Morgunblaðið - 28.06.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 28.06.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 ✝ Kristjón Jóns-son fæddist í Reykjavík 13. októ- ber 1966. Hann lést á heimili sínu, Kríu- ási 21, Hafnarfirði, 16. júní 2016. Foreldrar hans eru Jón Ingi Sig- ursteinsson, f. 15. júní 1937, og Krist- ín Jóna Kristjónsdóttir, f. 18. apríl 1941. Systur Kristjóns eru Aðalheiður, f. 1965, sam- býlismaður Dagfinnur Óm- arsson, og Halldóra, f. 1971, gift Sigurbirni Rafni Úlfarssyni, stjúpsonur Halldóru og sonur Sigurbjörns er Stefán Rafn, f. 1989. Þann 14. október 2006 kvænt- ist Kristjón Steinvöru Valgerði Þorleifsdóttur, f. 24. september Hafnarfirði og lauk rafeinda- virkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann starfaði sem rafeindavirki hjá Sjónvarpinu, Radíómiðun, Svari og frá árinu 2001 hjá Teledyne Gavia, áður Hafmynd. Í ársbyrjun 2014 varð Kristjón að láta af störfum vegna baráttu við sjaldgæft botnlanga- krabbamein. Árið 1992 gekk Kristjón í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hann var í rúman áratug mjög virkur í björgunarstarfinu, með- al annars sem undanfari, nýliða- þjálfari og félagi í beltaflokki. Hann var meðal annars leiðbein- andi í fjallamennsku, ísklifri og snjóhúsagerð. Eftir að Kristjón veiktist þá var hann áfram mjög liðtækur í fjáröflunum fyrir hjálparsveitina. Kristjón var einnig áhugamaður um ljós- myndun og til eru margar fal- legar myndir eftir hann. Útför Kristjóns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28. júní 2016, kl. 15. 1963 á Kolfreyju- stað, Fáskrúðsfirði. Foreldrar Stein- varar voru sr. Þor- leifur Kjartan Kristmundsson, f. 12. júní 1925, d. 4. júní 2000, og Þór- hildur Gísladóttir, f. 12. september 1925, d. 8. apríl 2008. Systkini Steinvarar eru: Guðný Sigríð- ur, f. 1952, Ingibjörg Þorgerður, f. 1954, Kristmundur Benjamín, f. 1962, Þórhildur Helga, f. 1965, og fósturbræður þeir Jón Helgi Ásmundsson, f. 1952, og Hjörtur Kristmundsson, f. 1960. Dætur Kristjóns og Steinvar- ar eru Kristín Jóna, f. 30. nóv- ember 2004, og Þórhildur, f. 12. júní 2007. Kristjón ólst upp á Öldugötu í Við Kristjón kynntumst í HSSR árið 2000. Neistinn kviknaði í ógleymanlegri páskaferð þar sem við brunuðum á snjótroðaranum Hákarlinum með frábærum fé- lögum um Torfajökulssvæðið, böð- uð í sól og fallegu veðri. Ekki er hægt að ímynda sér fallegri stað til að verða ástfanginn á. Kristjón var ásamt tveimur félögum á vélsleða. Svo gerist það að Kristjón rústar sleðanum, sleppur alveg ómeiddur og mikið varð ég ánægð þegar þessi myndarlegi maður varð að ferðast með okkur hinum í Hákar- linum. Okkar ævintýri byrjaði upp úr þessu. Kristjón var mikill úti- vistarmaður og var í essinu sínu úti í náttúrunni. Útivistaráhugi hans var mjög fjölbreyttur. Hann stundaði fjallgöngur, telemark- skíði, gönguskíði, ísklifur, skauta, sjókajak, fjallahjól, enduro-hjól, jeppa, stangveiði og ljósmyndun. Ekkert gladdi Kristjón eins mikið og að verða pabbi og hann var einstaklega góður pabbi. Er- lendir vinir sem heimsóttu okkur höfðu aldrei séð annan eins pabba. Það vakti mikla athygli þegar stelpurnar byrjuðu í leikskóla að þær þekktu alla liti, meira að segja sægræna og ljósfjólubláa, aðeins eins og hálfs árs gamlar. Kristjón hafði litað mikið með þeim og kennt þeim