Morgunblaðið - 28.06.2016, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 180. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Íslendingar beðnir að …
2. Ísland áfram eftir sögulegan …
3. Fann að þeir litu niður á …
4. Gekk ekki hjá Grétari …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fjórðu og næst-
síðustu tónleikar
tónlistarhátíð-
arinnar Þriðju-
dagskvöld í Þing-
vallakirkju fara
fram í kvöld kl.
20. Tríó Vei, þau
Ingibjörg Guð-
jónsdóttir sópran,
Valgerður Andrésdóttir orgelleikari
og Einar Jóhannesson klarínettuleik-
ari, mun flytja andleg og veraldleg
lög og styttri verk víða að úr tónlist-
arheiminum og reiða fram skínandi
söngperlur, kynna verkin og ræða við
tónleikagesti. Aðgangur er ókeypis
en frjáls framlög vel þegin. Tónleika-
gestir eru beðnir um að leggja bílum
sínum við Flosagjá eða á Valhall-
arreitnum og ganga til kirkju.
Tríó Vei leikur í
Þingvallakirkju
Á miðvikudag Austlæg átt, 3-10, og rigning SA-lands, en víða síð-
degisskúrir annars staðar. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðan- og
vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg og síðar breytileg átt 3-10 m/s
með rigningu fyrir norðan. Norðaustan 10-18 á Vestfjörðum og
Snæfellsnesi. Talsverð rigning á Ströndum. Víða skúrir sunnantil.
VEÐUR
„Ég var eiginlega ekkert
stressaður í síðari hálfleik
nema síðustu mínútuna
þegar maður var orðinn
svolítið þreyttur,“ sagði
Ragnar Sigurðsson, mið-
vörður íslenska landsliðsins
í knattspyrnu, eftir magn-
aðan 2:1-sigur þess á Eng-
landi í 16-liða úrslitum EM.
Ragnar átti stórkostlegan
leik í hjarta íslensku varn-
arinnar og skoraði fyrra
mark liðsins. » 1
Ég var eiginlega
ekkert stressaður
„Hann er gríðarlega leikinn með bolt-
ann og mjög fljótur. Maður veit aldrei
hvað maður fær frá honum. Hann
getur komið með óvænta, skemmti-
lega og góða hluti inn í leikinn,“ segir
liðsfélagi Birnis Snæs Ingason-
ar um Birni, sem er leik-
maður 8. umferðar Pepsi-
deildar karla í
knatt-
spyrnu.
»4
Gríðarlega leikinn og
fljótur Bieber-aðdáandi
„Ég var alveg pottþéttur á því að við
myndum vinna þennan leik. Taktíkin
sem að þjálfarar íslenska landsliðs-
ins settu upp var náttúrlega alveg
ótrúleg. Þeir [Englendingar] áttu ekki
möguleika,“ sagði Pétur Pétursson,
fyrrverandi landsliðsmaður í knatt-
spyrnu og einn þriggja álitsgjafa
Morgunblaðsins, eftir sigur Íslands á
Englandi á EM í gær. »3
Var pottþéttur á því að
við myndum vinna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Með túlkun á táknmáli er heyrnar-
lausum veittur aðgangur að þátttöku
í samfélaginu. Eftir því sem vitund
fólks fyrir réttindum þegnanna
eykst er meira leitað eftir þessari
þjónustu, sem hefur fjölgað tækifær-
um og aukið lífsgæði svo margra,“
segir Árný Guðmundsdóttir tákn-
málstúlkur.
Á fundum og samkomum í aðdrag-
anda forsetakosninga – svo og á sig-
urhátíð á kosninganótt – vakti at-
hygli að ávörp Guðna Th. Jóhannes-
sonar voru jafnan túlkaðar af
íslensku yfir á íslenskt táknmál. Þar
var Árný sem skuggi nýja forsetans,
sem í ræðum sínum lagði áherslu á
jöfn tækifæri allra, óháð aðstæðum.
