og líka í bakaranum,“ segir Arsen sem er hvergi nærri hættur að mennta sig. Ætlar að komast á toppinn Í fyrra tók Arsen þátt í keppninni um kokk árs- ins og komst í tíu manna úrslit. „Mér finnst það nokkuð gott miðað við útlending sem kom hing- að aðeins fyrir sex árum. Ég fékk mörg góð „komment“ en þeir sögðu að ég þyrfti að æfa mig meira. Þetta var fyrsta keppnin mín og ég var auðvitað stressaður. Ég ætla að keppa aft- ur. Og aftur og aftur þar til ég kemst á topp- inn,“ segir Arsen ákveðinn. Hann var nú nýlega ráðinn yfirkokkur á Arg- entínu. Hann hitti eigandann sem sagðist þurfa yfirkokk. Sá spurði Arsen hvort hann þekkti einhvern. „Hvað meinarðu? Mig!“ sagðist hann hafa svarað og var ráðinn með því svari. Arsen hefur mikinn metnað fyrir því að gera staðinn að framúrskarandi veitingahúsi. „Ég er að bæta staðinn og sýna fólki að þessi staður er enn til og mun verða það um ókomin ár,“ segir Arsen og bætir við að kúnnarnir séu farnir að streyma inn. Hann fékk til liðs við sig allt nýtt starfsfólk með sér. „Það er fullkomið fyrir mig. Þá er fólk ekki fast í sínu. Mín sýn er að fólk fari aftur að koma á Argentínu og við fáum að sýna okkar færni. Steikurnar eru alltaf í aðal- hlutverki en við erum með marga forrétti sem við erum að eyða miklum tíma í að þróa. Við er- um með fjögurra rétta matseðil sem við erum að gera núna,“ segir hann en einn af kokkunum hjá honum er gamall vinur hans frá Riga í Lett- landi. „Ég hef þekkt hann síðan ég var tólf ára. Hann kom hingað til Íslands hálfu ári á eftir mér. Hann er lærður kokkur frá Lettlandi en ég ætla núna að hjálpa honum að taka sveins- prófið hér.“ Ísland er landið mitt Arsen er ánægður með lífið á Íslandi. „Það er miklu betra lífið hér. Þetta land hefur gefið mér meira á sex árum en Lettland gerði öll tuttugu árin þar á undan. Ég get ekki sagt neitt um Rússland því það er í raun mitt föðurland og ég get ekki sagt neitt slæmt um það.“ Það tók hann töluverðan tíma að fá leyfi til að fá að vera hér og síðar til að gerast íslenskur ríkisborgari. Það tókst að lokum og hann er al- sæll. „Ég er Íslendingur,“ segir hann og brosir. „Dóttir mín talar rússnesku en íslensku miklu betur. Ég vil tala við hana rússnesku svo hún geti talað við ömmur sínar,“ segir hann en móð- ir hans er einmitt á leið í heimsókn. Hún kemur reglulega en Arsen hefur ekki tekist að fá föður sinn í heimsókn enn. Arsen sér fram á góða tíma á Íslandi. „Hér hef ég hlotið góða menntun, hér á ég vini. Flest- ir Íslendingar eru opnir og hjálpsamir og ham- ingjusamir. Þetta er landið mitt og ég ætla að hjálpa til við að byggja upp það sem ég get. Það sem er á mínu valdi. “ ’ Ég þurfti að hlaupa 5-6 kíló-metra með handlóð í hvorrihendi og byrði á bakinu. Hannsagðist hafa gert þetta þegar hann var sjö ára. Ég vildi þetta ekki og bað um að fá að fara aftur heim til mömmu. Hann sagði að ég væri búinn að búa þar nógu lengi, nú skyldi ég búa hjá honum og hann ætlaði að gera mann úr mér. Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearingTM. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum. Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta Einstök tækni – frábær hljómgæði Prófaðu þessi heyrnartæki í 7 daga

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.