Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
✝ Bjarni Þor-bergsson fædd-
ist 4. ágúst 1928 í
Hraunbæ í Álfta-
veri. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Klaustur-
hólum 19. júní
2016. Foreldrar
hans voru Guðlaug
Marta Gísladóttir
frá Norðurhjálegu í
Álftaveri, f. 4. sept-
ember 1903, d. 2. september
1989, og Þorbergur Bjarnason
frá Efri-Ey í Meðallandi, f. 4.
maí 1902, d. 22. nóvember 1994.
Bjarni ólst upp í foreldra-
húsum. Hann starfaði sem verk-
stjóri hjá Ársæli Sveinssyni í
Vestmannaeyjum margar ver-
tíðir á sínum yngri árum. Eftir
það tók hann við búi foreldra
sinna í Hraunbæ. Bjarni var
mikill hestamaður og starfaði
mikið sem tamningamaður.
Komu mörg falleg hross frá
honum. Árið 2012 hætti Bjarni
búskap í Hraunbæ og flutti þá til
Fjólu systur sinnar á Klaustur
og bjó hjá henni þangað til hann
fór á Dvalarheimilið Klaustur-
hóla, 26. janúar 2016. Bjarni var
ókvæntur og barnlaus.
Jarðarförin fer fram frá
Þykkvabæjarklausturskirkju í
Álftaveri í dag, 28. júní 2016, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Bjarni var næst-
elstur af systkinum
sínum. Hin eru
Þóra, f. 1927, Gísli
Guðni, f. 1929, d. 27
júlí 2010, Vilhjálm-
ur Þór, f. 1931, d.
17. febrúar 1992,
Guðrún Erla, f.
1933, Fjóla, f. 1934,
Einar, f. 1934, Guð-
laug, f. 1935, Jón
Þór, f. 1937, Anna
Sigríður, f. 1938, d. 10. janúar
2013, Guðrún, f. 1941, d. 17.
mars 1997, Kjartan, f. 1944, og
Sigurveig Jóna, f. 1945.
Í dag er borin til grafar Bjarni
frændi minn í Hraunbæ. Bjarni
móðurbróður minn var mikill
uppáhaldsfrændi, bóndi í
Hraunbæ í Álftaveri. Næstelstur
af 13 systkinum. Þröngt var í búi
þegar Bjarni var að alast upp.
Amma mín og nafna kom ríðandi
ásamt afa Þorbergi úr Meðalland-
inu með Þóru á fyrsta árinu og
ófrísk af Bjarna sumarið 1928 riðu
þau yfir Kúðafljótið og hófu bú-
skap í Hraunbæ í Álftaveri. Var
það einungis tíu árum eftir Kötlu-
gosið og getur maður rétt ímynd-
að sér hvernig leit út í Álftaverinu
tíu árum eftir Kötlugos.
Bjarni var mikill hestamaður
og flinkur reiðmaður, hestar voru
líf hans og yndi. Bjarni var alltaf
vel ríðandi á fallegum hestum og
hafði unun af að temja erfiða
hesta, ekki fannst honum leiðin-
legt þótt einhverjir hrektu eða
sýndu einhvern mótþróa, alltaf
átti hann ráð við því og stóð uppi
sem sigurvegari. Eftir að féð var
skorið niður heima í Austurhlíð
vorum við Mæja sendar í sauðburð
fram að Hraunbæ og er það mjög
eftirminnilegur tími. Voru það þó
nokkur vor sem við vorum í
Hraunbæ í sauðburði, þegar fór að
hægjast um í burði var skroppið á
bak og stundum riðið út í Mela og
skúmurinn rændur.
Eftir að Bjarni var orðinn einn í
Hraunbæ hringdi mamma stund-
um í Bjarna og bauð honum í heim-
sókn og mikið biðum við systur
spenntar eftir að sjá þegar Bjarni
kom keyrandi upp Hlíðarveg.
Bjarni ferðaðist mikið á hestum á
sumrin og var iðulega riðið á Fé-
lagsmót Sindra í Pétursey og á
Hestaþing Kóps austur á Sólvelli.