nöfnin á litunum. Hann naut þess að fara með þær á skíði eða skauta, í gönguferðir, smíða með þeim og útilegurnar sem við fórum eru óteljandi. Okk- ar staðir voru hálendið eða aðrir fáfarnir staðir. Flateyjardalur, Reiðarfellsskógur og Þórsmörk voru þeir staðir sem voru í uppá- haldi hjá okkur fjölskyldunni. Tvisvar vorum við svo í fellihýsi úti á Kolfreyjustað þar sem ég fædd- ist og ólst upp og ég er mjög þakk- lát fyrir að Kristjón og stelpurnar kynntust þeim dásamlega stað. Árið 2009 greindist Kristjón með erfiða tegund af botnlangakrabba- meini. Það leit út fyrir að hann hefði sigrast á meininu og við feng- um fjögur áhyggjulaus ár sem ein- kenndust af uppeldi dætranna, skemmtilegasti tíminn af öllum. Í ársbyrjun 2014 greinist hann aftur og við tóku lyfjagjafir, stór kvið- arholsaðgerð í Uppsala og áfram- haldandi lyfjagjafir þar til yfir lauk. Þrátt fyrir mikil veikindi tvö síðustu ár áttum við fjölskyldan mjög góðan tíma saman, fórum oft í útilegur, einnig ógleymanlega ferð í Alpana, til Parísar og fleira. Kristjón hefði viljað þakka öll- um sem önnuðust hann í veikind- unum. Allt starfsfólk Landspítal- ans og Karitas annaðist hann af heilum hug og gerði allt sem í þeirra valdi stóð. Þvílíkur mann- auður sem við Íslendingar eigum í heilbrigðisstarfsfólki okkar. Mun fleiri eiga þakklæti skilið, starfs- fólk spítalans í Uppsala, Ljósið, Rafiðnaðarsambandið, Áslands- skóli, samstarfsfólk í Teledyne Gavía, samstarfsfólk mitt í Fjár- málaeftirlitinu, fjölskyldur okkar, vinir og nágrannar, takk fyrir okk- ur allir sem einn. Elsku Kristjón, þú verður alltaf í hjörtum okkar Kristínar Jónu og Þórhildar. Þú sagðir okkur að lífið héldi áfram og við munum lifa því þannig að þú verðir stoltur af okk- ur eins og þú varst alltaf. Takk fyr- ir allt sem þú gafst okkur og við munum alltaf elska þig. Að lokum ástin mín, eins og við sögðum alltaf við hvort annað: „Mikið elska ég þig mikið“. Þín, Steinvör. Óbyggðirnar kalla og ég verð að gegna þeim. Ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kemst heim. (KK og Magnús Eiríksson). Lífi er lokið. Hann Kiddi bróðir okkar hefur nú hlotið frið og lausn frá þjáningu. Lagið sem alltaf minnir okkur á hann er „Óbyggð- irnar kalla“ og óbyggðirnar köll- uðu hann til sín í hinsta sinn á sum- armorgni þegar leiðin var varla hálfnuð. Kiddi var réttsýnn og góður drengur. Jarðbundinn rólyndis- maður sem tók öllu sem að hönd- um bar með jafnaðargeði, eins og alnafni hans og afi, og það átti líka við um veikindin. Hann barðist eins og ljón við illvígan sjúkdóm og sýndi fram í andlátið að hann var sannkallað hörkutól. Eftir hvert bakslag í veikindunum var hann staðráðinn í að gefast ekki upp heldur vinna upp líkamlegan kraft að nýju. Kiddi eyddi ekki orðum í óþarfa mas heldur lét verkin tala og þegar hann lagði eitthvað til málanna var hlustað. Ávallt var líka stutt í kímnina. Glatt var á hjalla þegar Kiddi og Dóra fóru með hverja tilvitnunina eftir aðra úr bíómyndum og gamantextum. Þau voru óborganleg í eigin upp- færslum af Kardimommubænum og Stuðmannamyndinni Hvítum mávum. Kiddi var iðinn og handlaginn og vandaði allt sem hann tók sér fyrir hendur. Sem drengur var hann mikill grúskari og hafði gam- an af að taka tæki í sundur og setja saman á ný. Hann byrjaði ungur að vinna með föður okkar í Sáningu, lærði