Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Side 43
12.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Ég fór á námskeið um Guðrúnu frá
Lundi hjá Endurmenntun í vetur og
þar tókum við meðal annars fyrir
Afdalabarn, sem er fljótlesin en
skemmtileg saga sem ég hafði ekki
lesið áður einhverra
hluta vegna. Í fram-
haldi af því fór mig að
langa til að lesa bækur
Guðrúnar frá Lundi
aftur og tókst að ná í
Dalalíf og Tengdadótt-
urina og las þetta alltsaman.
Þetta var yndisleg upprifjun,
þetta eru svo skemmtilegar og hlýj-
ar bækur og vekja upp svo margar
minningar. Ég er alin upp í sveit og
þekki svo margt af því
sem hún er að tala um
því það eru svo margar
sögur í sögunum henn-
ar Guðrúnar. Ég var
unglingur þegar ég las
þessar bækur fyrst og
mér fannst þetta ótrúlega gaman
að lesa þær aftur og eiginlega
meira gaman heldur en þegar ég
las þær fyrst.
Ég kom miklu gagnrýnni núna að
bókunum en þegar ég las þær sem
unglingur, en þá las maður allt sem
til var. Það var margt í bókunum
sem ég var búin að steingleyma og
svo tók ég sérstaklega eftir mörg-
um persónum núna, sem ég hafði
ekki tekið eins mikið eftir þegar ég
las bækurnar fyrst.
Nú er næst á dagskrá að ferðast
um æskuslóðir Guðrúnar í Skaga-
firði, um sögusviðið, mig langar að
skoða mig um þarna um kring.
Elín
Bjarnadóttir
sem ekki er blindur “ segir hún. „Fyr-
ir mér var mikilvægt að þeir ferð-
uðust eitthvert þar sem væri mikil-
vægt að geta séð, þar sem það að sjá
væri mikilvægara en gengur og ger-
ist – svipað og að fara heyrnarlaus á
tónleika. Hugmyndir eru eins og leift-
ur. Ég velti fyrir mér hvert ég vildi
senda sögupersónurnar í ferðalag og
datt í hug Ísland og þetta ótrúlega
landslag. Ég hafði aldrei komið til Ís-
lands en þekkti landið af myndum og
velti fyrir mér hvernig væri að fara til
Íslands og sjá þetta allt saman ekki.
Síðan þyrfti sá sem ekki er blindur að
reyna að lýsa þessu öllu saman, finna
orð til þess, sem er gríðarlega erfitt.“
Hún sótti í framhaldinu um dvalar-
styrk, sem Reykjavík veitir rithöf-
undum undir þeim formerkjum að
hún er menningarborg UNESCO í
samstarfi við Goethe-stofnun í Kaup-
mannahöfn.
Stutt í tilgerðina
„Náttúran hér er mögnuð og það er
ekkert áhlaupaverk að ætla sér að
lýsa henni,“ segir hún. „Það krefst
þess að ég fari að bókmenntalegum
mörkum mínum. Ég get sagt að fjöll-
in séu „stór“ en það er svo flatt að það
gengur ekki. Ef maður reynir að
ganga lengra í lýsingum er stutt í til-
gerðina og þess vegna finnst mér
mikil áskorun að glíma við að setja Ís-
land í orð.“
Þegar Gorelik er spurð hvað hafi
komið henni mest á óvart á Íslandi er
svarið óvænt.
„Það var þessi mikla ólykt af vatn-
inu,“ segir hún. „Þetta er kannski
klisja. Í fyrstu íbúðinni sem ég var í
hérna var engin uppþvottavél og ég
gat varla þvegið upp því að það var
svo mikil fýla af vatninu. Ég hafði á
tilfinningunni að þegar ég væri búin
að þvo matarleifarnar af diskinum
mínum væri meiri fnykur af honum
en áður. Ég hef ekki getað vanist
þessu. Flestu venst maður þegar
maður dvelur á nýjum stað en í hvert
skipti sem ég skrúfa frá krananum
hugsa ég með mér að eitthvað sé að.“
Gorelik var hins vegar dolfallin yfir
landslaginu. „Það er kannski klisja,
en þessi náttúra!“ segir hún. „Ég er
smám saman að fá á tilfinninguna að
þetta sé að venjast, en fyrstu vik-
urnar leið mér eins og ég væri gang-
andi eftirmynd af ferðamanninum
sem hrópar stöðugt upp fyrir sig af
hrifningu. Fyrst var ég eins og ég
væri nýorðin ástfangin og hjartað
barðist um, en nú er þetta orðið eins
og þegar par er farið að þekkjast bet-
ur. Þá hleypur maður ekki til dyra í
hvert skipti sem kærastinn kemur úr
vinnunni, til að hrópa hvað maður
hafi saknað hans, heldur segir, sæll,
hvernig var dagurinn hjá þér. Nú er-
um við Ísland komin á það stig, en í
fjórar vikur var ég með stöðugan
hjartslátt.“
„Ég átti til dæmis hund og nú er hann dauður,“
segir rithöfundurinn Lena Gorelik. „Áður var
ég hundaeigandi en nú er ég það ekki lengur.
En ég mun aldrei losna við innflytjenda-
bakgrunninn og börnin mín ekki heldur.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BÓKSALA 01.-08. JÚNÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson.
1 Bak við luktar dyrB.A. Paris
2 KakkalakkarnirJo Nesbø
3 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar
4
Óvættaför 23
-Ísdrekinn Blossi
Adam Blade
5 Dalalíf IGuðrún frá Lundi
6 Þjóðaplágan ÍslamHege Storhaug
7 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson
8
Ótrúleg saga Indverja
sem hjólaði til Svíþjóðar
á vit ástarinnar
Per J.Andersson
9 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante
10 Hugrekki - Saga af kvíðaHildur Eir Bolladóttir
1 Bak við luktar dyrB.A. Paris
2 KakkalakkarnirJo Nesbø
3 Dalalíf 1Guðrún frá Lundi
4
Ótrúleg saga Indverja
sem hjólaði til Svíþjóðar
á vit ástarinnar
Per J.Andersson
5 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante
6 Þar sem fjórir vegir mætastTommi Kinnunen
7 Ef þú viltHelle Helle
8 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante
9 Dalalíf 2Guðrún frá Lundi
10 Saga BorgarættarinnarGunnar Gunnarsson
Allar bækur
Íslenskar kiljur
Gorik hélt dagbók um dvöl sína á
Íslandi og má finna færslur hennar
hér: http://www.lenagorelik.de/
ÉG VAR AÐ LESA