Einnig var yfirleitt farið í eina góða
ferð til viðbótar á hverju sumri, ég
var svo heppin að ég fékk að fara
með í margar af þessum ferðum og
var Bjarni alltaf tilbúin að lána
hesta ef einhvern vantaði.
Bjarni frændi minn var mikill
öðlingur, einstaklega barngóður og
hændust öll börn að honum, alltaf
var hann tilbúinn að spila við okkur
en það var einstaklega skemmti-
legt að spila þegar Bjarni var með.
Bjarni hafði einstaka frásagnarlist
og var mikið gaman að hlusta á
hann segja sögur.
Kærar þakkir fyrir samfylgd-
ina, af þér lærði ég margt, kæri
frændi. Takk fyrir að lána mér alla
góðu hestana til að geta farið á
hestbak og stundað útreiðar og
takk fyrir að taka mig með í allar
hestaferðirnar.
Guðlaug Berglind
Guðgeirsdóttir.
Það var sumarið 1989 í hestaferð
að ég kynntist Bjarna Þorbergssyni
og fjölskyldu hans. Þar fór sam-
hentur og glaðvær systkinahópur,
aldraðir foreldrar þeirra og stór af-
komendahópur í litla bænum í
Hraunbæ. Ferðanestið var ríku-
legt og man ég helst eftir heima-
bökuðum flatkökum með þykkum
hangikjötssneiðum, eða kæfu, sæt-
um kanilsnúðum og rjúkandi kaffi.
Ég hafði aldrei áður heyrt íslensku
talaða á sönglandi álftversku, með
öllum orðatiltækjunum, eftir-
hermuleikþáttunum og einstakri
frásagnargáfu. Þessi ferð var þann-
ig upplifun í lífi mínu að ég gleymi
henni aldrei. Vináttan sem þarna
myndaðist við Bjarna og frændfólk
hans hefur svo sannarlega gert lífið
innihaldsríkara. Samskiptin við
Bjarna sjálfan þróuðust í það að
verða eins konar háskóli lífsins, þar
sem vit hans, reynsla og innsæi var
fyrir mér eins og ótæmandi sjóður
að ganga í.
Bjarni var náttúrubarn eins og
það gerist tærast. Hestamennska
var ástríða hans og reiðmennsk-
una framkvæmdi hann á þann
hátt að allt virtist vera svo auðvelt.
Hann var næmur á hvaða kostum
hross var búið og kallaði kosti þess
fram ákveðið og hiklaust, reið-
maður af Guðs náð. Bjarni var
næmur á umhverfi sitt. Hann gáði
til veðurs frá lækjarbakkanum í
Hraunbæ, með því að spá í skýja-
far, horfa í stjörnurnar og hlusta
eftir því hvort brimhljóðið var
austan eða vestan við vitann. Sem
dæmi sagði Bjarni að ef ský væri
yfir Höttu að kvöldi rigndi í Álfta-
veri og Meðallandi daginn eftir.
Þetta reyndi ég sumarið 2009 á
ferð með góðum vinum. Við höfð-
um verið í einstakri veðurblíðu
fyrir austan í nokkra daga og ekk-
ert annað en áframhaldandi góð-
veður í veðurspám Veðurstofunn-
ar. Bjarni spáði hins vegar
rigningu, þar sem skýjabólstri
settist á Höttu um kvöldið. Við
hlógum að karlinum og riðum svo
daginn eftir austur í Meðalland í
steikjandi sól og hita. Um miðjan
daginn varð skýfall yfir okkur og
urðum við að flýja inn í yfirgefið
fjárhús að Hnausum. Þá kímdi sá
gamli og við störðum á hann eins
og hann væri rammgöldróttur.
Ég geymi í huganum drauga-
sögurnar, t.d. af hauslausa Kela,
sögur af skipsströndum og bæj-
arstæði Hrafns hafnarlykils í
Dynskógum. Við fáa var skemmti-
legra að spila en Bjarna, því þar
naut sín glettnin og keppnisskap-
ið. Tía var uppáhaldsspil strák-
anna minna við hann. Næðu menn
ekki 50 eða meira voru þeir taldir
undir fáráðsmörkum og það vildi
náttúrulega enginn vera.
