Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016
HÖNNUN
Brugghúsið Saltwater Brewery í Flórída hefur þróað
áhald sem heldur drykkjarkippum saman og er úr
ætu hráefni fyrir sjávardýrin.
Brugghúsið vann lífrænu umbúðirnar í samstarfi
við auglýsingastofuna We Believers í New York en
þær eru meðal annars gerðar úr hveiti og byggi en
samt sem áður eru þær sterkar og eiga að haldast
vel.
Samkvæmt Greenpeace eru um 100 milljónir
tonna af plasti framleidd á ári og um 10 milljónir
tonna af því enda í sjónum og hafa skaðleg áhrif á lífið
í sjónum. Mikið hefur verið fjallað um plasthringi sem
halda kippum saman að undanförnu enda er mikið
um að sjávardýr annaðhvort festist í þeim eða gleypi
þá. Þetta veldur dýrunum miklum óþægindum og í
mörgum tilfellum dauða.
Umbúðirnar eru lífrænar, ætar og er meginuppistaðan hveiti og bygg. Þær koma í stað hringja, sem gerðir eru úr plasti.
Umhverfisvæn umbúðahönnun
Nýjungar
úr heimi
hönnunar
Það er alltaf spennandi þegar hönnunarhús taka
nýja stefnu eða hefja samstarf við ólíkar hönn-
unarkeðjur og sameina þar með krafta sína til
þess að skapa áhugaverðar nýjungar. Skandinav-
ískar keðjur á borð við IKEA og H&M hafa verið
duglegar upp á síðkastið að efla samstarf við aðra
hönnuði. Margir hönnuðir keppast jafnframt við
að vinna með náttúrunni og þróa lífrænar, nyt-
samlegar nýjungar sem áhugavert er að skoða.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Sænska keðjan IKEA hefur tilkynnt
væntanlegt samstarf sitt við ein vinsæl-
ustu hönnunarhús Evrópu, HAY og
Tom Dixon.
HAY er dönsk innanhússhönnunar-
keðja sem hefur notið gífurlegra vin-
sælda undanfarin ár. Lína HAY fyrir
IKEA er væntanleg með haustinu 2017
en þegar hefur IKEA birt myndir af
nokkrum vörum úr línunni. Línan ein-
kennist af skandinavískum síl, ljósum lit-
um og fallegum, stílhreinum formum.
Afrakstur samstarfs IKEA og breska
hönnuðarins Tom Dixon er hinsvegar
væntanlegur í búðir árið 2018. Mikil
leynd er yfir því sem hönnuðurinn mun
gera fyrir IKEA en frekari upplýsingar
koma í ljós í ágúst 2017. Þó greindi
hönnuðurinn frá því að hann mundi
vinna með málm í línunni en hann vinn-
ur mikið með málm í hönnun sinni og
er eitt af hans þekktustu verkum
Copper Shade kopar-ljósið.
IKEA í
samstarf við
vinsæl hönn-
unarhús
Danska hönnunarhúsið Republic of Fritz Hansen
kynnti nýja vörulínu af smáhlutum fyrir heimilið.
Vörulínan er sérlega vönduð þar sem hönn-
unarhúsið notast við hágæða efnivið og vandað hand-
verk.
Línan inniheldur meðal annars brass-kertastjaka
eftir spænska hönnuðinn Jaime Hayón og púðaver
eftir Arne Jacobsen.
Línan samanstendur af 12 munum en við hana
bætast síðan smátt og smátt fleiri munir með tím-
anum.
Með þessu móti fetar Fritz Hansen í fótspor ann-
arra danskra hönnunarhúsa
á borð við HAY og Normann Copenhagen, sem
leitast eftir að ná til ólíkra kúnnahópa með því að
bæta smáhlutum við stærri og dýrari lúxusvarning.
Línan inniheldur 12
smáhluti. Meðal þeirra
eru púðaver hönnuð af
Arne Jacobsen.
Fritz Hansen leggur uppúr fágaðri
hönnun og vönduðu handverki.
Smáhlutalína frá Fritz Hansen
Brass kertastjakar eftir spænska hönn-
uðinn Jaime Hayón tilheyra línunni.
Ljósmyndir/frá framleiðanda
Stillanlegur, svart bonded leður.
Fullt verð: 89.900 kr.
EASY hægindastóll
Aðeins 29.990 kr.
66%
AFSLÁTTUR
Opnunartilboð
Takmarkað magn
Regina
3ja sæta
Sófi í klassískum stíl. Dökk- og ljósgrátt
áklæði. Stærð 200 x 80 x 82 cm.
Fullt verð: 69.900 kr.
Aðeins 27.996 kr.
60%
AFSLÁTTUR
Opnunartilboð
Takmarkað magn
LÚXUSHANDKLÆÐI
Beige litur á ótrúlegu verði
100% tyrknesk
lúxusbómull, 500 gsm
Stærð cm Fullt verð Opnunartilboð
30 x 30 175 kr. 70 kr.
40 x 60 475 kr. 190 kr.
50 x 100 795 kr. 318 kr.
70 x 140 1.495 kr. 598 kr.
90 x 170 2.495 kr. 998 kr.
60%
AFSLÁTTUR
Opnunartilboð
Takmarkað magn
Afgreiðslutími Smáratorgi umhelgina
Laugardag frá kl. 1000 til 1800
Sunnudag frá kl. 1200 til 1600
Smáratorgi I 512 6800
Holtagörðum I 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri I 558 1100
Skeiði 1, Ísafirði I 456 4566
www.dorma.is