rafeindavirkjun og sá um ör- bylgjusamband hjá Sjónvarpinu og vann síðar við smíði fjarstýrðra kafbáta hjá Hafmynd. Við systkinin ólumst upp við tjaldútilegur um Ísland og Kiddi var mikill áhugamaður um ýmiss konar útivist og ferðalög um landið og lét alvarleg veikindi ekki aftra sér. Stuttu fyrir andlátið dreif hann til dæmis fjölskylduna í skíðaferð í Bláfjöll. Hjálparsveitin átti hug hans og þar vann Kiddi öt- ullega sem undanfari, sinnti kennslu og fleira. Þar kynntust þau Steinvör og saman byggðu þau sér fallegt heimili. Hún var Kidda mikill happafengur og við erum henni afar þakklátar fyrir að hafa barist við hlið hans og fyrir hann í veikindunum. Kiddi var góður og natinn faðir dætranna tveggja; Kristínar og Þórhildar, og lagði mikið á sig til að fá sem mestan tíma með augasteinunum sínum. Stangveiði var annað áhugamál Kidda. Hann byrjaði ungur að færa björg í bú, stundum svo að móður okkar þótti nóg um. Arn- arvatnsheiðin var uppáhaldsveiði- svæði hans. Þar varði hann heilu sólarhringunum á bakkanum með stöngina og svefnpoka. Þetta er að verða óttaleg lofrolla myndi hann sjálfur segja, en þannig var hann Kiddi og við erum stoltar af að eiga hann sem bróður. Við sjáum hann nú fyrir okkur arkandi um fjöll og firnindi og gróna dali með veiðileg- um vötnum þaðan sem hann hefur auga með okkur sem eftir erum. Ein af söguhetjum japanska rit- höfundarins Murakami segir eitt- hvað á þessa leið: „Við höfum þetta af. Þú og ég. Og á þeim sem lifir af hvílir skylda. Það er skylda okkar að lifa eins vel og við getum. Jafn- vel þótt líf okkar sé ekki fullkom- ið.“ Og þannig myndi Kiddi okkar vilja hafa það. Aðalheiður og Halldóra. Um árþúsundamótin flutti Steinvör systir heim, forfrömuð úr útlandinu, fékk sér vinnu og gekk í hjálparsveit. Hún vonandi fyrir- gefur mér að ég rifji upp þegar bróðir okkar hringdi í hana og innti eftir því hvort þeir væru sætir strákarnir í hjálparsveitinni, hún brást miður vel við og sagði stutt í spuna að hún hefði ekki farið í hjálparstarfið til að skoða stráka. Elsku Steinvör var síðan dulítið rislág þegar hún kynnti mannsefn- ið sitt fyrir okkur, hann Kristjón, mikinn hjálparsveitarmann. Krist- jón mágur minn féll vel inn í fjöl- skylduna okkar. Einhverjir gætu talið ástæðu þess að hann var ekki orðmargur maður og tók ekki mik- ið rými í umræðum af okkur Kol- freyjustaðarklaninu, en það var ekki raunin, hann féll okkur vel í geð því við sáum mannkosti hans fljótt. Hugdjarfur, hraustur, hjálp- samur og ljúfur öðlingur. Mikill útivistarmaður, stundaði fjallgöng- ur, klettapríl, skíði, veiði, kajakróð- ur og svo mætti lengi telja. Þau Steinvör voru dugleg að ferðast um landið okkar og ófáar sögunar sem sagðar voru af ýmsum frækn- um ferðum, við Bogi fengum líka stundum að fljóta með á fjöllin. Steinvör og Kristjón byggðu sér hús í Hafnarfirðinum og fjölskyldan stækkaði. Kristjón var einstakur pabbi, allt frá því dæturnar fæddust snerist öll tilveran um þær. Frænk- ur mínar, Kristín Jóna, tæplega 12 ára og Þórhildur, rétt níu ára, hafa notið ástríkis yndislegra foreldra og eiga minningar af ótal ferðum og samverustundum fjölskyldunnar. Allt frá útilegum hérlendis til ferða- laga um Evrópu. Þegar Kristjón greindist með krabbamein var það mikið áfall fyrir fjölskylduna, en hann fór í að- gerð og meðferð