Nú er góður vinur genginn til
hinstu hvílu.
Systkinum, vinum og ættingj-
um sendi ég samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Bjarna í
Hraunbæ.
Óskar Bergsson.
Bjarni Þorbergsson
✝ Þórhallur Ara-son fæddist í
Reykjavík 14. jan-
úar 1954. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
19. júní 2016.
Foreldrar hans
voru Camilla Elín
Proppé og Ari Jóns-
son. Þórhallur var
yngstur þriggja
systkina, en hin eru
Svava Aradóttir og Jón Friðrik
Arason.
Sonur Þórhalls er Þráinn, sem
hann eignaðist með fyrrverandi
sambýliskonu sinni, Hildi Þráins-
dóttur. Þráinn Þórhallsson er í
sambúð með Klöru Kristjáns-
dóttur. Sonur þeirra er Dalí Þrá-
insson.
Þórhallur lauk búfræðinámi
nýsköpunarverkefnum er sneru
að sjávarútvegi. Þá var hann ný-
sköpunar- og þróunarstjóri hjá
fiskvinnslufyrirtækinu Vísi og
síðar hjá vöruþróunar-
fyrirtækinu Optimal í Grindavík.
Þórhallur lét til sín taka í félags-
málum á Þingeyri og barðist fyr-
ir mörgum hagsmunamálum
bæjarbúa. Hann var félagsmaður
Rótarýhreyfingarinnar á Ísafirði
og gegndi þar ýmsum trúnaðar-
störfum. Einnig var hann virkur
liðsmaður SÁÁ um árabil. Hann
var fróður um sögu Dýrfirðinga
og stofnfélagi áhugamanna-
félags um víkingaverkefni á
söguslóðum Gísla Súrssonar.
Hinsta verkefni Þórhalls var að
stofna félag um rekstur víkinga-
skipsins Vésteins, sem nú siglir
með ferðamenn frá Reykjavík-
urhöfn.
Þórhallur verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 28. júní
2016, og hefst athöfnin klukkan
15.
frá Hvanneyri 1977.
Hann dvaldi um
tíma í Danmörku
við nám í við-
skiptafræðum. Eftir
heimkomu var hann
um árabil fram-
kvæmdastjóri aug-
lýsingastofunnar
Tímabæjar í
Reykjavík. Hann
vann að kynningar-
málum fyrir
Bændasamtök Íslands í nokkur
ár. Þá var hann var áhugamaður
um verslun og viðskipti og kom
að stofnun nokkurra fyrirtækja.
Skömmu eftir síðustu aldamót
flutti Þórhallur til Þingeyrar,
þar sem hann var athafnasamur
framkvæmdamaður, rak þar um
skeið fiskvinnslufyrirtæki, fór í
trilluútgerð og vann jafnframt að
Elsku frændi minn og góður
vinur, Þórhallur Arason, hefur nú
kvatt okkur öll. Hói, eins og hann
var alltaf kallaður, kvartaði aldrei í
erfiðum veikindum sínum. Hann
hélt ótrauður áfram og reyndi að
njóta sem mest. Sem dæmi um það
fór hann með vini sínum vestur á
Þingeyri þar sem hann bjó og ræt-
ur okkar liggja. Það var sjaldan
lognmolla þar sem Hói var, hann
var svolítill prakkari í sér, en pass-
aði sig á að særa enga.
Eitt dæmi um prakkaraskap
Hóa var að í fermingarveislu Bryn-
hildar systur minnar spurði hann
mig hvort við ættum að setja pipar
í allar Sinalco-flöskurnar sem
stóðu opnar á borðstofuskápnum.
Hann langaði að sjá viðbrögð
barnanna. Litlu stelpunni létti
mikið þegar hún áttaði sig á því að
þetta var bara ein af hugdettum
hans.