Þörfin eykst stöðugt
„Að fylgja frambjóðanda eftir var
nú bara eitt af þessum óteljandi og
ólíku verkefnum sem fólk í mínu fagi
sinnir. Þörfin eftir túlkun eykst stöð-
ugt; við mætum til dæmis á fundi og
opinberar samkomur, túlkum fyrir
nemendur í skólum, heyrnarlausa
sem þurfa til læknis eða sækja opin-
bera þjónustu og svo mætti áfram
telja. Æ fleiri mannamót eru líka
túlkuð, svo sem 1. maí, gleðigangan í
ágúst og eins pólitískir fundir, þótt
misjafnt sé milli flokka hve mikil
áhersla er lögð á þessa þjónustu,“
segir Árný. „Starfið krefst þess ann-
ars að maður fylgist vel með þjóð-
málum og umræðunni og sé með á
nótunum. Mörg verkefnin snúa síðan
beint að fjölskyldulífi heyrnarlausra.
Það er til dæmis mjög ánægjulegt að
fylgja heyrnarlausum foreldrum í
foreldraviðtöl í skólum þegar kenn-
arinn gefur heyrandi börnum þeirra
góða umsögn.“
Hlutleysi er lykilatriði
Árný, sem lauk námi í táknmáls-
túlkun við Háskóla Íslands árið 1997,
er einn 21 táknmáltúlks sem starfa
hjá Samskiptamiðstöð heyrnar-
lausra og heyrnarskertra. „Tungu-
mál og samskipti eru rauður þráður í
starfinu, sem hefur breyst mikið síð-
an ég byrjaði. Þá henti oft þegar við
komum með heyrnarlausum til lækn-
is að sá beindi orðum sínum til túlka
og rétti okkur lyfseðilinn en ekki
sjúklingnum. Svona gerist ekki leng-
ur, sem betur fer.“
Samfylgd með væntanlegum for-
seta síðustu vikur segir Árný hafa
verið ánægjulega og muni lifa í minni
sínu. „Nei, ég segi þér ekkert hvern
ég kaus sem forseta. Hlutleysi er
lykilatriði í þessu starfi; við verðum
að þjóna öllum af óhlutdrægni,“ seg-
ir Árný að síðustu.
Árný er skuggi nýja forsetans
Færði töluð orð Guðna í tákn Jöfn tækifæri 21 túlkur sinnir fjölbreyttri
þjónustu við heyrnarlausa Ánægjuleg samfylgd í aðdraganda kosninga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tákn Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson voru hyllt við heimili sitt á Seltjarnarnesi. Á svölunum til hægri við væntanleg forsetahjón er túlkurinn Árný.
Réttur heyrnarlausra á Íslandi
var staðfestur og tryggður með
lögum um íslenska tungu og ís-
lenskt táknmál sem Alþingi sam-
þykkti fyrir nokkrum árum. Með
því varð þessi hópur jafnsettur
öðrum og tryggð þjónusta, t.d.
frá túlkum. Slíkt skipir miklu,
enda er tungumálið í raun og
veru lykill fólks að því að geta
blandað sér í leikinn.
Í dag eru um 200 manns í sam-
félagi heyrnarlausra á Íslandi og
þeirra bandamenn eru túlkarnir.
Segja má að túlkar komi að
flestu í daglegu lífi skjólstæðinga
sinna, til dæmis þegar þeir fara á
mannamót. Túlkarnir fylgja fólki
á tónleika og færa þá tóna í tákn,
eru viðstaddir kirkjulegar athafn-
ir og jafnvel barnsfæðingar. Bera
þá mikilvæg skilaboð milli lækna,
ljósmæðra og nýbakaðra foreldra
sem heyra ekki.
Túlkar með mikilvæg skilaboð
200 MANNS Í SAMFÉLAGI HEYRNARLAUSRA Á ÍSLANDI
Síðasta sýningin á ABBA-
söngleiknum Mamma Mia fyrir
sumarfrí var síðastliðinn sunnudag.
Samkvæmt upplýsingum frá Borgar-
leikhúsinu hefur verkið verið sýnt 82
sinnum á síðustu tæpum fjórum
mánuðum fyrir alls 45.300 áhorf-
endur, en uppselt hefur verið á allar
sýningar söngleiksins. Sýningin snýr
aftur í haust, en sextán sýningar í
september og október eru komnar í
sölu og þegar orðið uppselt á átta
sýningar í september. Í haust mun
Katla Margrét Þorgeirsdóttir taka við
hlutverki Rosie, vinkonu Donnu sem
Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikur, af
Maríönnu Clöru Lúthersdóttur sem á
von á sínu öðru barni á haustmán-
uðum.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Mamma Mia í sumar-
frí eftir 82 sýningar