og fyrr en varði var hann farinn að ferðast um fjöll og firnindi á ný. En eftir nokkur góð ár tók meinið sig upp og nú ill- vígara en fyrr. Leiðin lá til Svíþjóð- ar í skurðaðgerð og var Steinvör sem klettur við hlið hans og amma Stína stóð vaktina heima með dæt- urnar. Kristjón fékk rúmt ár eftir þessa stóru aðgerð og sinnti fjöl- skyldunni sem fyrr af alúð. Það var honum afar líkt að nú í lok apríl, nýkominn út af líknardeild, dreif hann fjölskylduna á skíði, því eins og hann sagði, dæturnar hafa ekki farið í Bláfjöll í sól og blíðu. Leyf- um þeim að upplifa það. Margar góðar samverustundir eru til að rifja upp, en ég gleymi aldrei páskunum þegar fjölskyldan dvaldist hjá okkur á Akureyri og við fórum öll á skíði. Í roki og hraglanda héngum við Kristjón saman í t-lyftunni upp í Strýtu og þótti mér hin mesta svaðilför, ekki viss um að hann, hjálparsveitar- hetjan, hafi litið svo á. Þessa páska kenndi Kristjón mér hina frábæru samsetningu súkkulaðis og rauð- víns, þegar hann bað mig að opna rauðvín er páskaeggin voru brotin. Kristjón minn, ævarandi þakkir fyrir það sem og fyrir allt annað. Takk fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Stína amma, Jón Ingi afi, systur Kristjóns og fjölskyldur, þið eigið okkar dýpstu samúð. Elsku hjartans Steinvör mín, Kristín Jóna og Þórhildur. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur um alla framtíð. Fyrir hönd Boga og barnanna okkar, Þórhildur Helga, mágkona. Hann Kristjón mágur minn er allur, langt fyrir aldur fram. Hann kom inn í fjölskylduna um alda- mótin og strax við fyrstu kynni var augljóst hversu góðan mann hann hafði að geyma. Hann var rólegur og yfirvegaður með afar notalega návist. Hann og Steinvör náðu saman í gegnum sameiginlegt áhugamál, útiveru, en þau kynnt- ust í Hjálparsveit skáta í Reykja- vík. Ég gladdist fyrir hennar hönd að hafa kynnst honum og fannst hann líka heppinn að hafa kynnst henni. Þau voru mjög samstiga, byrjuðu að búa í Kópavoginum og keyptu sér svo fokhelt hús í Hafnarfirði. Kristjón byggði það svo upp og saman bjuggu þau sér fallegt og vandað heimili. Þegar dæturnar fæddust var hamingjan mikil og þau Steinvör voru sam- hentir foreldrar. Daglega lífið þeirra með Kristínu Jónu og Þór- hildi einkenndist af ást, umhyggju og stolti. Þau lögðu mikla áherslu á að ferðast um landið með stelpurn- ar sínar og brugðu sér einnig til annarra landa með þær. Að skreppa á skíði með þeim, fara á skauta, út að hjóla, á kajak og rölta upp í Ásfjall var bæði sjálfsagt og eðlilegt í hans lífi. Hann hjálpaði þeim með heimanám og sagði mér stuttu áður en hann féll frá hversu ánægður hann væri með hvað þær væru duglegar að læra. Kristjón var ekki maður margra orða, en ást hans á konunni sinni og dætrum leyndi sér aldrei. Fyrir nokkrum árum greindist hann með afar sjaldgæft krabba- mein. Við tók skurðaðgerð og lyfja- meðferð og síðan hélt lífið áfram sinn gang. Því miður tók meinið sig upp að nýju fyrir rúmum tveimur árum og þá hófst mikil barátta fyr- ir lífinu sem hann langaði svo að lifa með konunni sinni og dætrum. Ósk okkar allra var að hann næði heilsu á nýjan leik. Því miður varð raunin önnur. Að fylgjast með glímu hans við illvígt krabbamein var mjög erfitt en samt lærdóms- ríkt. Hugarró hans og hugrekki var ótrúlegt til hinstu stundar. Elsku