Mér finn ég vera gæfusöm að
hafa verið samferða Þórhalli Ara-
syni og öllu hans góða fólki í gegn-
um lífið.
Elsku Hói, hafðu þökk fyrir allt
og allt og far þú í friði.
Þess óska ég.
Þín frænka,
Helga Sigurðardóttir.
Við Þórhallur Arason vorum
jafnaldrar og æskuvinir, báðir
fæddir 1954 og bjuggum í sömu
götu fyrstu ár ævinnar. Foreldr-
um okkar og systkinum var vel til
vina enda kynntumst við Þórhall-
ur sem hvítvoðungar og hélt sú
innilega vinátta þar til leiðir skildu
í síðustu viku, en Þórhallur lést 19.
júní eftir allsnarpa en hetjulega
baráttu við krabbamein.
Þórhallur var einn fjölhæfasti
og hugmyndaríkasti maður sem
ég hef kynnst. Allt frá barnsaldri
hafði hann fjölmörg járn í eldinum,
var ótæmandi hugmyndabanki,
þúsundþjalasmiður, sérstaklega
fjörmikill einstaklingur og mikill
húmoristi. Við brölluðum margt í
barnæsku og hafði Þórhallur oftar
en ekki orð fyrir okkur báðum og
reyndist hann mér traustur mál-
svari þegar í klandur var komið.
Ekki minkaði lífsgleðin þegar
við komumst á unglingsárin. Þór-
hallur spilaði á mörg hljóðfæri,
samdi tónlist og söng eins og eng-
ill. Hann var hrókur alls fagnaðar
þar sem gleðskapur var – reytti af
sér brandarana, reykti eins og
strompur og drakk áfengi eins og
enginn væri morgundagurinn.
Hann sá þó fljótlega að Bakkus
var ekki alltaf besti vinurinn og
gekk snemma til liðs við SÁÁ og
var það mikið gæfuspor.
Þórhallur flutti vestur á Þing-
eyri um síðustu aldamót og bjó þar
síðan. Hann var sífellt með á tak-
teinum hugmyndir að nýsköpun-
arverkefnum er oftast tengdust
sjávarútvegi. Hann hannaði og lét
smíða fiskvinnsluvélar er stuðluðu
að bættri nýtingu sjávarfangs og
vann að ýmsum þróunarverkefn-
um í sjávarútvegi. Hann keypti sér
bát, fór í trilluútgerð og barðist af
hörku fyrir því að Þingeyri fengi
úthlutað byggðakvóta.
Þórhallur lét til sín taka í félags-
málum á Þingeyri, var áberandi í
bæjarlífinu og beitti sér af heilind-
um fyrir mörgum hagsmunamál-
um bæjarbúa. Hann keypti sér
glæsilegt hús á fögrum stað við
sjávarsíðuna og þar var gest-
kvæmt og glatt á hjalla. Karlarnir
á Þingeyri hittust þar oft um helg-
ar, kneyfðu öl og horfðu saman á
enska boltann á breiðtjaldi. Fólk
sótti hann heim úr öllum heims-
hornum enda var hann vinmargur
og hjartahlýr. Á Þingeyri var
hann höfðinginn og hrókur alls
fagnaðar, eldaði dýrindis steikur
og veitti guðaveigar á báðar hend-
ur enda var hann aldrei bindind-
ismaður fyrir aðra en sjálfan sig.
Þórhallur hafði mikinn áhuga á
sögu lands og þjóðar og kom sem
frumkvöðull að víkingaverkefnum
er tengdust Dýrafirði og Gísla
sögu Súrssonar. Síðasta verkefni
hans var að stofna félag um vík-
ingaskipið Véstein, sem nú siglir
með ferðamenn frá Reykjavíkur-
höfn. Hann kom siglandi frá Þing-
eyri á fögrum sumardegi fyrir
einu ári ásamt traustri áhöfn vina
og samstarfsmanna.
