Morgunblaðið - 28.06.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.06.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 » Glastonbury-tónlistarhátíðinni á Englandi laukí fyrradag og létu gestir rigningu og for ekki hindra sig í því að skemmta sér konunglega. Marg- ar heimskunnar hljómsveitir og tónlistarmenn tróðu upp á hátíðinni, m.a. Adele og Coldplay. Tónlistarstjörnur glöddu regnvota gesti á tónlistarhátíðinni Glastonbury AFP Orkubolti Enska söngkonan Ellie Goulding var í ógnarstuði á tónleikum sínum á fimmta degi hátíðarinnar. Litadýrð Chris Martin, forsprakki Coldplay, á tónleikum hljómsveitarinnar á aðalsviði hátíðarinnar, sk. Pýramídasviði, 26. júní síðastliðinn. Á kafi Ung kona hlær innilega á kafi í forinni á tónleikasvæðinu. Í slíkum aðstæðum er gott að eiga góða að sem rétta manni hjálparhönd. Fagurgulur Beck var flottur á sviði með fagurgulan rafmagnsgítar. Kvartett saxó- fónleikarans Hauks Gröndal leikur í kvöld á djasskvöldi Kex hostels kl. 20.30. Auk Hauks er hljómsveitin skipuð Tómasi Jónssyni á píanó, Andra Ólafssyni á kontrabassa og Magnúsi Tryggvasyni Eliassen á trommur. Kvartettinn leikur tökulög í bland við frumsamið efni eftir hljóm- sveitarmeðlimi. Tökulög og frumsamin Haukur Gröndal Hvaða áhrif mun úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hafa á breska tónlistarbransann og tónleika- ferðalög breskra listamanna erlend- is? Þetta eru spurningar sem brenna á mörgum tónlistarmönnum á Glastonbury-tónlistarhátíðinni og breska ríkisútvarpið, BBC, gerir að umfjöllunarefni á vef sínum. „Lýðræðið brást okkur vegna þess að réttar upplýsingar skorti,“ hefur BBC eftir Damon Albarn. Forsvarsmenn þeirra sem gæta réttinda og hagsmuna breska tón- listarbransans segjast munu þrýsta á bresk stjórnvöld að semja hratt og örugglega um aðgengi breska tón- listarmanna að mörkuðum ESB, en listamenn á Glastonbury óttast auk- ið landamæraeftirlit og að veiking pundsins hækki allan kostnað tón- leikaferðalaga. „Í sumar stökkvum við vandræða- laust milli Evrópulanda en í framtíð- inni gætum við þurft að þræða hin ólíku sendiráð til að verða okkur úti um vegabréfsáritun,“ segir Lauren Mayberry. „Ákvörðunin mun torvelda öll tón- leikaferðalög en auðvitað munu ferðalög ekki hætta með öllu,“ segir Matt Healy. „Ég er sleginn og þrumu lostinn. Þetta mun hafa mikil áhrif,“ segir Dan Smith. „Ég er sannfærður um að við munum áfram eiga góð samskipti við Evrópu. Ég er nógu gamall til að muna hvernig málum var háttað áður, og bresk vegabréf hafa alltaf reynst vel til ferðalaga,“ segir Paul Heaton. „Hljómsveitin okkar er evrópsk þannig að þessi tíðindi valda upp- námi. Ég er hryggur yfir því að Bretland hyggist aftur verða eyland í bókstaflegum skilningi,“ segir Tim Booth. Niðurstaðan veldur tónlistarfólki áhyggjum Damon Albarn Lauren Mayberry Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt INDEPENDENCE DAY 2 5:30, 8, 10:30(P) LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:30, 5:45 CENTRAL INTELLIGENCE 8, 10:25 WARCRAFT 8(2D), 10:30(3D) FLORENCE FOSTER JENKINS 5 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 22:30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.