Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016
MATUR
Ég held alltaf upp á afmælið mitt og þaðhefur þróast þannig að ég býð alltafstelpnahópi. Þetta hafa ekkert alltaf
verið sömu stelpurnar en nú lá það beinast
við að fá þennan fjallaskokkshóp,“ segir
Ragnheiður. „Við erum að hlaupa tvisvar í
viku upp á fjöll. Það er alveg hrikalega gam-
an í þessum hópi en konurnar eru héðan og
þaðan. Við höfum verið að kynnast smátt og
smátt og nú erum við alltaf meir og meir
saman,“ segir Ragnheiður, en hópurinn ber
nafnið Fjallaskokk. Þessar fótfráu konur
hlaupa á fjöll nánast allt árið en taka sér þó
hlé yfir myrkustu mánuði ársins. „Það er
ekkert grín að hlaupa á fjöll í myrkri, það er
bara ekki hægt,“ segir hún og hlær.
Dreymir um ítalskan veitingastað
Ragnheiður er alltaf með ítalskt þema í af-
mælisveislum sínum og upplýsir að hana
dreymi um að opna ítalskan veitingastað í
Toskana í ellinni. Hún æfir sig því í ítalskri
matargerð þegar tækifæri gefst. „Þetta er
orðin hefð hjá mér. Þeir eru svo sumarlegir
þessir réttir og höfða vel til kvenna. Mér
finnst svo gaman að hafa marga rétti svo
hægt sé að maula fram eftir kvöldi; sitja
lengi við borðið. Svo þurfa þeir ekkert allir
að vera heitir og þá getur gestgjafinn líka
setið og notið en þarf ekki að hlaupa fram að
ná í meiri sósu. Svo er bara að hafa nógu
mikla ólífuolíu og brauð og vera að dýfa í og
narta.“
Allar fóru heim með verðlaun
Til að krydda enn frekar upp á kvöldið var á
dagskránni afhending verðlauna og viður-
kenningarskjala, en Ragnheiður segir að
þær hafi hingað til verið svo óheppnar að fá
aldrei útdráttarverðlaun sem gjarnan eru
veitt í hlaupum. „Við vorum orðnar frekar
svekktar yfir þessu þannig að konurnar
fengu númer og hlupu tíu kílómetra og fóru
svo í pottinn í Vesturbæjarlauginni áður en
þær komu í veisluna. Við vorum þá með okk-
ar eigin verðlaun til að tryggja að við fengj-
um einhvern tímann verðlaun!“ segir Ragn-
heiður og hlær. Fjallaskokkskonurnar fóru
því heim alsælar, pakksaddar og með gjafir í
farteskinu.
Konurnar í Fjallaskokk hlupu tíu kílómetra fyrir veisluna og mættu ferskar og flottar til Ragnheiðar.
Ítalskt þema
fjallaskokkara
Ragnheiður Stefánsdóttir, fjallaskokkari og mannauðsstjóri, heldur alltaf
upp á afmælið sitt í vinkvennahópi. Að þessu sinni bauð hún konum sem
leggja í vana sinn að skokka á fjöll. Borðið svignaði undan ítölsku góðgæti.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’Mér finnstsvo gaman aðhafa marga réttisvo að hægt sé að
maula fram eftir
kvöldi; sitja lengi
við borðið. Svo
þurfa þeir ekkert
allir að vera
heitir og þá getur
gestgjafinn líka
setið og notið en
þarf ekki að
hlaupa fram að
ná í meiri sósu.
Svo er bara að
hafa nógu mikla
ólífuolíu og
brauð og dýfa í
og narta.
Fyrir 4
1 kúla mozzarellaostur (150 gr)
4 stórir tómatar
10 basilblöð, skorin smátt
2 msk ólífuolía
salt og svartur pipar
Skerið tómata og ostinn í sneiðar og raðið á disk. Hellið ólífuolíu yfir og
síðan basilnum.
Saltið og piprið eftir smekk.
Mozzarellasalat
Ferskur
aspas og
hleypt egg
Fyrir 4
500 g ferskur grænn aspas
4 egg
2 msk edik
smjörklípa
salt og pipar
Skerið u.þ.b. 2-3 cm af harð-
ari endanum á aspasnum af.
Setjið vatn í pott og látið
suðuna koma upp. Smá salt í
pottinn og sjóðið aspasinn í
2-5 mín., fer eftir þykktinni.
Setjið helling af vatni og
edik í annan pott og látið
suðuna koma upp. Hrærið í
vatninu þannig að það verði
smá hreyfing á því. Brjótið
eggin út í, eitt og eitt í einu.
Látið sjóða í 3 mín og veiðið
eggin upp úr eitt og eitt í einu
og leggið yfir aspasinn. Setjið
smjörklípu yfir og saltið og
piprið.