Steinvör, Kristín Jóna og Þórhildur. Mínar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar. Einnig sendi ég foreldrum hans og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Hafi hann mágur minn kæra þökk fyrir samfylgdina og veri hann Guði falinn. Minningin um góðan eiginmann og föður lifir. Ingibjörg Þorgerður. Í dag kveðjum við Kristjón Jónsson með djúpum trega og sár- um söknuði. Kristjón kom inn í fjölskylduna þegar hann og Stein- vör frænka rugluðu saman reitum sínum eftir að hún flutti heim eftir áralanga búsetu í Þýskalandi. Kristjón var mikill útivistarmaður og fjallaferðir og ferðalög voru hans líf og yndi. Hann var í björg- unarsveit og um langt skeið í hópi þeirra sem fyrst eru kallaðir út til leitar eða björgunar. Hann hafði einnig mikinn áhuga á ljósmyndun og naut þess að vera úti í nátt- úrunni að taka myndir. Kristjón og Steinvör voru dugleg að ferðast um landið með dætrum sínum, Kristínu Jónu og Þórhildi, og er varla sá fjörður eða fjara á landinu sem þau hafa ekki heimsótt. Þær munu búa að þeim góðu minning- um alla ævi. Kristjón var mörgum góðum kostum búinn. Hann var lítið fyrir að trana sér fram en var þó ófeim- inn við að segja sínar skoðanir. Þegar hann kvaddi sér hljóðs var hlustað á hvað hann hafði að segja. Hann var vinnusamur og handlag- inn eins og heimili þeirra hjóna ber fagurt vitni um. Hann var barn- góður eins og okkar börn fengu að kynnast og velferð dætranna var honum allt. Hann hafði góða kímni- gáfu, var traustur, áreiðanlegur og úrræðagóður. Það var ekki til í hans orðaforða að gefast upp, enda var hann mesti jaxl sem við höfum kynnst. Kristjón naut sín vel í góðra vina hópi og við eigum ófáar minningar um skemmtilegar samverustundir. Oft áttum við saman góða kvöld- stund í Kríuásnum yfir góðum mat og drykk. Einhvern tímann hafði Kristjón á orði að hann sæi enga ástæðu til að fara út að borða á veitingastað því hann fengi besta matinn hjá Steinvöru. Þegar Kristjón greindist með sjaldgæft botnlangakrabbamein fyrir um sjö árum áttum við öll von á að hann myndi sigrast á meininu, enda hraustur og í góðu formi. Í fjögur ár leit út fyrir að svo væri en í byrjun árs 2014 tóku veikindin sig upp aftur. Steinvör stóð eins og klettur við hlið hans og var í sam- bandi við lækna hér heima og er- lendis til að finna leiðir til að lengja líf hans. Án hennar hefði hann vafalítið kvatt okkur fyrr. Kristjón kom okkur líka sífellt á óvart með elju og þrautseigju. Hann lét lyfja- meðferðir ekki stoppa sig í að klífa fjöll og firnindi og njóta íslenskrar náttúru. Hann lagðist inn á líkn- ardeild snemma í vor en útskrif- aðist þaðan og skömmu seinna fór hann á skíði með dætur sínar. Sú tilhugsun að Kristjón sé horfinn á braut allt of snemma er nær óbærileg. Hann hefði svo gjarnan viljað eldast með konunni sinni og fylgjast með dætrunum vaxa úr grasi en við ráðum víst ekki sjálf hvenær vegferð okkar hér á jörð lýkur. Með okkur lifa minningar um góðan dreng og þær samverustundir sem við áttum með honum. Við sendum Steinvöru, Kristínu Jónu, Þórhildi, foreldrum Krist- jóns og systrum hans innilegar vina- og samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Kristjóns Jónssonar. Sigríður Inga Sigurðardóttir, Jón Áki Leifsson. Við vinkonurnar kynntumst Steinvöru, eða Steinu eins og við köllum hana, fyrst í Heidelberg fyrir margt löngu. Það var mikil gæfa þegar Steina gekk til liðs við Hjálparsveit skáta í Reykjavík haustið 1999 en þar kynntust þau Kristjón og rugluðu þau fljótlega saman reitum. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til Krist- jóns er orðið klettur, kletturinn sem haggast ekki hvað sem á dyn- ur. Kristjón var mikið náttúrubarn og leið vel á fjöllum. Það er mikið frelsi sem fylgir því að ferðast um hálendi Íslands. Hann gerði mikið af því og þekkti það eins og lófana á sér. Hann var traustur ferðafélagi og það var gott að ferðast með Kristjóni, ekki bara af því að hann væri svo úrræðagóður, heldur var hann líka bráðskemmtilegur og mikill húmoristi. Já, það var mikið öryggi sem fylgdi því að vita af Kristjóni í ferð, maður var nokkuð öruggur um að komast heill á leið- arenda, hann fann alltaf lausnir á öllu því sem upp á gat komið. Kristjón var verklaginn og úr- ræðagóður og ber heimili þeirra hjóna í Kríuásnum þess skýr merki. Hann átti mörg handtökin við byggingu þess húss og voru verkefnin vel leyst. Við vinkonurn- ar og fjölskyldur okkar höfum átt góðar samverustundir á því heimili sem við minnumst með mikilli hlýju. Það var alltaf gott að koma í Kríuásinn og þar var öllum vel tek- ið. Borðin svignuðu undan kræs- ingunum sem þau hjónin töfruðu fram. Auðvitað bar meistarakokk- urinn Steina hitann og þungann af því sem fram var reitt en með dyggri aðstoð Kristjóns sem stóð oft á tíðum við grillið og sá um steikurnar. Hann náði vel til krakkanna enda hæglátur maður og hann sló heldur betur í gegn hjá yngri kyn- slóðinni síðastliðið haust þegar hann mætti með mótorhjólið í okk- ar árlegu haustferð á Hreðavatn. Þar bauð hann þeim upp á hjólatúr sem seint gleymist. Það er sama hvar borið er niður í útivistinni, hvort heldur sem er í gönguferðum, jeppatúrum, skíða- ferðum eða kajakferðum. Alls stað- ar var Kristjón á heimavelli. Svo ekki sé minnst á veiðiferðir. Hann var sérlega fiskinn og átti Arnar- vatnsheiðin sérstakan sess í huga hans. Kristjón fór langt á viljastyrkn- um og það eru ekki allir sem fara af líknardeild á skíði í Bláfjöll með fjölskyldunni, en það gerði hann. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með baráttu þeirra hjóna, Kristjón svo æðrulaus í sínum veikindum og Steina eins og klett- ur við hlið hans. Þessi ár með Kristjóni hefðu mátt verða svo miklu, miklu fleiri og verður hans sárt saknað. Hann var mikill fjölskyldumaður og er missir Steinu og dætranna, Krist- ínar Jónu og Þórhildar, mestur. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð, sem og foreldrum hans og systrum. Blessuð sé minning góðs drengs. Kveðja frá Heidelbergarvinum, Anna Sigurborg, Erla, Guðrún Rós, Kristjana og Valdís Fríða. Á aðalfundi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík 29. mars 1994 skrifuðu níu félagar undir eiðstaf sveitarinnar að lokinni nýliðaþjálf- un. Einn af þeim var Kristjón Jónsson. Kristjón reyndist vera nagli og Kristjón Jónsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞÓRLEIFAR ELÍSABETAR STEFÁNSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju á Gili, síðar Hólmagrund 12, Sauðárkróki, sem andaðist 10. júní sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, deild 2. Fyrir hönd aðstandenda, . börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.