Skömmu eftir komuna til
Reykjavíkur greindist Þórhallur
með illkynja krabbamein og var
þá þegar ljóst hvert stefndi. Þór-
hallur tók þessum fréttum af
miklu æðruleysi, hélt sínu striki,
barðist karlmannlega við sjúk-
dóminn allt til dauðadags, vann
ótrauður áfram að hugðarefnum
sínum og sinnti vinum sínum og
fjölskyldu af ástúð og æðruleysi.
Það er með djúpum söknuði og
trega sem ég kveð nú minn kæra
vin. Fjölskyldu hans, sem var hon-
um svo náin og kær, sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Hörður Sigurðarson.
Ég kveð hér kæran vin eftir
tæplega 40 ára kynni. Fyrir þau
kynni er ég afar þakklát.
Við eignuðumst saman soninn
Þráin, það dýrmætasta í lífi okkar
og tengdi sterkum böndum. Þakk-
lát fyrir tryggð Þórhalls og örlæti,
fyrir smekkvísi hans og heimilis-
kennd, fyrir upplýsingamiðlun og
áhuga á réttu málfari. Þakklát fyr-
ir framtíðarhugsjónir hans og eld-
móð sem ruggaði oft mínum lygna
sjó, en ég sakna nú.
Minningin um Þórhall mun lifa
áfram í hjörtum okkar og í formi
sagna sem sonarsonurinn Dalí fær
að njóta.
Kveðja,
Hildur.
Þórhallur Arason
Fleiri minningargreinar
um Þórhall Arason bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR,
Dúna,
Trönuhjalla 13, Kópavogi,
sem lést 18. júní, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júní klukkan 15.
.
Steinar Júlíusson,
Jónas Þór Steinarsson, Þórey Morthens,
Ragna Steinarsdóttir, Þorsteinn G. Þórhallsson,
Júlíus Steinarsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
Eyvindur Steinarsson,
Gunnar Kristinn Steinarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför okkar kæru
ARNHEIÐAR TRYGGVADÓTTUR,
Vöglum, Eyjafjarðarsveit.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á
Akureyri, starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar
sem annaðist hana og Kvenfélagsins Iðunnar.
.
Hrafnhildur Jóhannsdóttir,
Helga Tryggvadóttir, Ásgrímur Pálsson,
Ólöf Tryggvadóttir, Haukur Ívarsson,
Katrín Tryggvadóttir, Pétur Önundur Andrésson,
Ingunn Tryggvadóttir, Eiríkur Helgason,
Jóhann Tryggvason,
systkinabörn og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og kveðjur við andlát eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, fósturföður
og afa,
EINARS LAXNESS
sagnfræðings,
Stóragerði 29, Reykjavík,
sem lést á heimili sínu 23. maí.
.
Elsa Jóna Theódórsdóttir,
Sigríður Einarsd. Laxness, Paolo Turchi,
Halldór E. Laxness, Kristin McKirdy,
Margrét E. Laxness, Þórmundur Bergsson,
Einar E. Laxness, Steinunn Agnarsdóttir,
Hjalti Garðar Lúðvíksson, Ólafía Jóna Eiríksdóttir,
Theódór Lúðvíksson, Elísabet Jóhannsdóttir
og fjölskyldur.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
HALLGRÍMUR SYLVERÍUS
HALLGRÍMSSON,
Bræðraborgarstíg 55, Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins
í Stavanger fimmtudaginn 23. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
.
Kristín Hallgrímsdóttir, Helgi Már Alfreðsson,
Gísli Hallgrímsson, Hrefna Andrésdóttir,
Gunnar Hallgrímsson,
Helga Hallgrímsdóttir, Júlíus Aðalsteinsson,
Guðrún Hallgrímsdóttir, Alfreð Hallsteinsson,
Ásgeir Hallgrímsson, Rósa Marteinsdóttir
og systkinabörn.
Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, afi,
langafi og bróðir,
SIGURÐUR VILBERG EGILSSON,
Hólagötu 1, Vogum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 24. júní. Útförin fer fram frá
Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 1. júlí klukkan 13.
.
Selma Jónsdóttir,
Elín Þóra Albertsdóttir,
Björn Rúnar Albertsson, Sólveig Anna Einarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna.